Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ísland fagnar ídag 90 ára af-mæli sem sjálfstætt og full- valda ríki. 1. des- ember 1918 náðist í raun mun stærri áfangi í sjálf- stæðisbaráttunni en 17. júní 1944, sem þó er ævinlega minnzt með meiri viðhöfn. Ís- land hætti að vera heima- stjórnarsvæði innan danska ríkisins, álíka og Grænland og Færeyjar eru nú, og varð sér- stakt konungsríki með eigin stjórn. Jón Magnússon var fyrsti forsætisráðherra hins fullvalda ríkis, en þjóðhöfðing- inn var áfram Danakonungur. Ísland varð fullvalda fyrir réttum níutíu árum í þeim skilningi að allar meiri háttar ákvarðanir, sem vörðuðu hag lands og þjóðar, voru nú teknar af innlendum stjórnvöldum en ekki erlendum. Það er hægt að horfa á full- veldishugtakið frá ólíkum hlið- um. Í þröngum, lagalegum skilningi eru ríki fullvalda ef formlegar stjórnvaldsákvarð- anir eru teknar af innlendum stjórnvöldum. Í þeim skilningi fer ekki á milli mála að Ísland hefur haldið fullveldi sínu. Ef notuð er víðtækari, pólitísk skilgreining, þarf hins vegar að skoða hvort stjórnvöld hafi raunveruleg áhrif á innri mál ríkisins. Hvort þau geti farið sínu fram án tillits til þess, sem gerist utan landamæranna og þurfi ekki að virða neinar utan- aðkomandi hömlur. Í þessum síðarnefnda skiln- ingi er í raun ekkert ríki heims fullvalda í dag, nema þá kannski lokað land eins og Norður-Kórea. Þróunin í verzl- un og viðskiptum, hern- aðartækni, umhverfismálum, samgöngum og fjármálum hef- ur haft í för með sér að ekkert ríki getur lengur farið sínu fram án þess að taka tillit til al- þjóðlegrar þróunar. Pólitískt fullveldi hins unga íslenzka rík- is (sem var kannski raunveru- lega fyrir hendi 1. desember 1918 þegar Ísland var tiltölu- lega einangrað land) fór til dæmis fyrir lítið þegar Bretar hernámu landið einn daginn í maí 1940. Hafið verndaði okkur ekki lengur frá skyndilegri inn- rás. Eftir seinna stríð hafa ís- lenzk stjórnvöld tekið ótal ákvarðanir, sem framselja hluta hins formlega ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana eða jafnvel annarra ríkja. Ísland gerðist þátttakandi í alþjóðlegu varnarbandalagi, þar sem vest- ræn lýðræðisríki deildu örlög- um sínum og afhenti erlendu ríki umsjón með sjálfum vörn- um landsins. Það var gert með þjóðarhagsmuni fyrir augum. Ísland hefur framselt vald til alþjóðlegra dómstóla og marg- víslegra annarra stofnana. Í hinum þrönga, lagalega skiln- ingi hefur ekkert af þessu gengið á full- veldi landsins af því að ríkið tak- markaði vald sitt af fúsum og frjálsum vilja og í samræmi við eigin stjórnlög. En hin raunverulegu áhrif íslenzkra stjórnvalda á innri mál landsins hafa stöðugt dvínað vegna hinnar alþjóðlegu þróunar. Með gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var umboð til að setja lög um víð- tækt svið íslenzks samfélags framselt til stofnana Evrópu- sambandsins, án þess að Ísland hafi sjálft nokkra raunverulega möguleika á að hafa áhrif á samningu löggjafarinnar. Hin pólitíska fullveldis- skerðing hefur ágerzt. Al- þjóðleg bankakreppa, sem skall á Íslandi með fullum þunga, hefur takmarkað mjög svigrúm íslenzkra stjórnvalda til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Efnahags- og peningamála- stefnunni er nú að hluta til stjórnað frá Washington, þar sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur aðsetur sitt. Færa má rök fyrir því að áherzlan á að viðhalda sjálf- stæðum gjaldmiðli, í þágu mis- skilins efnahagslegs sjálfræðis, hafi komið okkur í þessa þröngu stöðu. Eða bætir staða krónunnar í dag raunverulega möguleika íslenzkra stjórn- valda til að vinna að hag lands og þjóðar? Búast má við að í dag verði einhverjir til að vara við því að Ísland gangi í Evrópusam- bandið, vegna þess að með því glatist fullveldið, sem svo hart var barizt fyrir að fá fyrir níu- tíu árum. Út frá formlegu fullveldis- skilgreiningunni verður Ísland auðvitað áfram fullvalda ríki þótt það gangi í ESB, rétt eins og önnur aðildarríki sambands- ins, sem af fúsum og frjálsum vilja hafa deilt fullveldi sínum með öðrum. Í hinum pólitíska skilningi myndi fullveldið hins vegar aukast við inngöngu í ESB. Ís- land fengi raunveruleg áhrif á ESB-löggjöfina og ýmsar aðrar ákvarðanir, sem snerta hags- muni lands og þjóðar. Við fengjum gjaldmiðil, sem gerði efnahagslífið ekki eins háð utanaðkomandi sveiflum og myndi frelsa almenning af klafa hárra vaxta og verðtrygg- ingar. Við yrðum aðili að bandalagi, sem vestræn lýð- ræðisríki hafa gert með sér til að endurheimta hluta þess póli- tíska fullveldis, sem alþjóðleg þróun hefur svipt þau. Framundan er næsti áfangi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Það skiptir máli að láta ekki gamlar kreddur og klisjur um afsal fullveldis standa í vegi fyrir skynsamlegum ákvörð- unum um hag lands og þjóðar. Framundan er næsti áfangi í sjálfstæðis- baráttu Íslendinga} Fullveldi í 90 ár I nn um bréfalúguna hjá mér var stungið auglýsingu núna rétt fyrir helgina. Svo sem ekkert óvenjulegt við hana á þess- um árstíma. Eflaust hefði hún ratað í pappírshauginn án þess að ég hefði veitt henni nokkra athygli ef ég hefði ekki rekið augun í orðið „jólalán“ rétt í þann veg er ég lok- aði útidyrahurðinni á eftir mér á leiðinni út í morgunkulið. Þessi auglýsing var töluvert í umræðunni í gær og ekki að ástæðulausu. Orðið „jólalán“ er vitaskuld umhugsunarefni á tímum sem þessum. Hvað er annars „jóla- lán“? Er það lán til þess að fólk, sem ekki hefur efni á miklum fjárútlátum fyrir jólin, geti eytt eins og þeir sem efnin hafa? Lán fyrir jólaút- gjöldum sem fólk getur síðan verið að greiða af fram að páskum eða lengur? Svo mikið er víst að þetta er ekki tilboð til aðþrengdrar þjóðar á krepputímum um að fá jólafötin, jólatréð og skrautið lánað gegn því að skila því í góðu standi strax og jólin eru búin. Nei, þetta er tilboð um að viðhalda því neyslustigi sem þjóðin almennt er komin í þrot yfir; neyslustigi þar sem stöðugt er verið að njóta þess sem ekki er búið að vinna sér inn fyrir – njóta hluta sem vísast er ekki einu sinni þörf fyrir. Edward Bernays, sem talinn er vera frumkvöðull á sviði almannatengsla í heiminum, er líklega sá maður sem mesta ábyrgð ber á þeirri neysluhyggju er einkenndi 20. öldina og nú upphaf þeirrar 21. Upp úr kreppunni miklu í Bandaríkjunum setti hann fram hugmyndir í þá veru að fyrirmyndarsamfélagið byggðist á því að stór- fyrirtæki virkjuðu óæskilega og jafnvel hættu- lega orku er byggi í hugskoti sauðsvarts al- múgans með því að beina henni í tiltekinn farveg með efnahagslegan ávinning í huga. Bernays gerði ráð fyrir því að stýra almenn- ingi með því að láta fjöldaframleiðslu stórfyr- irtækja fullnægja óskilgreindum og tilvilj- anakenndum þrám fólks og tryggja fyrirtækjunum um leið stöðugan markað fyrir framleiðsluvöru sína. Og því rifja ég þetta hér upp. Jú, vegna þess að hugmyndafræði þessa manns, sem margir álíta hafa verið einn mesta áhrifavald í mótun samfélags nútímans, grundvallaðist á afar vafasamri innrætingu. Innrætingu sem varð til þess að fólk taldi sig ekki geta komist af án til- tekinna hluta. Hann umbylti m.ö.o. samfélagi sem fyrst og fremst byggðist upp á þeirri hugsun að mannskepnunni dygði að fullnægja þörfum sínum og bjó til samfélag þar sem allir töldu sig þurfa, eða jafnvel eiga rétt á, að fullnægja þrám sínum. Og allt var þetta gert til að fóðra vasa þeirra sem voru með hann í vinnu; vasa iðn- jöfra þess tíma. Hvernig væri nú að njóta bara þess sem við þegar eig- um þessi jólin. Fullnægja þörfum okkar en eiga þrárnar áfram og gera um leið uppreisn gegn hugmyndafræði Bernays. Hver vill njóta jóla sem ekki er innstæða fyrir? Hver vill fá jólagjöf sem ástvinir þurfa að steypa sér í skuldir til að færa manni? fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Þarfir og þrár á „jólalánum“ Ekkert óvænt þegar síldin er annars vegar FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is E inkennilegt segja skip- stjórnarmenn um hegð- an íslensku sumargots- síldarinnar síðustu haust. Áhugavert segja fiskifræðingar um þennan fisk, sem oft hefur þótt óútreiknanlegur og brellinn. Í haust hefur síldin einkum veiðst nálægt Stykkishólmi en nú síð- ast við Njarðvík. Fyrir ekki svo mörg- um árum mátti ganga að henni vísri fyrir suðaustan land. Á Hornafirði og öðrum höfnum eystra hafa verið byggð mikil mannvirki til síld- arvinnslu. Slíku er ekki til að dreifa við Breiðafjörðinn. Þegar síðustu áratugir eru skoðaðir kemur í ljós að síldin er sjaldan lengi með sama lögheimili. Ferill íslensku sumargotssíldarinn- ar er á margan hátt sérstakur. Hrygn- ingartíminn í júlí og fram í byrjun ág- úst er ekki algengur fyrir fiskstofna á norðurslóðum. Snemma á vorin þegar blóminn í hafinu byrjar heldur sumar- gotssíldin í ætisleit. Hún étur mikið af rauðátu og öðrum smádýrum, sem hún leggst í af þunga og fitar sig mjög hratt og einnig þroskast hratt hrogn og svil. Síðsumars, eftir hrygningu, heldur hún áfram að éta mikið fram að þeim tíma er átuframboðið minnkar. Í stað þess að eltast við þá litlu fæðu sem til staðar er hættir síldin að éta og heldur á svæði þar sem hún finnur kaldari sjó, seltuminni og þar sem oft er minna um afræningja. Síldin er síðan hreinlega í svelti frá því um þetta leyti árs og fram á vor. Fiskifræðingar hafa í áratugi fylgst með hegðan síldarinnar og rifjar Þor- steinn Sigurðsson upp að fyrir rúmum 60 árum er talið að síldin hafi haldið sig djúpt út af vestanverðu landinu. Veturna 1946-1948 voru miklar veiðar stundaðar í Hvalfirði og var síldin á þeim tíma blönduð íslenskri vorgots- síld. Síldin hvarf þaðan jafn hratt og hún birtist. Á sjöunda áratugnum var mikil of- veiði og lauk þeim með því að stofninn hrundi. Árið 1975 hófust lítilsháttar veiðar eftir veiðistopp. Þá var megnið af stofninum í fjörunum við Hrollaugs- eyjar, en árin þar á eftir gekk hún austur úr. Á ákveðnu árabili, 1980- 1984, var hún mest inni á Austfjörðum, en hóf þá að dreifa sér út fyrir firðina og var mest veidd grunnt við Suðaust- urland. Þaðan lá leiðin t.d. í Litladýpi og á svæðið í kringum Hvalbak. Þar var síldin í nokkur ár áður en hún færði sig norður með Austfjörðum. Töldu stofninn ofmetinn Þegar komið var fram undir alda- mót höfðu sumir sjómenn áhyggjur af því að stofninn væri hruninn. Á sama tíma bentu mælingar fiskifræðinga til þess að svo væri alls ekki en hins veg- ar væri hún dreifð víða. Aldrei slíku vant töldu sjómenn þetta ofmat fræð- inganna. Í ljós kom að vaxandi hluti stofnsins hélt sig fyrir vestan land og hófust veiðar þar í lok 10. áratugarins, auk veiðanna sem áfram voru eystra. Á árunum um og eftir aldamót veiddist síld bæði austan og vestan við landið en veiðiskipum var haldið sem mest fyrir austan. Að því kom að veið- arnar færðust nær alfarið vestur fyrir. Í stað þess að stærsti hluti stofnsins hefði vetursetu í Kolluál flutti hún sig enn einu sinni um set veturinn 2006/ 2007 og inn á Grundarfjörð. Þaðan lá leiðin í haust á svæðið við Stykkishólm og hefur síld fundist víðar við Breiða- fjörð. Þessi upprifjun, í fylgd með Þor- steini Sigurðssyni fiskifræðingi, sýnir að síðustu áratugina hefur síldin verið að taka sig upp og hliðra sér til eftir aðstæðum á hverjum tíma. „Það er ekkert óvænt þegar síldin er annars vegar,“ segir fiskifræðingurinn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Síld úr Hvalfirði Drekkhlaðnir síldarbátar í Reykjavíkurhöfn árið 1948. HEIMKYNNI síldarinnar eru í Norður-Atlantshafi. Hér við land er síld allt í kringum landið. Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur þótt hún hrygni við botn. Aðalfæða síldar eru rauðáta og skyldar tegundir. Síldin étur einnig nokkuð af ljósátu og marflóm. Þrír síldarstofnar hafa fundist við Ísland: tveir íslenskir (vor- og sum- argotssíld) og norski vorgotssíld- arstofninn. Íslenska sumargotssíldin elst upp í flóum og fjörðum undan Norðvestur-, Norður- og Austur- landi til tveggja ára aldurs en á þriðja ári gengur hún suður fyrir land. Hún hrygnir fyrir sunnan og vestan land. Norski síldarstofninn sem farinn er að ganga aftur á Ís- landsmið hrygnir við Vestur-Noreg. Stofn íslensku vorgotssíldarinnar hrundi á sjöunda áratugnum og hef- ur ekki náð sér á strik ››SÍLDIN VÍÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.