Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 31
STJARNAN
GAKK ÞÚ { LJÓSI
29
Hvaða ætlanir áfram þig leiða?
Hvaða svipir þig seiða?
Hvaða óþreyja brennur þjer í blóði ?
Hvert heldur þú?
Ó, vinur minn,
flokkskifting lýðsins,
undirokun öreiga,
styrjaldir þjóða,
flekun fáráðlinga,
hatur stjetta,
barátta um auð, og böl er hann veldur.
Brag'ðvísi stjórnenda,
skifting landa, —
alt þetta liverfur,
öllu þessu lýkur
undir kærleikans klæðafaldi.
Leitar ekki verkmaður
lúinn að kvöldi
skjóls í kærleiks skauti?
Leitar ekki auðmæringur
leiður á allsnægtum
skjóls í kærleiks skauti ?
Þjáist ekki ríkur
ráðandi þjóða
einmani á tindi
tignar sinnar,
og' skýlis leitar
í skauti kærleiks?
Musterisþjónninn,
þrejdtur á bænum
leitar liann ei að lokum
skjóls í kærleiksskauti?
Allir eru i leit
að elskunnar bústað,
þar sem kærleikans dýrð
dvelur yieð þeim.
En, vinir mínir,
hvað veldur að þjer rísið
einn gegn öðrum,
allir gegn öllum,
allir i einni leit ?