Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 TVEIR heimssögu- legir atburðir áttu sér stað 4. nóv. sl. þó að annar vekti sýnu meiri athygli á alþjóðavísu en hinn. Sá fyrri var kjör nýs forseta Bandaríkj- anna. Heimsbyggðin bindur vonir við að nýi forsetinn verði sameiningarafl hins frjálsa heims í leið hans til friðar og farsæld- ar. Hinn atburðurinn átti sér stað í öðrum heimshluta. Í höfuðborg Taív- ans, Taipei, undirrituðu fulltrúar stjórnvalda á Taívan og frá meg- inlandi Kína sögulegan samning um að draga úr spennu milli ríkjanna beggja vegna Taívanssunds og stuðla þar með að friði í álfunni. Síðustu sex áratugir hafa einkennst af lang- varandi togstreitu milli Taívans og meginlands Kína, togstreitu sem gat auðveldlega hlaðið utan á sig eins og snjó- bolti og ógnað heims- friði og heimsefnahag. Heimsbyggðin hefur beinlínis kallað á breytta stefnu þessara deiluaðila þar sem sáttahugur og bræðra- bönd væru treyst, alveg eins og hún hefur kallað á frið- vænlegri stefnu frá Washington um heimsmálin. Samningarnir fjórir sem skrifað var undir 4. nóvember, ásamt tveim- ur viljayfirlýsingum sem gengið var frá í Peking 14. júní, marka vatnaskil í samskiptum þessara ríkja sem vekja vonir um varanlegan frið og samvinnu í þessum heimshluta. Það eitt að þær stofnanir í Kína og Taívan sem fást við samskipti land- anna skyldu hittast og ræða saman var forskot á sæluna – og því frum- kvæði var réttilega fagnað víða um heim. Það að samkomulag um mikils- verð mál sé raunverulega í höfn er farsæl aukageta. Frá sjónarhóli Ta- ívanbúa var sérstaklega lofsvert að fulltrúar frá þeirri stofnun Kína sem sér um samskiptamálefni yfir Taív- anssundið skyldu stíga fæti á taív- anska grund. Slíkt var táknræn vilja- yfirlýsing um að stjórnvöld í Kína vildu fylgja jafnræðis- og gagn- kvæmnisreglu. Sjálft innihald samkomulagsins kann að þykja rýrt í roði frá sjón- arhóli umheimsins. Þarna er einfald- lega kveðið á um ýmsa sam- skiptahætti sem þykja sjálfsagðir í samskiptum siðaðra þjóða um allan heim: Ákvæði um að tryggja öryggi innfluttra matvæla; heimila sjóflutn- inga milli landanna, beina póstflutn- inga og daglegar flugferðir með ferðafólk. En það eitt hve þessi atriði þykja „sjálfsögð“ utan frá sýnir hve óeðlileg og þvinguð samskiptin höfðu verið áður. Samskiptaleysið var stöð- ug ógn við frið í þessum heimshluta. Forseti Lýðveldisins Kína sem tók við völdum í maí sl., Ma Ying-jeou, hlaut kosningu m.a. fyrir skýra stefnu sína um að bæta samskiptin við meginlandið og með því að hamra á fjórum meginreglum: deiluaðilar þurfi að horfast í augu við stað- reyndir, hvorugur afneiti tilvist hins, samskipti milli þeirra stuðli að vel- ferð íbúanna og allir samningar miði að varanlegum friði. Með því að ein- beita sér að þessum áhersluatriðum og leggja til hliðar flóknar þjóðrétt- arlegar deilur hafa stjórnvöld beggja vegna sundsins sýnt ábyrgð og skiln- ing á þessum meginreglum. Ekki skal vanmeta þau skref sem eftir á að taka þótt nú sé fagnað þeg- ar teknum skrefum. Í sigurræðu sinni benti Barack Obama réttilega á að framundan væri löng ganga og það tæki ár og daga að ná á leið- arenda. En hann væri vongóður um að þangað lægi nú leiðin. Sama dag fögnuðu fulltrúar stjórnvalda í Taipei og Peking öðrum áfanga á sinni leið til friðar og farsældar. Geta stjórn- völd í þessum löndum breytt gagn- kvæmri óvild í velvild. Alveg eins og hjá Obama hlýtur svarið að vera: Já, við getum það! Vanessa Shih segir frá undirritun samnings milli Ta- ívans og Kína um að draga úr spennu milli ríkjanna »… undirrituðu fulltrúar stjórnvalda á Taívan og frá meg- inlandi Kína sögulegan samning um að draga úr spennu milli ríkjanna beggja vegna Taív- anssunds og stuðla þar með að friði í álfunni. Vanessa Shih Höfundur er ráðherra upplýsinga- mála í Lýðveldinu Kína (Taívan). Í átt til varanlegs friðar í Austur-Asíu Í MORGUN- BLAÐINU 14.11. þrætir Ögmundur Jónasson fyrir aðild Vinstri grænna að frumvarpinu um eft- irlaunaósómann og sakar mig um ósann- indi. Frumvarpið var þingmannafrumvarp, ekki stjórnarfrum- varp. Það var lagt fram af fulltrúum allra flokka. Framlagning þess var samþykkt á fundum í öllum þing- flokkum miðvikudaginn 10. des, 2003 milli kl. 17 og 18. Allt var það í sam- ræmi við kaup Davíðs Oddssonar við formenn stjórnarandstöðunnar um stuðning þeirra flokka. Það kom í hlut Þurríðar Bachman að efna þau kaup fyrir hönd formanns síns og Vinstri grænna. Þarflaust er um það að deila. Skrif Ögmundar eru svar við grein eftir mig í Mogganum, hvar ég rakti aðkomu Vinstri grænna að ósómanum. Ég gat þess þar að Ögmundur hefði talað við fyrstu umræðu og talið frumvarpið varhugavert. Ögmundi þótti ég ekki gera ræðu hans nægjanleg skil. Hann birti hana því alla í grein sinni í Mogg- anum og var það vel. Á röngum tíma Ræða Ögmundar er afar góð og þrungin af réttlætiskennd og um- vöndunum. Hún breytti þó engu um framvindu málsins. Um hana má segja að þar var rétt ræða flutt á röngum tíma. Hafi Ög- mundur Jónasson þingflokks- formaður aftur á móti flutt ræðuna á fundinum þegar þingflokkurinn samþykkti framlagningu ósómans, og hafi þingflokkurinn hlustað, þá hefði ræðan getað stöðvað eft- irlaunaósómann. Því það var algjört skilyrði allra fyrir framlagningu frumvarpsins að enginn flokkur gæti fríað sig af ábyrgð á því. Vinstri grænir höfðu því neitunarvald, sem þeir notuðu ekki. Var Ögmundur beygður? Mín trú er sú að Ögmundur hafi meint hvert orð, sem hann sagði, í sinni ágætu ræðu. Ég vil líka trúa að Ögmundur hafi flutt efni ræðunnar yfir félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna þegar þeir sam- þykktu aðildina að frumvarpinu. Sé sú trú mín rétt, af hverju samþykkti þá þingflokkurinn framlagningu ósómans? Á því getur aðeins verið sú eina skýring að formaður Vinstri grænna hafi viljað efna samning sinn við Davíð Oddsson. Hann hafi því beitt sér gegn viðhorfi Ögmund- ar og náð meirihluta þingmanna sinna til að standa að framlagningu frumvarpsins. Sé aftur á móti röng sú trú mín að Ögmundur hafi flutt ræðu sína yfir þingflokki sínum, þá hefur hann tungur tvær og talar sitt með hvorri. Því vil ég ekki trúa. Auk þess veit ég að Ögmundur hefur beitt sér fyrir afnámi eftirlauna- ósómans og formannadúsunnar. Var valtað yfir Ögmund? Birgir Dýrfjörð svarar grein Ög- mundar Jónassonar Birgir Dýrfjörð »Ræða Ögmundar er afar góð og þrungin af réttlætiskennd og umvöndunum. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. SÍÐUSTU vikur hafa dunið á íslensku þjóðinni fréttir af þjóðargjaldþroti og spár um fátækt á Ís- landi um ókomin ár. Hremmingar þær sem nú ganga yfir þjóðina mega ekki gera okkur svo sjálfhverf að við gleymum að við búum í auðugu landi, með gott heilbrigðiskerfi og félagshjálp. Hér eru hita- og vatnsveitur, frárennsliskerfi, næg raforka, símakerfi og vegakerfi. Skoðum hvernig innviðir sam- félagsins eru byggðir upp; hreint og ómengað umhverfi, gott skóla- kerfi, arðsamar fiskveiðar og síð- ast en ekki síst mannauðinn – fjöl- skyldutengslin. Við höfum „buffer“ til að takast á við nokkur mögur ár, jafnvel meiri en margar ná- grannaþjóðir okkar. Þessu megum við ekki gleyma. En það búa ekki allir við slík lífsskilyrði. Ég ferðaðist í ágúst síðastliðnum með 15 manna hópi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar til að skoða aðstæður á þeim svæðum í Úganda sem Hjálp- arstarf kirkjunnar styrkir. Úg- anda þekkja flestir af vafasömum orðstír Idi Amins, en fáir vita að Úganda er dreifbýlt og fátækt land, þar sem eyðnifaraldur hefur geisað og heilu kynslóðirnar eru horfnar vegna sjúkdómsins. Í Úg- anda búa um 30 milljónir manna og talið er að 8% þjóðarinnar séu HIV-jákvæð, og í einu héraðinu sem við heimsóttum eru 25% íbúana HIV-jákvæð. Meðalaldur íbúa Úganda er 43 ár og þjóð- artekjur eru um 900 $ á mann á ári. Hópurinn heimsótti hjálp- arsamtök, sem eru í samstarfi við hjálparstarfið hér heima, og þau skipulögðu heimsóknir fyrir hóp- inn í sveitir í Mið- og Vestur- Úganda. Við komum inn á heimili fólks sem var komið með eyðni. Við heimsóttum heimili þar sem báðir foreldrar barnanna voru látnir af völdum eyðni, og börnin bjuggu hjá aldraðri ömmu eða þá bara ein. Þarna bjó fólk ekki við rafmagn, hvergi sáum við kerti eða vasaljós, margir deildu sama rúmi eða sváfu á teppadulum á gólfi húsanna. Fólkið fór að sofa þegar dimmdi á kvöldin og á fætur þegar birti. Fólkið átti varla föt til skiptanna. Í Úganda er dagur og nótt jafnlöng, og í bæjunum sem við heimsóttum er engin götulýsing og rafmagn er framleitt með ljósavélum drifn- um bensíni eða dísil- olíu í fáar klukku- stundir á dag. Loftmengun er mikil í smábæjunum, engin vatnsveita, ekkert frá- rennsliskerfi, lélegt vegakerfi og svona mætti lengi telja. Flestir íbúar Úganda lifa á sjálfþurft- arbúskap, sækja þarf vatn langar leiðir, ólæsi er útbreitt og skólaganga margra barna er ekki nema 5 ár, oftast vegna fá- tæktar og erfiðra aðstæðna. Hjálparstarf kirkjunnar hefur í samvinnu við staðarsamtök, Lúth- erska heimssambandinu í Semba- bule í Masakahéraði og Racobao í Lyantonde í Rakaihéraði, tekið þátt í verkefnum sem beinist að þeim verst settu í héruðunum. Hjálparstarf kirkjunnar tekur þátt í að reisa ný hús með tilheyrandi eldaskála, kamri og vatnstanki fyrir börn sem hafa misst annað eða báða foreldra af eyðni. Þau sem ekki geta sjálf framleitt mat- væli fá matargjafir. Börnin fá fræðslu um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma eins og eyðni, og kennslu í ræktun matvæla. Einnig fá börnin stuðning til að ganga í skóla, s.s. ritföng og bækur. Þótt liðnir séu tveir mánuðir frá því ég var í Úganda hefur ferðin og það sem ég upplifði í fátækum héruðum landsins ekki ennþá fallið í gleymsku þrátt fyrir mikla um- fjöllun um efnahagsástandið hér á Íslandi. Við höfum það gott, inn- viðir samfélagsins eru sterkir, og þess vegna megum við ekki gleyma hjálparstarfinu. Við getum sparað margt annað við okkur en framlag okkar til þeirra sem búa við aðstæður sem enginn trúir nema sjá með eigin augum. Það þarf ekki stórar fjárhæðir, kannski 1.000 krónur á mánuði, til að skapa bættar aðstæður fyrir börn í Úganda. Heiðrún Guð- mundsdóttir biður fólk að leggja sitt af mörkum til hjálpar bág- stöddum í Úganda Heiðrún Guðmundsdóttir » Við heimsóttum fólk sem komið var með eyðni, foreldralaus börn og kynntum okkur hvernig hjálparstarfið er byggt upp í samvinnu við staðarsamtök. Höfundur er umhverfis- og líffræðingur. Ekki gleyma hjálpar- starfinu í Afríku TIL að byggja upp framtíð þarf að treysta grunninn. Menningar- legur grunnur á Íslandi stendur traustum og öruggum fótum, og er skoðun manna að menningarlífið hér á landi hafi aldrei blómstrað sem nú. Fjöldi bókatitla sem hefur litið dags- ins ljós undanfarin ár vekur undrun manna hvar sem er í heimi, þó ekki sé minnst á sígilda höfðatölu sem landsmenn stæra sig oft af. En eitt hefur vakið áhuga margra að und- anförnu. Þar er ég að vísa til þess að verulegur uppgangur ítalskra menn- ingarafurða hefur átt sér stað fyrir tilstuðlan framtakssamra og djarfra útgefenda, sem að mínu mati hafa veðjað á réttan hest. Ítölsk menning á djúpar rætur árþúsundir aftur í tíma og er afsprengi margra ólíkra menningarstrauma. Ítalskir rithöf- undar hafa nokkrum sinnum verið sæmdir bókmenntaverðlaunum Nóbels og eru sumir þeirra enn lesn- ir af kappi um heim all- an enn í dag. Ísland hefur bæst í hóp þess- ara landa undanfarna tvo, þrjá áratugi með útgáfu fjöbreyttra rita, sem höfða til ólíkra les- endahópa – en hér vísa ég til orðabóka, þýð- inga á klassískum verkum, matreiðslu- bóka sem sækja inn- blástur í ítalskar mat- arhefðir, sýninga á ítölskum óperum, bíó- myndum og fleira í þessum dúr. Há- skólinn Íslands býður upp á fullgilt B.A.-nám í ítölsku og stendur sig með prýði. Nokkrir einkaskólar hafa kennt ítalska tungu í mörg ár, og nú nýlega kom loks út ítölsk kennslu- bók sérstaklega ætluð íslenskum nemendum. En ekki má gleyma að á sama tíma hefur fjöldi íslenskra bók- menntaverka komið út á Ítalíu, en ís- lenskar bókmenntir eru á þessum síðustu og verstu tímum kannski sú afurð sem Ítalir meta hvað mest frá Íslandi, ásamt saltfiski eins og gefur að skilja. Vonandi á Kreppan með stóru „K“ ekki eftir að skera á þessi stórauknu tengsl milli landanna, því ef það gerist mun margt jákvætt tapast. En það er ekkert sem bendir til þess að það gerist, eins og bókaút- gáfa fyrir jól sýnir glöggt. Bókaút- gáfa Bjartur, til að mynda, sendir frá sér hvorki meira né minna en fjórar ítalskar bækur á þessu ári, sem fylgja í kjölfar enn fleiri titla sem út hafa komið hjá þessu ágæta forlagi undanfarin ár. Framtaks- semi Íslendinga í þessum efnum er virðingarverð, og sem Ítali búsettur hér á landi get ég ekkert annað en tekið ofan fyrir því hversu mikla al- úð stór hópur Íslendinga sýnir ítalskri menningu almennt. Ég vona enn fremur að tengsl milli landanna haldi áfram að styrkjast óháð stjórn- málalegum öflum, og að menntafólk í báðum löndum haldi áfram að sýna áhuga hvað á öðru í verki um ókomin ár. Uppgangur ítalskra mennta á Íslandi Paolo Turchi skrif- ar um menningar- samskipti Íslands og Ítalíu »Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil vakning í menningar- tengslum milli Íslands og Ítalíu Paolo Turchi Höfundur er framhaldsskólakennari, þýðandi og skólastjóri Málaskólans Lingva ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.