Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
7 2 9 8 4 3
5 8 6 7
4 8
1 4 9 7
7 6 1 2
5 7 2 8
9 6
1 2 5 9
5 4 1 8 6 2
2 3 1
4 1 9
6 2 5
3 8 4
8 7 3 9
1 6 8
1 7 5
8 6 4
4 5 2
7 2 4
4 1 7 2
9 7 5
3 9 6 4
4 8 6 2
7 6 3 1
9 7 5
5 3 4 7
7 8 1
2 7 9 5 6 1 8 4 3
5 3 1 7 8 4 9 6 2
6 4 8 9 3 2 1 7 5
4 8 2 6 9 5 7 3 1
3 6 5 1 7 8 2 9 4
1 9 7 2 4 3 6 5 8
7 5 3 8 2 6 4 1 9
8 1 6 4 5 9 3 2 7
9 2 4 3 1 7 5 8 6
4 8 5 7 3 1 9 6 2
1 9 6 8 2 4 5 7 3
7 2 3 5 6 9 8 1 4
9 7 1 2 4 3 6 8 5
6 5 4 1 7 8 2 3 9
8 3 2 6 9 5 1 4 7
2 1 9 3 8 7 4 5 6
5 6 7 4 1 2 3 9 8
3 4 8 9 5 6 7 2 1
5 8 4 9 6 7 3 1 2
1 2 9 4 8 3 7 6 5
3 6 7 1 5 2 4 8 9
2 1 6 3 4 9 8 5 7
7 3 8 5 2 1 9 4 6
4 9 5 8 7 6 1 2 3
6 7 3 2 1 8 5 9 4
8 4 2 7 9 5 6 3 1
9 5 1 6 3 4 2 7 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla út
í reitina þannig að í hverj-
um 3x3-reit birtist tölurnar
1-9. Það verður að gerast
þannig að hver níu reita
lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og
aldrei má tvítaka neina tölu
í röðinni.
Í dag er mánudagur 1. desember,
336. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Á þeim degi skulu leif-
arnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi,
sem af komast, eigi framar reiða sig á
þann sem sló þá, heldur munu þeir
með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn
heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.)
Tvær bækur bregða birtu á þau um-skipti sem orðið hafa á lífi og að-
búnaði Íslendinga frá því Ísland varð
fullvalda ríki fyrir níutíu árum. Frá-
sagnir frá þeim tíma eru holl lesning,
ekki síst í ljósi fullyrðinga um að þjóð-
in hafi ekki séð það svartara síðan í
móðuharðindunum.
Grípum niður í Endurminningar
Sveins Björnssonar. Forsetinn gerir
þar ekki mikið úr eigin framlagi til full-
veldisins. Hann segir:
„Er dansk-íslenska samninga-
nefndin komst að samkomulagi í júlí
1918 um frumvarpið að sam-
bandslögum, sem síðan gengu í gildi 1.
des. þ.á., að afstaðinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu, fyllti eg flokk þeirra,
sem voru því fylgjandi, og beitti mér
það, sem eg gat, fyrir málinu, þótt ekki
munaði mikið um mig. Fagnaði eg
innilega þeirri lausn málanna, sem þá
fékkst. Var eg staddur í Höfn 1. des.
1918 og tók þátt í hátíðahöldunum,
sem þar voru haldin út af gildistöku
laganna, þ. á m. sat eg konungsboð.“
Kaflabrotinu lýkur svo með stuttri
athugasemd.
„Um sama leyti (11. nóvember) lauk
styrjöldinni miklu með vopna-
hléssamningum.“
Sömu vikur sótti sorgin þjóðskáldið
Matthías Jochumsson heim. Í nýlegri
ævisögu um skáldið segir:
„Í nóvember 1918 fá þau Guðrún
upphringingar um að Herdís og Elín
hafi látist í spönsku veikinni. Matthías
gekk í nokkra daga eirðarlaus um með
ullarteppi á herðunum, en Guðrún sat
og prjónaði án afláts á prjónavélina á
meðan tárin hrundu sem högl á hend-
ur hennar.“
Hart var í ári undir stríðslok eins og
Þórunn E. Valdimarsdóttir lýsir:
„Þennan lokavetur styrjaldarinnar
var eymdin svo mikil út af dýrtíð og
kulda að skáldið segir að eini karlinn
sem spjari sig sé gamli krummi, sem
krunki úti klukkan átta eins og ekkert
sé, er enda að kroppa í 60 úldnar rjúp-
ur sem Eggert gamli Laxdal keypti á
átta aura stykkið af Tuliníus handa
fjölskyldunni. Corvus Islandicus
standi sig einn „meðan fimbulveturinn
velti sér helbitur og hlakkandi yfir
landið“.“ víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 bernska, 8
skynfærið, 9 bárur, 10
iðja, 11 skepnan, 13 líf-
færið, 15 þekkja, 18
smala, 21 flaut, 22 mast-
ur, 23 umhyggjan, 24
sjúkdómur.
Lóðrétt | 2 mein, 3 róin,
4 röng, 5 dásemdarverk,
6 handfesta, 7 margvís,
12 greinir, 14 fiskur, 15
ýlda, 16 tittur, 17 lausa-
grjót, 18 þriðjungur úr
alin, 19 snjóa, 20 fífl.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hagga, 4 skúfs, 7 fúlar, 8 ruddi, 9 ský, 11 iðni,
13 snös, 14 loðin, 15 mögl, 17 æpti, 20 hal, 22 gubba, 23
játar, 24 rósin, 25 tæran.
Lóðrétt: 1 hafni, 2 galin, 3 aurs, 4 strý, 5 úldin, 6 seims,
10 koðna, 12 ill, 13 snæ, 15 mögur, 16 gabbs, 18 pútur,
19 iðrun, 20 hann, 21 ljót.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 e5 2. Rc3 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2
Rc6 5. d3 h6 6. Rf3 d6 7. O-O Be6 8.
Hb1 g5 9. b4 Bg7 10. Rd2 Dd7 11. b5
Rd8 12. a4 O-O 13. a5 Hb8 14. b6
axb6 15. axb6 c6 16. e4 f4 17. Ba3 Rf7
18. c5 dxc5 19. Rb3 Bxb3 20. Dxb3
Hfd8 21. Hfd1 fxg3 22. hxg3 Bf8 23.
Ra4 Kh8 24. Rxc5 Bxc5 25. Bxc5 De8
26. Hf1 Dd7 27. Hbd1 Kg7 28. Db2
De6 29. f4 gxf4 30. gxf4 Rd7 31. Be3
c5 32. fxe5 Dxe5 33. d4 De7 34.
dxc5+ Kh7 35. Bh3 Hg8+ 36. Kh2
Rde5
Staðan kom upp í B-flokki haust-
móts Taflfélags Reykjavíkur sem
lauk fyrir skömmu.
Stefán Bergsson (2093) hafði hvítt
gegn Helga Brynjarssyni (1920). 37.
Hxf7+! Rxf7 38. Hd7 Df8 39. Bf5+
Hg6 40. Df6 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Óljós tilfinning.
Norður
♠72
♥D76432
♦D5
♣D63
Vestur Austur
♠4 ♠K853
♥Á1095 ♥KG
♦10982 ♦G64
♣G1098 ♣K742
Suður
♠ÁDG1096
♥8
♦ÁK73
♣Á5
Suður spilar 4♠.
“Einn niður?“ Sagnhafi hafði óljósa
tilfinningu fyrir því að hann hefði get-
að spilað betur, en sá ekki alveg hvern-
ig. Útspilið var ♣G – drottning, kóngur
og ás. Síðan ♦D og ás og tígull stung-
inn. Tromp á drottningu, ♠Á og hásp-
aði. Austur drap á kónginn, sendi
makker sinn inn á lauf, sem spilaði tígli
og austur trompaði. Hjartaásinn var
fjórði varnarslagurinn. Er til betri
leið?
Ekki gengur að slíta sambandið með
því að dúkka lauf og hjarta, því vörnin
trompar þá tvisvar út. En tilfinning
sagnhafa var rétt, það er til góð vinn-
ingsleið. Hún felst í því að trompa lauf
í borði en ekki tígul. Suður drepur
strax á ♣Á, spilar tígli fjórum sinnum
og hendir tveimur laufum úr borði –
gefur slag á tígul í staðinn fyrir lauf.
Þá er vandalaust að trompa ♣5 í borði.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Vertu opinn og þú munt finna
bandamenn á ólíklegustu stöðum. Reyndu
að hemja skap þitt og forðast rifrildi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Stundum er betra að breiða út faðm-
inn og stundum að krossleggja handlegg-
ina og huga að eigin innri manni. Athugaðu
stöðuna og vittu, hvort núverandi fyr-
irkomulag hentar þér ekki enn um sinn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú mætir nýjungum á vinnustað
og átt mikið undir því, að þær gangi
snurðulaust fyrir sig. Einbeittu þér að að-
alatriðunum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú þarft að grandskoða ástæður
þess að þér lendir svona heiftarlega saman
við þína nánustu. Vertu óhræddur við að
kanna nýjar leiðir og taka einhverja
áhættu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og
þess háttar felur í sér vísbendingar. Sam-
ræður við yfirboðara af einhverju tagi
gætu skipt máli.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Fjölskyldusamkomur gætu orðið
fjörugar í dag. Mundu bara að ofmetnast
ekki, þegar hrósinu rignir yfir þig. Komdu
fram við aðra eins og þú vilt að komið sé
fram við þig.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Notaðu daginn til þess að slappa af
heima og gera eins lítið og þér er frekast
unnt. Gefðu ekki nema þú sért aflögufær.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Heimilið er þinn griðastaður
þar sem naprir vindar lífsins ná ekki til þín.
Hvernig þú nálgast vinnuna mun hafa áhrif
á kaupið þitt á órökrænan hátt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Loforð, loforð. Og ef það er eitt-
hvað sem þú ættir að skilja eftir, er það
þörfin fyrir að sanna þig sí og æ.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Að reiða sig á þekktar aðferðir
og stytta sér leið gerir manni kleift að ná
skjótari árangri. Hættu að hafa áhyggjur í
smástund og leiddu hugann annað.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér finnst þú ekki geta notið
þess alls, sem á boðstólum er. Gefðu þér
tíma til þess að melta málið áður en þú læt-
ur uppi hvað þér finnst.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert að brjótast í þeim málum sem
þér finnast þér ofvaxin. Vertu viðbúinn. Yf-
ir daginn er hugur þinn tvískiptur milli
þess að leysa ráðgátur og einbeita sér að
því sem hann á að fást við.
Stjörnuspá
1. desember
1878
Reykjanes-
viti, fyrsti vit-
inn hér á
landi, var tek-
inn í notkun.
Hann var
byggður á
Valahnjúk, 43
metra yfir
sjó.
1. desember 1918
Ísland varð fullvalda ríki. At-
höfn var við Stjórnarráðs-
húsið en var stutt og látlaus
vegna spænsku veikinnar.
Ríkisfáni Íslands var dreginn
að húni í fyrsta sinn sem full-
gildur þjóðfáni. Fullveldisdag-
urinn var almennur hátíð-
isdagur fram til 1944.
1. desember 1932
Sjálfvirkar símstöðvar voru
teknar í notkun í Reykjavík og
Hafnarfirði. Tugir síma-
stúlkna misstu vinnuna þegar
símnotendur fóru sjálfir að
velja númer fyrir innanbæj-
arsímtöl.
1. desember 1945
Fagurt mannlíf, fyrsta bindi af
ævisögu séra Árna Þórarins-
sonar eftir Þórberg Þórð-
arson, kom í bókabúðir um há-
degi þennan dag, samkvæmt
dagbók Þórbergs. Alls urðu
bindin sex. „Ævisagan varð al-
veg einstök í bókmenntum Ís-
lands,“ sagði Stefán Einarsson
prófessor.
1. desember 1994
Þjóðarbókhlaðan, hús Lands-
bókasafns Íslands og Háskóla-
bókasafns, var tekin í notkun,
en hún var reist í minningu ell-
efu alda Íslandsbyggðar 1974.
Byggingin rúmar 900 þúsund
bindi og sæti eru fyrir 700 not-
endur.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„MÉR finnst á þessum degi vel þess virði að minn-
ast þess að það er ekki bara afmæli mitt heldur af-
mæli fullveldis okkar Íslendinga,“ segir Auðna
Hödd Jónatansdóttir blaðamaður sem á 35 ára af-
mæli í dag. Hún segist í tilefni dagsins ætla að
hafa heitt á könnunni heima hjá sér og aldrei sé að
vita nema hún „skelli í eina köku“.
Undanfarin ár hefur Auðna Hödd starfað sem
blaðamaður á Vikunni en hún er nú í fæðing-
arorlofi. Hún og eiginmaður hennar, Andrés
Magnússon blaðamaður, eignuðust litla stúlku,
Ragnheiði, fyrir þremur mánuðum en fyrir eiga þau Iðunni og Önnu
Ceridwen.
Auðna segir börnin vera sitt helsta áhugamál þessa dagana en að
auki hefur hún verið að dunda sér við að reyna að klára bók-
menntafræðigráðu. Hún segist ekki vera búin að kaupa jólagjafir en
hún sé hins vegar farin að leiða hugann að því hvað skuli gefa. Hvað
jólaskreytingar varðar er hún búin að kveikja á seríunni sem síðustu
jól logaði alveg fram í febrúar og var ekki tekin niður í millitíðinni.
„Ég ætla að byrja á því fyrir helgina að skreyta aðeins og taka jólin
snemma. Ekki veitir af þetta árið.“ ylfa@mbl.is
Auðna Hödd Jónatansdóttir blaðamaður 35 ára
Minnist afmælis fullveldisins
)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is