Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand KOMDU, GRETTIR! SJÁÐU! ÞÚ ERT EKKI MJÖG HRIFINN AF SÓLARUPPRÁSUM, ER ÞAÐ NOKKUÐ? EKKI BRENNIMERKJA MIG... ÉG LOFA AÐ STRJÚKA EKKI! ASNA- LEGA SIPPU- BAND! ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR Í HAFNABOLTA Á MORGUN EN ÞAÐ ER ÞROSKANDI AÐ TAKA ÞÁTT Í ÍÞRÓTTUM. MAÐUR LÆRIR AÐ TAPA OG VINNA MEÐ SÓMA... AUK ÞESS SEM MAÐUR FÆR AÐ VERA HLUTI AF LIÐI MIG LANGAR ÞAÐ EKKI. ÉG SKRÁÐI MIG BARA TIL AÐ VERA LÁTINN Í FRIÐI ÞÚ GETUR ÞAÐ EKKI ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI ÞÁ ÆTTI ÉG AÐ NOTA TÆKIFÆRIÐ NÚNA! Í HVERT EINASTA SKIPTI SEM ÉG HEF GERT EITTHVAÐ ÞROSKANDI ÞÁ HEF ÉG SÉÐ EFTIR ÞVÍ! ÉG VIL EKKI LÆRA AÐ VINNA OG TAPA! ÉG VIL EKKI VERA HLUTI AF LIÐI! ÉG VIL EKKI EINU SINNI KEPPA! AF HVERJU MÁ ÉG EKKI BARA SKEMMTA MÉR EINN?!? Í HÓPNUM MÍNUM ER EKKI PLÁSS FYRIR SKÍTUGA HUGLEYSINGJA! ER Í LAGI AÐ SVITNA ÖRLÍTIÐ Í LÓFUNUM? ÞEGAR ÉG VAR HVOLPUR ÞÁ SLÓ MAMMA MIG STUNDUM MEÐ DAGBLAÐI... NÚNA TALAR HÚN BARA ILLA UM MIG Á BLOGGINU SÍNU VIÐ KOMUM EKKI Á ÞESSA TÓNLISTARHÁTÍÐ TIL AÐ SITJA INNI Í TJALDI. GERUM EITTHVAÐ SAMAN ÆI MAMMA! VIÐ GETUM SKOÐAÐ SKEMMTIDAGSKRÁNNA EÐA FARIÐ AÐ SJÁ EIN- HVERJA HLJÓMSVEIT VIÐ FÖRUM EKKI OFT Á SVONA STAÐI... ÉG VIL AÐ ÞIÐ FÁIÐ AÐ NJÓTA ALLS SEM HÁTÍÐIN HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA KRAKKAR?!? SJÁUMST ANNAÐ KVÖLD, MARÍA... *KLIKK* SJÁUMST ÞÁ! ÞÁ VITIÐ ÞIÐ ÞAÐ, GÓÐIR HÁLSAR... KÓNGULÓARMAÐUR- INN KEMUR Í ÞÁTTINN MINN ANNAÐ KVÖLD... EKKI MISSA AF ÞVÍ ÞAÐ MUN ÉG EKKI GERA ÞANN 21. desember árið 1952 var kveikt á stóru jólatré á Austurvelli, en jólatré þetta var gjöf frá Óslóarbúum til Reykvíkinga. Engin undantekning verður á því nú og verður jólatréð fagurlega skreytt nú sem áður. Morgunblaðið/Golli Jólatréð á Austurvelli skreytt Ísland fullvalda ríki Í dag, 1. desember, eru 90 ár liðin síðan land okkar, eftir um 700 ára þrotlausa baráttu for- feðranna, náði þeim merka áfanga og tak- marki í sögu okkar, að verða frjálst og full- valda ríki. Nú reynir á okkur, sem í dag byggjum landið, að standa vörð um þennan helgidóm, sem bar- áttumenn liðinna kyn- slóða, með Jón Sig- urðsson í fararbroddi meðan hann var uppi, unnu óslitið að og sýndu aldrei upp- gjöf. Þótt alþjóðastofnanir og vin- veittar þjóðir veiti okkur nú um stundir fjárhagslega aðstoð og góðar ráðleggingar, meðan á viðreisn eftir hrun banka landsins í síðasta mán- uði stendur, ætti slík tímabundin að- stoð, jafn mikilvæg og hún er, ekki að hrófla við fullveldi okkar. Enda er stjórn landsins, er gætir hagsmuna okkar á öllum sviðum, í traustum og yfirveguðum höndum. Samtímis mætti hefja ítarlegar umræður um aðild að evrópska Efnahags- bandalaginu og upptöku evru og leiða í ljós kosti þess og galla og ganga á lögmætan hátt úr skugga um að slík aðgerð myndi aldrei skerða sjálfstæði okkar og frelsi. Þótt einhverjar skerðingar kynnu að fylgja með í farteskinu, án þess þó að skaða okkar helgustu vé. Árni Kr. Þorsteinsson. Gömul draumaráðningabók Ég er að leita að draumaráðn- ingabók sem gefin var út á bilinu 1940-60, hún var með bláa kápu. Ef einhver vill gefa mér hana eða selja ódýrt, endilega hafið samband við Gunnar í síma 868-5266. Til varnar morg- unleikfiminni Í frétt í Morgunblaðinu 27. nóv er þeirri hug- mynd komið á fram- færi að taka af dagskrá morgunleikfimina í út- varpinu í sparnaðar- skyni. Ég er algjörlega á móti því og mælist til þess að Ríkisútvarpið efli morgunleikfimina frekar en að fjölga út- sendingartímum. Mig langar að leggja til aðra sparnaðar- leið í staðinn: hvernig væri að leggja niður þularstarf Ríkissjónvarpsins, þar eru nokkuð mörg stöðugildi sem hægt væri að spara, enda er starfið e.t.v. úr takt við tímann og mætti verða lagt niður. Eflaust eru til fleiri leiðir. Ég stunda alltaf morg- unleikfimina og það hentar mér bet- ur en að fara í líkamsræktarstöðvar. Mig langar líka að koma því á fram- færi að það eru ekki bara ellilífeyr- isþegar sem stunda þetta heldur er líka yngra fólk sem hentar betur að gera æfingar í rólegheitum heima hjá sér. Enda vill fólk gjarnan spara það að fara í líkamsræktarstöðv- arnar. Einnig væri hægt að skoða laun æðstu stjórnenda útvarps og sjón- varps og hægt að spara þar eitthvað. Morgunleikfimi er partur af menn- ingu þjóðarinnar eins og síðasta lag fyrir fréttir. Eitthvað sem allir landsmenn þekkja. Hlustandi Rásar 1.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, út- skurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Jólafagnaður verður fimmtud. 4. des. kl. 17. Jólahugvekja sr. Hans Markús, hátíðarsöngvar Bergþór Pálsson, Jónas Þórir leikur á píanó. Lúsí- ur koma og syngja, jólasaga Tinna K. Victorsd. Jólahlaðborð frá Lárusi Lofts- syni. Miðaverð 3.800 kr. Skráning í s. 535-2760 fyrir 2. desember. Söguklúbb- ur kl.13.30, leikfimi, bútasaumur, handa- vinna, fótaaðgerð, dagblöð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, danskennsla samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20, kennari Sigvaldi. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.20, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, leiðbeinandi í handavinnu við til há- degis, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi kl. 9, 9,45 og 10,30, bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11. Ljósarúntur um Reykjanesbæ, kl. 13,45 frá Garðabergi og 14 frá Strikinu. Sala á miðum á leik- ritið Aðventa – um Fjalla Bensa 4. des. í Jónshúsi kr. 1700 og á jólahátíðína 12. des. kr. 3,500. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9 -16.30, fjölbreytt leikfimi (frítt) í ÍR heimilinu v/Skógarsel kl. 9, vatnsleikfimi í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi spilasalur opinn, kóræfing kl. 16. Á morgun kl. 7.30 er Anna Kristinsd. mannréttindastjóri borgarinnar gestur í Pottakaffi í Breiðholtslaug, s. 575-7720. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16, jóga kl. 9 og 10 hjá Sigurlaugu, spilað kl. 13. Hæðargarður 31 | Gunnar Hersveinn spjallar um lífsgildin og nýútkomna bók sína Orðspor kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Jólafundur Bókmenntahóps þriðjudag kl. 20. Leiðbeiningar á tölvu falla niður í desember, s. 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi alla þriðjudaga og föstudaga í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Leshópur FEBK Gullsmára | Elín Pálmadóttir verður gestahöfundur þriðjud. 2. des. kl. 20. Enginn aðgangs- eyrir. Leshópur FEBK. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta- aðgerðir kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 9, boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.30, leshópur kl. 13, kóræfing kl. 13.30 og tölvukennsla kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband, morgunstund, boccia, upplestur, handa- vinnustofan, hárgreiðslu og fótaaðgerð- arstofur opnar, glerbræðsla og frjáls spilamennska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.