Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 23
STJARNAN
DYR LAUSNARINNAR
21
Dyr lausnarinnar.
Erindi
flutt fyrir nokkra nemendur að Eerde-kastala sumarið 1927.
í>að lítur út fyrir að sum yðar, sem liafið verið að hlusta á
mig, imyndið vður að jeg muni móta örlög yðar, með einhverj-
um leyndardómsfullum hætti, og' veita yður lausn, að jeg muni
með einhverri yður óþektri aðferð leysa yður frá sorgum og
þjáningum.
Það lítur einnig úl fyrir að þjer haldið, að jeg muni þrýsta
einhverjum ákveðnum stimpli á enni yðar, vegna þess að þjer
hafið hlustað á mig á hverjum morgni, — svo að allir geti sjeð
að þjer komið frá Eerde. En yður skjátlast mjög ef þjer liafið
slíka skoðun.
Jeg veit að það er freistandi að halda, að þjer getið öðlast
lausn, með því að hlusta á mig, en það er ekki á mínu valdi
að veita lausn. Jeg er aðeins dyrnar, sem þjer getið eygt lausn-
ina í gegnum. í yður sjálfum hýr mátturinn til að skapa, þjást,
njóta og vera hamingjusöm. Þegar þjer getið varpað frá yður
öllum óskum, sem sprottnar eru upp af sorgum vðar, þjáning-
um og gleði, þá getið þjer gengið inn um lausnardyrnar; þá fáið
þjer skilið hvað lausn er. En meðan þjer eruð sjálf flækt í neti
óska yðar, ástriðna og langana, eruð þjer aðeins á þröskuldi
þess heims, sem vjer nefnum lausn. Þjer eruð aðeins í fordyri
lausnarinnar meðan þjer eruð efagjörn og full af áhyggjum og
spurningum. Þetta er þó ckki svo að skilja, að þjer megið ekki
efast, liafa áhyggjur og spvrja; — það verður svo að vera, — þvi
þjer verðið sjálf að rannsaka alla hluti. En þjer verðið að hafa
varpað frá yður öllu þessu áður en þjer getið gengið inn um
dyr lausnarinnar, því lausnin er vegur friðarins. Ef þjer eruð
eins og fiðrildi og eruð á veiðum eftir einu í dag og öðru á
morgun, sífelt að reyna að uppgötva liamingju og tæki til að
öðlast lausn, þá eruð þjer ennþá að skapa óþörf örlög', að haka
yður sorga, þjáninga og erfiðleika, sem skapa ný örlög.
Þess vegna er það nauðsynlegast af öllu að losna við allar
óskir, því áður en þjer getið komist á lausnarveginn, sem er
vegur friðar, verðið þjer að vera óháð sjálfum yður, þjer verðið
að vera fær um að afsala yður öllu, trúarjátningum yðar, guð-