Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Quarantine kl. 10:20 B.i. 16 ára My best friends girl kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára Igor kl. 3:45 LEYFÐ Skjaldbakan og hérinn kl. 3:45 LEYFÐ STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 58.000 MANNS TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -S.V., MBL - Þ.Þ., DV - Ó.H.T., Rás 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL Zack and Miri ... kl. 5:45-8-10:15 B.i. 16 ára Nick and Norah´s kl. 3:40-5:50-8-10:10 LEYFÐ Quantum of Solace kl. 5:30- 8-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30- 8-10:30 LÚXUS 500 kr. 500 kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI FRÁ LEIKSTÓRA BORAT „SJOKKERANDI FYNDIN!“ - NEW YORK DAILY NEWS BILL MAHER SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN Sýnd kl. 5:45, 8 og 10 Ver ð a ðei ns 500 kr. Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum “SLÆR BURTU ALLAR AÐRAR GRÍNMYNDI SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU. DREPFYNDIN MYND!” - TOMMI, KVIKMYNDIR.IS FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! Sýnd kl. 6 ísl. tal -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 7:45 og 10:15 Larry Charles, leikstjóri Borat, og grínistinn Bill Maher sýna það með þessari bráðfyndnu mynd að þeim er ekkert heilagt. Sýnd kl. 6 ísl. tal Jólamynd fjölskyldunnar er komin, geggjuð grínmynd sem kemur öllum í rétta jólaskapið! Madagascar er ein vinsælasta teiknimynd allra tíma! „...ef ykkur líkaði við fyrri myndina, þá er þessi betri.“ - Roger Ebert Aðeins 500 kr. OG HÁSKÓLABÍÓI www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SVAVAR Pétur Eysteinsson, Skak- kamanage-maður, segir blaðamanni frá því að hann hafi verið að mynda í kuldanum austur á Seyðisfirði en þar býr hann ásamt eiginkonu og sam-Skakkameðlimi, Berglindi Häs- ler. „Ég tók upp efni allt þar til vélin var frosin í hel. Ég er að klippa þetta saman, kannski verður þetta að myndbandi. Það er alltaf eitthvað við að vera hérna.“ Síðasta plata Skakkamanage, hin stórgóða Lab of Love, kom út fyrir sléttum tveimur árum. Platan nýja, sem kallast All Over the Face, var tekin upp í hljóðveri Slowblow af Orra Jónssyni í tveimur upp- tökulotum í vor og sumar. Upp- tökuferlið var hreint og beint, lögum dúndrað inn í einni töku en allt annar háttur var á síðustu plötu sem var tekin upp út um allan heim í smá- skömmtum sem svo var splæst sam- an fyrir tilstuðlan undurs tækninnar. Sáttur í sveitinni „Þessi plata er töluvert harðari og þyngri en sú síðasta,“ segir Svavar. „Hún fylgir því rökréttri þróun en síðasta plata endaði á þeim nótum. Þetta hefur líka með það að gera að nú er þetta orðið meira að bandi. Síð- ast kom ég oftast með fullkláruð lög í hljóðverið en þessi var mótuð af okk- ur öllum; þetta var meiri samvinna hljómsveitar og því meira „rokk“.“ Svavar og Berglind fluttu til Seyð- isfjarðar síðasta vor. Í fyrstu ætluðu þau að dvelja sumarlangt en eitthvað hefur á dvölinni teygst. „Það á bara svo vel við okkur að vera hérna að við höfum ekkert hugsað okkur til hreyfings enn,“ segir Svavar. Og dreifbýlisdvölin hefur væntanlega haft einhver áhrif á líf og list? „Afskaplega mikil myndi ég segja. Allt verður mun … þjóðlegra ein- hver veginn (hlær). Einhverju sinni vorum við að keyra yfir fjallaveg með „Stolt siglir fleyið mitt“ í botni og það varð fljótlega að einkenn- islagi heimilisins. Við hljóðrituðum meira að segja útgáfu af því undir heitinu „Létt á bárunni“. Svona er andinn hérna hjá okkur, maður er í nánu sambandi við landið og nokk- urs konar alíslenska stemningu.“ Meiri fókus Svavar segir í framhaldinu að við það að flytja út á land hafi hann séð skýrar að í Reykjavík hafi hann búið í baðmull. „Maður herðist hérna. Maður er beintengdari við miskunn- arlausa hörku náttúrunnar. En um leið fylgir henni þessi ljúfa stilla. Maður róast niður, tíminn verður meiri og maður nýtur betur samvista við vini og fjölskyldu. Allt þetta er um leið að skila sér í harðari og fók- useraðri tónlist.“ Platan verður þó ekki kynnt á tón- leikum hér í borginni fyrr en eftir áramót, í janúar/febrúar „Vonandi komum við með upp- byggjandi skemmtiprógramm inn í líklega ömurlegustu mánuði sem eru að fara að skella á þjóðinni frá upp- hafi tíma,“ segir Svavar að lokum, styrkjandi röddu. Miskunnarlaus stilla  Nýbylgjusveitin Skakkamanage gefur út aðra breiðskífu sína  Ægileg náttúra landsins spilaði stóra rullu í gerð hennar  „Þessi plata er töluvert harðari og þyngri en sú síðasta,“ segir einn meðlimanna Útötuð Skakkamanage er skipuð þeim Þormóði Dagssyni, Svavari Pétri Eysteinssyni, Berglindi Häsler og Erni Inga Ágústssyni. www.skakkapopp.is www.kimirecords.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.