Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 36
34
VITURLEG, UPPREISN
ST.IARNAN
fær storminn, er svifta skal óhreinindum þeim af jTirborði
vatnsins, er Iiylja fegurð þess. Uar til honum lærist að í honum
sjálfum hýr mátturinn til þess að seðja þær lífsverur, sem leita
þar næringar og svala þorsta þeirra. Að í honum sjálfum hýr
mátturinn til þess að endurspegla trjen, stjörnurnar og alt það,
sem leggur leið sína um nágrennið. Eins og vindurinn hrærir
vötnin og flytur þeim líf, þannig er mannleg framþróun; því
að þróun er ekki annað en stöðug hreyting frá einu ástandi til
annars, frá einni skoðun til annarar, frá einu sjónarmiði til
annars, frá einni fullnægju til annarar og frá einni þrá til
annarar.
Þróun er óslitin uppreisn. Þó að oss virðist að vjer höfuin
fundið fullnægju og sjeum í kyrstöðu, eins og stöðupollurinn,
eina eða fleiri árstíðir, þá munu þó vindar hlása á ný og hreinsa
vatnsflötinn, gera uppreisn, valda umskiftum og óróa. Þetta
verður til þess að lireinsa hurt ýmislegt óheilnæmi, sem í oss
býr; sópa á burtu gömlum venjum, eftirlöngunum, viðkvæmni
og ást á þessu eða liinu. Þróun er viturleg uppreisn. En gangi
sú uppreisn í öfuga átt veldur hún sturlun, sem mun eyðileggja
þróun.
Sú uppreisn, sem engin hugsun liggur bak við, enginn til-
gangur og ekkert takmark, er óskynsamleg', hún er andstæð lög-
um náttúrunnar, enda þótt hún sje liluti af öllum og búi í öll-
um. Óviturleg uppreisn skapar meiri hindranir og fjarlægir yð-
ur ennþá meir sannleikanum, hún er lík hrekkjóttum krakka,
hugsunarlaus og tilgangslaus. Hún stjórnast ekki af rólegum
huga nje hreinu hjarta og þess vegna er hún ekki umburð-
arlynd.
Andstæða liennar er liin rjetta og viturlega uppreisn, sem
er hin raunverulega þróun. Viturleg uppreisn er sú guðdómlega
óánægja, sem á að skapa i oss öllum blikandi leiðarstjörnu.
Upp af þeirri hugsuðu, viturlegu uppreisn eigum vjer að reisa
nýtt musteri, nýja byggingu, sem gerir oss frjáls og færir oss
nær takmarki voru. Hin rjetta uppreisn rís gegn þeirri ánægju
sem veldur kyrstöðu, því að þangað til þjer hafið öðlast hinn
algilda sannleik, þangað til Ástvinurinn dvelur í yður, þangað
til þjer hafið náð þeirri lausn, sem er árangur af afsali allra
liluta, megið þjer aldrei vera ánægðir, því þegar þjer verðið
ánægðir, standið þjer kyrrir og getið ekki endurspeglað hinn
heiða himinn. Þá eruð þjer ekki líkir skuggsjá þeirri sem end-
urspeglar sannleikann og sýnir yður mistökin, gallana og rang-
hverfuna á yður sjálfum. Viturleg uppreisn á að beinast gegn
hinni andlegu þröngsýni, sem einkennir stórbokkann. Þröngsýn-
in elur af sjer þann anda, sem láir öðrum mönnum og vill