Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 21

Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Til áherslu Fólki var heitt í hamsi þó úti væri frost og kuldi þegar mótmælt var á Austurvelli í gær. Hendur voru á lofti, meðal annars hjá táknmálstúlki. Golli Baldur Kristjánsson | 30. nóvember Tossarnir í flokkunum Sennilega er flokkakerfi hættulegt í örríkjum eins og á Íslandi. Það þarf svo fáa til að ná tökum á flokksapparati. Jafnvel þrír menn sem vinna vel saman geta náð tökum á slíku. Þrjátíu: engin spurning. Það sem gerist á Íslandi er að mjög fáir nenna að starfa í flokkum. Þegar ég var í stúdenta- pólitíkinni voru það eiginlega bara örfáir praktískir strákar, synir feðra sinna, sem fetuðu slóðina í Sjálfstæðisflokknum. Aðrir hirtu ekki um flokkapólítík. Þeir sem fara svo í framhaldsnám, þeir hæf- ustu, eru svo endanlega úr leik. Toss- arnir hreiðra um sig í flokksapparöt- unum á meðan. Eins og ég hef bent á áður, færustu hagfræðingum okkar var yfirleitt komið fyrir í skúffu uppi í há- skóla og sagt að halda kjafti eða í ein- hverjum deildarstjórastöðum t.d. á Hag- stofunni upp á sömu býti. Þetta kerfi hefur hentað þeim vel sem náðu tökum á því enda hefur það ekkert breyst í hálfa öld, síðan 1959. Allar óánægjuraddir hafa verið kæfðar. Vilmundi var sparkað úr Alþýðuflokknum […] enda vógu hug- myndir hans að sjálfu kerfinu... Meira: baldurkr.blog.is Jón Þorvarðarson | 30. nóvember Hörmungar kvótakerfis Fólk virðist loks vera að átta sig á því hversu ótrú- legar hörmungar kvóta- kerfið hefur kallað yfir okkur. Þær hörmungar eru fyrst og fremst þrí- þættar: Kerfið hefur vald- ið atgervisflótta í sjómannastétt og land- auðn í byggðum landsins, það fara ekki margir í stýrimanna- eða vélskóla þessa dagana. Kerfið gerði útgerðarmönnum kleift að selja sig út úr greininni með ofsa- gróða sem aftur hefur valdið gríðarlegri skuldasöfnun sjávarútvegsfyrirtækja langt umfram verðmæti raunverulegra eigna. Þeir seldu þar með eitthvað sem þeir eiga ekki. Slettirekur eins og Elvar Aðalsteinsson hafa með græðgi sinni skilið samfélög eftir svo til landauðnar horfir með gróðafíkn sinni, rækilega studdir af stjórnvöldum. Kerfið hefur ekki stuðlað að uppbygg- ingu fiskistofna heldur þvert á móti. Kerfið hefur aukið sókn eftir hverju tonni og stuðlað að auknum togveiðum lífrík- inu til ómælanlegs skaða. Gríðarlegt brottkast hefur verið stundað í skjóli kerfisins. Meira: jonthorvardar.blog.is Vilborg G. Hansen | 30. nóvember Hafa fleiri en einn kost Ég hef alltaf hlustað með athygli á það sem Gylfi hagfræðingur segir sem og margir aðrir góðir hag- fræðingar. En svona mál- flutningur finnst mér setja hann niður. Það að segja að Ísland hafi í raun aðeins einn kost er alveg út úr korti. ESB er ekki eini kosturinn og fráleitt að halda því að þjóðinni. Við höfum um aðra gjaldmiðla að velja eða tengingu við þá […] Fyrir ut- an sjávarútveginn og aðrar auðlindir okkar má líka nefna að Íslendingar gætu ekki staðið í viðskiptum við Kína eða önnur lönd sem ESB er ekki með samn- inga við. Meira: villagunn.blog.is VIÐ Íslendingum blasir það verkefni að renna nýjum stoðum undir atvinnulíf sitt og varðveita um leið það sem fyrir er og lífvænlegt. Í þessu ferli sem endranær leika fjármálafyrirtæki lyk- ilhlutverk við að miðla fjármagni til hagkvæmra nota og hefur þetta hlutverk þeirra varla verið jafn mikilvægt í annan tíma. Fjölmörg fyrirtæki og heimili eiga þegar í greiðsluerfiðleikum og enn fleiri stefna hraðbyri í þá átt. Góð starfsvenja banka krefst þess að hann grípi inn í starfsemi fyrirtækja við þær að- stæður enda ekki í verkahring banka að reka illa stödd fyrirtæki, t.d. í von um að viðhalda at- vinnustigi. Vegna hinna einstöku aðstæðna í okkar hagkerfi þarf nú nokkra hugvitssemi til að koma í veg fyrir vítahring vaxandi atvinnu- leysis og minnkandi eftirspurnar þar sem kreppa raunhagkerfisins dýpkar við hvert gjald- þrot, byrðar á skattgreiðendur aukast, skatt- tekjur minnka og iðgjöld í lífeyrissjóði dragast saman. Því er einboðið að reyna að draga úr fjölda gjaldþrota með einhverjum ráðstöfunum ef því verður við komið. Gegn þessu sjónarmiði má færa þau réttmætu rök að kostnaður af frystingu eða frestun greiðslna sem létt er af skuldurum falli á sparifjáreigendur og skatt- greiðendur almennt. Þannig væri ráðdeild- arsömu fólki gert að deila ábyrgð á skuldasöfn- un annarra, jafnvel óreiðumanna. Með þeim hætti væri kippt úr sambandi orsakasamhengi ábyrgðar á viðskiptalegum athöfnum, leikreglum breytt eftir á og spillt fyrir sparnaði og trausti til frambúðar í landinu. Verði hinum nýju bönkum falið það hlutverk að veita bágstöddum fyrirtækjum illa skil- greindan stuðning til lengri tíma, breytast þeir í ógagnsæjar fyrirgreiðslustofnanir sem illa mun ganga að vinna traust almennings. Á sama hátt verður erfitt að fá trúverðuga nýja eigendur að bönkunum sé þessi háttur hafður á, en fátt er íslensku viðskiptalífi mikilvægara nú en að skjótt þróist hér faglegt fjármálalíf á rústum þess gamla. Því verður að finna leið til að endur- skipuleggja atvinnulíf og eignarhald á Íslandi sem hámarkar heildarverðmæti fyrirtækja at- vinnulífsins til langs og meðallangs tíma. Því miður er ekki hægt að hindra stórfellt tíma- bundið atvinnuleysi. Aftur á móti má vinna svo úr stöðunni að það gangi hratt til baka þegar at- vinnulífið hagræðir og fjármagn og vinnuafl flyst milli greina. Þessar aðgerðir verða að eiga sér stað utan bankanna og án miðstýringar. Þær verða að byggjast á hlutlægum forsendum og virða leikreglur jafnt réttarríkisins sem þess blandaða markaðshagkerfis sem við viljum búa við í framtíðinni. Þær hugmyndir hagfræðiprófessoranna Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoëga að breyta kröfu lánardrottna í eigið fé eru mikilvægt skref í átt að lausn þessa verkefnis. Með því væri eign- arrétturinn virtur að því marki sem hægt er þótt form kröfunnar breytist, en hagsmunir skuldara og lánardrottins tengdir saman á sann- gjarnan hátt miðað við aðstæður. Miklu skiptir þó hvernig slíkar hugmyndir eru útfærðar í framkvæmd og mistök geta valdið tjóni sem seint verður bætt. Sem eigendur skulda hafa bankar tæknilega þegar eignast fjölda fyrirtækja. Við slíku bregð- ast þeir almennt við með því að setja á stofn eða styrkja sérstakar deildir til að vinna úr sk. fulln- ustueignum. En ætla má að slík umsýsla væri betur komin í sérstökum fyrirtækjum eða sjóð- um, sem kalla mætti umbreytingasjóði. Skoðum þá leið nánar. Algengt er að fagfjárfestar á borð við lífeyr- issjóði leggi fé sitt í fjárfestingarsjóði sem sér- staklega eru ætlaðir til að sýsla með sérhæfða tegund eigna. Oft standa fleiri en einn fagfjár- festir að slíkum sjóði og ráða þeir þá faglegt og trúverðugt eignastýringarfyrirtæki til að reka sjóðinn en skilgreina sjálfir fjárfestingarstefnu hans nákvæmlega fyrirfram. Umbun fyrir slíka virka stýringu er oft reiknuð sem föst árleg hlutfallsleg þóknun af þeirri upphæð sem fjár- fest hefur verið á hverjum tíma, auk hlutdeildar í hagnaði af endursölu eignanna. Eignastýring- arfyrirtækið hefur þannig fullkomlega gagn- sæjan hvata. Það hefur hag af því að fjárfesta sem stærstan hluta ráðstöfunarfjárins sem fyrst, en einnig af því að sú fjárfesting sé arðbær mið- að við fyrirfram ákveðinn sjóndeildarhring sem skilgreindur er í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Í þessu tilviki má ætla að 3-5 ár séu heppilegur fjárfestingartími. Sé þessi leið farin myndast markaður fyrir vandræðaeignir banka og annarra lánardrottna. Þeir geta þá selt þessar eignir sem annars væri engir kaupendur að. Að því gefnu að umbreyt- ingasjóðirnir séu fleiri en einn má ætla að sann- gjarnt verð fengist fyrir eignirnar, m.ö.o. mark- aðsverð og að söluferlið yrði gagnsætt og trúverðugt. Umbreytingasjóðirnir breyta síðan skuldunum í eigið fé með samningum við skuld- ara. Í krafti eignarhalds síns geta stjórnendur sjóðanna endurskipulagt fyrirtækin með með þeim hætti sem þarf til að tryggja arðvænlega endursölu hlutafjárins eftir 3-5 ár. Braggist ís- lenskt atvinnulíf hagnast umbreytingasjóðirnir og eigendur þeirra, fjárfestarnir. Bankarnir myndu fljótt taka aftur við því eðlilega hlutverki að fjármagna rekstur fyrirtækjanna eftir því sem um semst í frjálsum samningum. En hver ætti að fjármagna slíka sjóði? Á Ís- landi eru enn tveir aðilar sem hafa tiltölulega góðan aðgang að fjármagni og gætu þess vegna staðið að þessu. Það eru ríkið og lífeyrissjóð- irnir. Báðir þessir aðilar hafa einfalda og skýra hagsmuni af því að tryggja að atvinnustig hækki hratt eftir samdráttarskeið vegna þess að tekjur þeirra standa í réttu hlutfalli við umsvif atvinnu- lífsins í heild. Þeir hafa því bæði bolmagn og hvata til að fjármagna umbreytingasjóði. Hvor- ugur þessara aðila er aftur á móti fær um að reka atvinnufyrirtæki á hagkvæman hátt vegna þess umboðsvanda sem bein aðkoma þeirra óhjákvæmilega felur í sér. Með því að setja upp umbreytingasjóði sem þessir aðilar fjármagna og setja almenna fjárfestingarstefnu, en umboð og ávinningur sjóðsstjóra eru gagnsæ og skýrt skilgreind, má yfirvinna þetta vandamál. Sjóðs- stjórnarhlutverkið yrði boðið út á viðskipta- legum forsendum til eignastýringarfyrirtækja sem standast faglegar kröfur, hvort sem þau eru nú þegar fyrir hendi eða verða stofnuð í þessu skyni, og hvort sem þau eru að stofni til innlend eða erlend. Sú spurning kann að vakna hvort umbreyt- ingasjóðir myndu í raun hámarka atvinnustig? Svarið er nei, ekki sem slíkt. En þeir myndu aftur á móti hámarka virði fyrirtækjanna til meðallangs tíma og það er sú hvöt eigenda fyr- irtækja sem almennt skilar raunhæfu atvinnu- stigi í markaðshagkerfi. Enn má benda á það að stjórnendur sjóðanna eru ekki eftirlitslausir. Fjárfestarnir – ríki og lífeyrissjóðir – skipa stjórnir umbreytingasjóða og móta almenn markmið þeirra þótt þeir skipti sér ekki af dag- legum rekstrarákvörðunum. Til þess að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd er nauðsynlegt að skapa samstarfsvett- vang ríkis, lífeyrissjóða og sérfræðinga til að ljúka við útfærslu þeirra. Þegar sjóðirnir hafa verið settir á fót er líklegt að þeir verði fljótir að leysa til sín mikið af eignum þar sem fastar tekjur þeirra reiknast aðeins af því fé sem þeir hafa þegar fjárfest. Eftir Sigurð Ingólfsson og Guðrúnu Johnsen »Með því að setja upp um- breytingasjóði sem þessir að- ilar fjármagna og setja almenna fjárfestingarstefnu, en umboð og ávinningur sjóðsstjóra eru gagnsæ og skýrt skilgreind, má yfirvinna þetta vandamál. Guðrún Johnsen Guðrún Johnsen er hagfræðingur og lektor við Há- skólann í Reykjavík. Sigurður Ingólfsson er hag- fræðingur, ráðgjafi og fyrrum starfsmaður Norræna fjárfestingarbankans. Eiginfjárframlag lánardrottna og umbreytingasjóðir Sigurður Ingólfsson BLOG.IS Eyþór Arnalds | 30. nóvember Af hvalveiðum Ég man vel þegar ég fékk að fara í tvo hval- veiðitúra hjá móð- urbróður mínum Þórði Eyþórssyni á Hval 8. Þetta voru ógleyman- legar ferðir fyrir lítinn gutta […] Hvalveiðar eru hluti af menn- ingu okkar og nú skapa hvalveiðar dýr- mætan gjaldeyri. Sú lausn að fá gjald- eyrislán fyrir hundruð milljarða gagnast ekkert ef við getum ekki framleitt vörur og þjónustu sem veita okkur gjaldeyri. Sjálfbærar hvalveiðar og hvalaskoðun geta vel farið saman. Meira: ea.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.