Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 11

Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is ` çÜå C t çäÑÉ m ìÄäáÅ o Éä~íáçåë ðëä~åÇá báåÖ∏åÖì Ä∞ä~ê ëÉã ë¨êÑê‹ðáåÖ~ê sçäîç ã‹ä~ ãÉð Farðu á netið og skoðaðu Volvo á notadir.brimborg.is Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Volvo, Bíldshöfða 6, í dag. Komdu í kaffi og kleinur í sýningarsal Volvo, Bíldshöfða 6. kýíìãåçí~ð~å sçäîç kýíìãåçí~ð~å sçäîç kýíìãåçí~ð~å sçäîç kýíìãåçí~ð~å sçäîç kýíìãåçí~ð~å sçäîç kýíìãåçí~ð~å sçäîç 2,0T bensín sjálfskiptur Fast númer DL891 Skrd. 05/2005. Ek. 46.000 km. Ásett verð 3.700.000 kr. 4,4 V8 bensín sjálfskiptur Fast númer AHZ76 Skrd. 04/2006. Ek. 23.000 km. Ásett verð 6.940.000 kr. 2,4 bensín sjálfskiptur Fast númer UO850 Skrd. 10/2005. Ek. 39.000 km. Ásett verð 3.050.000 kr. Afsláttur 260.000 kr. Tilboðsverð 2.790.000 kr. 2,5 bensín sjálfskiptur Fast númer UG416 Skrd. 09/2005. Ek. 44.000 km. Ásett verð 3.850.000 kr. 1,8 bensín beinskiptur Fast númer JL071 Skrd. 03/2005. Ek. 49.000 km. Ásett verð 2.430.000 kr. Afsláttur 440.000 kr. Tilboðsverð 1.990.000 kr. Volvo S40 SE Volvo V50 T5 AWDVolvo S40 SE Volvo XC90 SE Volvo S60 SE+ Volvo C30 T5 2,5 bensín beinskiptur Fast númer MI546 Skrd. 01/2007. Ek. 12.000 km. Ásett verð 4.060.000 kr. Afsláttur 270.000 kr. Tilboðsverð 3.790.000 kr. Volvo Intellectual Design er eins og einhver sagði: ‚menningarlega meðvituð hönnun fyrir fágaða Evrópubúa‘. Lifðu í öryggi. Veldu Volvo. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Á KÍNVERSKU er orðið krísa skrifað með tveimur táknum. Annað táknið merkir tækifæri meðan hitt táknið þýðir háski. Íslenska þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vill sækjast eftir tækifærunum sem felast í núverandi krísuástandi eða feta braut háskans,“ segir Claus Møller, stofnandi Time Manager Int- ernational (TMI) og sérfræðingur í krísuráð- gjöf, en hann er meðal frummælenda á fullveld- isfundi Útflutningsráðs sem haldinn er í dag. Møller er heimsfrægur ráðgjafi á sviði stjórnunar. Sem dæmi af verkefnum hans má nefna að á níunda áratugnum vann hann að endurreisn SAS með þeim árangri að flug- félagið var valið besta flugfélagið tíu ár í röð, ár- ið 1992 vann hann við hópeflingu danska lands- liðsins í fótbolta en Danir unnu óvænt Evrópumeistarakeppnina það ár og á árunum 1987-89 vann Møller að þjálfun sérfræðinga í Sovétríkjunum sálugu sem ætlað var að hjálpa til við að innleiða umbæturnar sem fólust í pe- restroiku Mikhaíls Gorbatsjovs. Það er því óhætt að segja að Møller hafi komið víða við á ferli sínum. Og nú býðst hann til þess að miðla af reynslu sinni til íslenskra ráðamanna þeim að kostnaðarlausu. Tefur fyrir uppbyggingunni „Ég hef fylgst afar vel með þróun mála hér á Íslandi í fjölmiðlum undanfarið og það er alveg ljóst að þið eruð í mjög erfiðri stöðu. Það slær mig hins vegar í allri fjölmiðlaumfjölluninni um krísuna að fyrst og fremst virðist vera einblínt á vandamálin og hið neikvæða í stað þess að leita lausna. Þið þurfið sárlega á því að halda sem þjóð að þið getið þjappið ykkur saman til þess að vinna í sameiningu að lausn vandans. Raun- ar má líkja aðstæðum hér við stríðsástand, en þegar maður er í stríði er hins vegar nauðsyn- legt að vita hver er óvinur manns. Mér virðist núna eins og að stríðið standi milli almennings og ríkisstjórnarinnar, sem er mjög bagalegt þar sem það mun aðeins leiða til meiri sundr- ungar hjá þjóðinni. Meðan öll orkan fer í að ræða hvort flýta eigi kosningum og stjórn- arandstaðan eygir möguleika þess að komast að kjötkötlunum þá er verið að sóa tímanum þar sem ekki er byrjað á nauðsynlegri upp- byggingu,“ segir Møller og tekur fram að raun- ar sé forsenda þess að hægt sé að þjappa þjóð- inni saman að hún eigi sér sterkan leiðtoga sem hún treysti. Nýta ber fjölmiðlaumfjöllunina „Slíkur leiðtogi þarf að vera gæddur miklum persónutöfrum og vera fær um að drífa fólkið með sér. Hann þarf að vera heiðarlegur og má undir engum kringumstæðum ljúga, því á stundum sem þessum er upplýsingin algjört lykilatriði þar sem hún skapar meira traust. Fólk getur nefnilega alveg tekið slæmum frétt- um. Óvissa er versti óvinurinn því hún veldur mikilli streitu sem svo aftur fæðir af sér nei- kvæðni, vonleysi og reiði. Hættan er sú að margir leiti útrásar á þeim tilfinningum í drykkju eða ofbeldisverkum,“ segir Møller og bendir á að ein besta leiðin til þess að takast á við krísur sé að þjálfa og örva tilfinningagreind þar sem hún hjálpi fólki í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum og í öðru lagi að öðlast færni til þess að takast á við þær, s.s. að afbera óvissu og reiði. Segir hann lykilatriði að virkja almenning til þess að hugsa skapandi í stað þess að bíða bara og taka því sem að hönd- um ber. Að mati Møller væri nauðsynlegt sem allra fyrst að virkja sérfræðinga í íslensku samfélag- inu og frumkvöðla til þess að hugsa upp skap- andi lausnir fyrir land og þjóð. „Ísland hefur líklega sjaldan fengið jafn mikla umfjöllun í er- lendu pressunni og undanfarið og slíkt á að nýta. Þó að umfjöllunin hafi ekki verið á já- kvæðu nótunum má ekki gleyma því að vond umfjöllun er betri en engin, því fólk er ótrúlega fljótt að gleyma neikvæðu fréttunum.“ Horfa eftir lausnum í stað þess að einblína á vandann Morgunblaðið/RAX Krísan „Fjármálakrísan er ekki hættulegasti óvinurinn núna. Ykkar krísa felst í því að þið virð- ist hafa misst móðinn, kímnigáfuna og trúna á lífið og því þarf að breyta,“ segir Claus Møller. TENGLAR ........................................................... http://www.clausmoller.com/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.