Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2008 Gamanmyndin Zack and Miri make a porno skýtur oft yfir markið en gengur þó nokkuð vel upp að lokum. »38 KVIKMYNDIR» Sérstætt skopskyn TÓNLIST» Það var fjör á tónleikum Jeff Who? »40 Íslenskir hönnuðir eiga auðvelt með að koma vörum á fram- færi í gegnum netið, bæði hér heima og erlendis. »41 HÖNNUN» Netið hefur breytt miklu FÓLK» Er Mary-Keta Olsen ólétt? »37 FÓLK» Flugan fór á tónleika og í leikhús. »36 Íslenski dansflokkurinn Duo SPÆNSKUR út- gefandi, Edicio- nes Ámbar, hefur keypt útgáfurétt- inn að tveimur bóka Árna Þór- arinssonar á Spáni, en um er að ræða bæk- urnar Tíma norn- arinnar og Dauða trúðsins. Í tilkynningu frá Forlaginu kemur fram að útgefandinn hafi hreppt hnossið á bókastefnunni í Frankfurt, en hann hafi ekki linnt látum gagnvart fulltrúum Forlags- ins fyrr en hann hafði fengið með sér eintak af frönskum útgáfum bóka Árna upp á hótel til að lesa. Eftir lesturinn hafi hann svo verið fljótur að setja fram tilboð í umræddar bækur.| 34 Seldur til Spánar Árni Þórarinsson „Á tónleikunum á sunnudaginn kemur höldum við upp á níræð- isafmæli Jór- unnar Viðar,“ segir Oliver Kentish, stjórn- andi Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna. Þá mun hljómsveitin flytja verkið Eld eftir Jórunni Viðar og Sinfóníu nr. eitt eftir Mahler. „Jórunn er elsta kventónskáld Íslendinga – og sú fyrsta. Tónleikana ber upp á afmæl- isdaginn hennar og hún ætlar að mæta.“| 34 Heiðra Jórunni Viðar Jórunn Viðar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA kippir undan manni fót- unum, ekki er hægt að standa við það sem lofað hefur verið. Hingað áttu til dæmis að koma tvö börn í fóstur í vikunni eftir brunann,“ segir Ólafía Guðmundsdóttir á Baugsstöðum, austan við Stokks- eyri. Íbúðarhús fjölskyldunnar skemmdist mikið í eldi fyrir hálf- um öðrum mánuði og þar með vinnuaðstaða Ólafíu sem vistfor- eldri. Eldur kviknaði út frá rafmagni í hjólhýsi sem stóð við húsið og braut sér leið inn húsið. Sjöfn, dóttir Ólafíu og Þórarins Siggeirs- sonar, var ein í húsinu um klukk- an sjö að kvöldi 16. október þegar eldurinn kom upp. Nokkrum mín- útum áður hafði frændi hennar farið út og ekki orðið var við neitt. „Ég var að horfa á sjón- varpið og heyrði einhvern umgang frammi. Hélt fyrst að mamma væri komin heim. Ég hljóp fram þegar ég heyrði í reykskynj- aranum og sá að kviknað var í hjólhýsinu og eldurinn kominn inn,“ segir Sjöfn. Símarnir virk- uðu ekki og þurfti Sjöfn að fara í annað hús til að hringja á slökkvi- liðið. Frændi hennar reyndi að slökkva eldinn með hand- slökkvitækjum en tókst ekki. Miklar skemmdir Tjónið hefur sjáanlega orðið mikið. Stór hluti innbús og eigna fjölskyldunnar eyðilagðist og var hreinlega mokað út með skóflu. Þá hefur húsið sjálft skemmst, bæði að innan og utan. „Þetta var ekki aðeins okkar heimili heldur einnig vinnuaðstaða og húsgögn, leikföng og hlutir sem við höfum fyrir fósturbörnin eyðilagðist,“ segir Ólafía. Þau hafa fengið inni í litlu húsi á Stokkseyri, á meðan verið er að laga húsið, en sú að- staða rúmar ekki alla fjölskyld- una. Ólafía og Þórarinn höfðu verið að hugsa um að stækka húsið með því að smíða á það kvist og hafa enn áhuga á því. „Ætli þetta fari ekki allt vel að lokum og við eig- um stærra og betra hús þegar upp verður staðið?“ segir Þórarinn og Ólafía bætir því við að það taki sinn tíma að byggja upp á ný. Hún segir verst að geta ekki tekið við börnum á meðan. Enn er ekki ljóst að fullu hvern- ig þau fá tjón sitt bætt. Þeim finnst upphaflegt mat trygginga- félagsins á skemmdum á húsinu ekki réttlátt. Þá er ljóst að trygg- ingafjárhæð innbúsins var orðin allt of lág og verður heimilisfólkið fyrir verulegu tjóni vegna þess. Ætli þetta fari ekki allt vel að lokum Stuðningsfjölskylda reynir að byggja upp á ný Í HNOTSKURN »Ólafía Guðmundsdóttirflutti í sveitina til að geta boðið þjónustu sína sem stuðn- ingsforeldri. »Hjónin hafa áður lent íbruna, því á Þorláks- messukvöld 1982 kviknaði í húsi þeirra í Eyjum. Morgunblaðið/RAX Sótsvart Mikið sót er enn um allt heimili Ólafíu Guðmundsdóttur og Þórarins Siggeirssonar. Eldurinn náði inn í húsið í gegnum gluggann á herbergi fósturdóttur þeirra, glugginn sést fyrir aftan Þórarin. Bruni veldur erfiðleikum á Baugsstöðum Skoðanir fólksins ’Það er útbreiddur misskilningur aðí helvíti viti allir upp á sig skömm-ina, barmi sér vegna synda sinna ogheimsku og ákalli æðri máttarvöld umnáð og miskunn. Nei. Í helvíti eru allir saklausir og uppfullir reiði sem þeir telja réttláta. » 23 GUNNAR SMÁRI EGILSSON ’Á Alþingi Íslendinga sitja konur ogmenn sem þangað völdust fyrirmannkosti sína. Þau hafa frjálsan vilja,þau hafa eigin sannfæringu og sam-visku að leiðarljósi fyrir orð sín og gjörðir. Eða hvað? » 23 RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR ’Framundan er tímabil þar semhroki, yfirlæti og dramb verður aðvíkja fyrir auðmýkt og raunsæi í sam-skiptum Íslendinga innbyrðis og viðaðrar þjóðir. Þá verður lögleysa að víkja fyrir virðingu gagnvart réttarríkinu. Það má ekki gerast að þeir sem gerst hafa sekir um lögbrot, hvort sem það eru auðgunarbrot eða brot gegn valdstjórn- inni, komist upp með það. » 24 KARL PÉTUR JÓNSSON ’Merkilegasta spurningin þótti mérhins vegar hvað ríkið hygðist geraef fólk hætti að borga íbúðalánin sín enneitaði að yfirgefa íbúðirnar. Skylduþeir ætla að bera það út? Þá rann það upp fyrir mér, hverjir ættu að bera það út, miðað við laun lögreglumanna hér á landi myndu lögreglumennirnir vera að bera sjálfa sig út og tel ég að þeir myndu vera ófúsir til þess. » 24 ÍSAK EINAR RÚNARSSON ’Haft hefur verið á orði að það værieinstaklega slæmt ef ungt fólkflytti af landi brott. Það versta sem get-ur gerst er að ungt fólk sitji heima at-vinnulaust eða vinni á lækkuðum laun- um og með skertan vinnutíma því að þannig dregur smám saman allan mátt og dug úr þessu frábæra fólki. » 25 REYNIR KRISTINSSON 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Skattaþref og skollaeyru Forystugreinar: Fullveldi í 90 ár Pistill: Þarfir og þrár á „jólalánum“ Ljósvaki: Heimur auglýsinga UMRÆÐAN» Var valtað yfir Ögmund? Ekki gleyma hjálparstarfinu Í átt til varanlegs friðar í A-Asíu Uppgangur ítalskra mennta á Ísl. Heitast -2 °C | Kaldast -10 °C Norðlæg átt, élja- gangur á NA- og Aust- url. Dálítil él n- og vestanlands, léttskýjað að mestu annars staðar. » 10 Menning VEÐUR» 1. Hópslagsmál á Suðurnesjum 2. Móðir Shannon játar aðild 3. Ísland bara sigurorð af Þýskal. 4. Enn er leitað »MEST LESIÐ Á mbl.is FASTEIGNIR» Jólaljós sem þola ýmislegt Gera það sem gera þarf Ættfaðir hitastýrðra ofnloka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.