Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
Staða efnahags-
og atvinnumála
Dagskrá:
- Helgi Magnússon, formaður SI
- Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI
Almennar umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Aðalheiður Héðinsdóttir,
framkvæmdastjóri Kaffitárs
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 591-0100 eða
sendið tölvupóst á mottaka@si.is eigi síðar en fyrir hádegi
2. desember.
Þriðjudaginn 2. desember
kl. 16:30 - 18:30 á Grand Hótel Reykjavík,
salur Gullteigur A
Samtök iðnaðarins boða til
almenns félagsfundar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
UNNIÐ er að því á vegum Orku-
veitu Reykjavíkur að skipuleggja
iðngarða í grennd við Hellisheið-
arvirkjun. Forsenda hugsanlegrar
starfsemi þarna er að hún falli að
umhverfismarkmiðum Orkuveitu
Reykjavíkur.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri
Orkuveitunnar, segir að meðal
annars sé til skoðunar að nýta
koltvísýring sem til fellur og
breyta í eldsneyti og nýta til efna-
framleiðslu. Einnig er verið að
kanna ýmsa möguleika til nýtingar
á brennisteinsvetni. Gagnaver
gætu komið til greina á svæðinu,
en auk raforku þurfa þau mikið
kælivatn.
Fram hefur komið að áhugi er
hjá dótturfyrirtæki Papco hf. á að
reisa þarna pappírsverksmiðju til
að framleiða pappír úr hreinni
trjákvoðu (Pulp) til frekari vinnslu
erlendis með því að nýta jarðgufu
beint í ferlinu. Þá er fyrirtækið
Prokatín að undirbúa að koma af
stað starfsemi í gámum á svæðinu,
fyrirtækið hyggst halda áfram til-
raunum með nýtingu á örverum til
eyðingar á brennisteinsvetni.
Jakob Sigurður Friðriksson,
framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, segir að það hafi
lengi verið í umræðunni að iðn-
garðar gætui risið við virkjunina á
Hellisheiði þar sem orkan gæti
verið nýtt á margvíslegan hátt.
„Við höfum séð fyrir okkur að
slíkt gæti gerst á völlunum frá
Kolviðarhóli í áttina að Reykjavík.
Þá eru fyrirtækin í nánd við alla
þessa orku, allan jarðhitann og all-
ar þær lofttegundir sem er að
finna í virkjuninni. Það er hins
vegar ekkert ákveðið og ekki búið
að skipuleggja svæðið sem slíkt,
nema að litlum hluta,“ segir Jakob.
Þórður Kárason, forstjóri Papco,
sagði að hugmyndir Icelandic Pa-
per, dótturfyrirtækis Papco, væru
að framleiða á Hellisheiði pappír
úr hreinni trjákvoðu. Kvoðan yrði
flutt inn frá Svíþjóð, Noregi og
Finnlandi, og pappírinn unnin sem
svo kallaður „tissue-pappír“ og
væri síðan notaður til frekari
vinnslu á neytendamarkað í verk-
smiðjum í Norður Evrópu.
Fjörutíu manna vinnustaður
Hagkvæmni og fjármögnun
slíkrar verksmiðju hafa lengi verið
til skoðunar ásamt flutningskostn-
aði, orku og nýting hennar, einnig
kannanir á sölumöguleikum á
100% umhverfisvænni vöru á
markaði. Fyrsta stigið væri hins
vegar að fá niðurstöðu frá skipu-
lagsyfirvöldum um hvort slík verk-
smiðja þyrfti að fara í umhverf-
ismat.
Ef af byggingu verksmiðjunnar
verður má áætla að þar verði hátt í
40 manna vinnustaður og uppbygg-
ingarkostnaður verði um 3,5 millj-
arðar. Framleiðslugetan verði um
30 þúsund tonna og til útflutnings
fari um 25 þúsund tonn, aðallega
til Bretlands og Skandinavíu.
Einnig muni verksmiðjan fram-
leiða allan pappír fyrir framleiðslu
Papco hf. á innanlandsmarkað.
Morgunblaðið/RAX
Orkuveitan undirbýr
iðngarða á Hellisheiði
Margir hafa rætt við OR Umhverfisvæn starfsemi forsendan Skipulags-
yfirvöld fjalla um pappírsverksmiðju Nýtt hlutverk vallanna neðan Kolviðarhóls
BORGIN mun ráðast í aðgerðir til
að takmarka þau áhrif sem lokun
vinstri beygju af Bústaðavegi inn á
Reykjanesbraut
mun hafa á Rétt-
arholtsveg, en
sem kunnugt er
hefur stjórn
Íbúasamtaka Bú-
staðahverfis mót-
mælt lokuninni.
Þetta segir Þor-
björg Helga Vig-
fúsdóttir, for-
maður
samgöngu- og
umhverfisráðs Reykjavíkurborgar.
Þannig muni borgin fylgjast með
mögulegri aukningu umferðar, auk
þess sem áhersla verður lögð á
aukið umferðareftirlit og temprun
hraða í grennd við Réttarholts-
skóla. Þá ítrekar hún að um sé að
ræða tilraun til sex mánaða, end-
anleg ákvörðun um lokun beygj-
unnar hafi ekki verið tekin.
Lengi voru uppi hugmyndir um
að reisa mislæg gatnamót á um-
ræddum gatnamótum Bústaðaveg-
ar og Reykjanesbrautar. Þær til-
lögur hafa verið settar til hliðar, en
slíkt mannvirki þykir ganga of
nærri útivistarsvæðinu í Elliðaár-
dalnum. andresth@mbl.is
Fylgjast
með um-
ferðinni
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
EINN var fluttur á slysadeild eftir
að tveir fólksbílar rákust saman við
hringtorg sem tengir saman Vatns-
endaveg og Akurhvarf í Kópavogi í
gær. Að sögn Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins barst tilkynning um
slysið kl. 17.34. Sá sem var fluttur á
slysadeild var ekki talinn hafa hlotið
alvarlega áverka.
Ökumennirnir voru einir í bíl-
unum. Að sögn SHS varð slysið með
þeim hætti að annarri bifreiðinni var
ekið inn í hliðina á hinni við hring-
torgið.
Olía lak úr annarri bifreiðinni og
var tækjabíll SHS kallaður á staðinn
til að hreinsa upp olíulekann.
Á slysadeild
eftir árekstur
RÍKHARÐUR Jónsson knatt-
spyrnukappi var gerður að heið-
ursborgara Akranesbæjar við há-
tíðlega athöfn í Akraneskirkju í
gær, að viðstaddri bæjarstjórn og
forsetahjónunum Ólafi Ragnari
Grímssyni og Dorrit Moussaieff.
Að sögn Tómasar Guðmundssonar,
verkefnastjóra Akranesstofu, var
fjölskylda Ríkharðs og velflestir
þingmenn kjördæmisins við-
staddir.
„Ríkharður hefur haldið á lofti
nafni Akranesbæjar sem fótbolta-
bæjar og það hefur hefð skapast í
kringum hann,“ segir Tómas sem
lýsir Ríkharði sem „frábærri fyr-
irmynd“.
Ljósmynd/Jón Gunnlaugsson
Ríkharður heiðursborgari Akraness