Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Qupperneq 6
4
INNGANGSORÐ
STJARNAN
/>cir sem birtust greinar og kvæði Krishnamurtis, Jmu sem kom-
iö höfðu í „Stjörnunni“ yfir árið. Jeg fjekk leyfi til þessa og
birtist nú fyrsta lieftið af þessu tægi.
Jeg liefði gjarnan viljað iaka eitthvað af erindum eftir fleiri
höfunda innlenda og útlenda. 1 „Stjörnunni“ hafa birst margar
greinar hver annari betri um alls konar efni og eftir ýmsa höf-
unda. Einnig var um ýmislegt innlent að ræða. Nokkrir íslend-
ingar hafa nú þegar sjeð og heyrt Krisluiamurti. Á Ommen-
fundinum í sumar voru 7 Islendingar. Frá einhverju mundu
þeir hafa að segja og gera sennilega einlwerir. En jeg sá mjer
ekki fært kostnaðar vegna að tcika annað í þetta hefti en þau
verk Krishnamurtis sjálfs, sem jeg hafði lofað að í því skyldu
birtast.
Um leið og jeg sendi þetta hefti frá mjer, vil jeg gefa les-
endunum eitt ráð: Lesið Krishnamurti oft og vandlega, ef þið
viljið reyna að fá skilning á því, sem hann er að segja frá. Jeg
hefi orðið vör við að lesendur Krishnamurtis skiftast oft í tvo
flokka. Annar flokkurinn kvartar yfir því, að kenningar Krishna-
murtis sjeu svo þungar, að það J)ýði ekki fyrir sig að lesa rit
lians, þeir skilji svo lítið af því, sem hann sje að segja. 1 þess-
um flokk er einmitt oft mjög athugult og vel gefið fólk og jeg
álít þessar athugasemdir næsta eðlilegar. En jeg endurtek ráð-
leggingu mina: Hcddið áfram að lesa rit Krishnamurtis upp
aftur og aftur, jeg veit fyrir marg-endurtekna reynslu að þið
munuð ekki sjá eftir því. Þcið sem ef til vill er einkennilegast
af öllu við Krishnamurti er það, hvað hann snertir lesendur
sína og áheyrendur á margvíslegan hátt. Það er eins og hann
hafi sjerstakan boðskap til hvers einasta manns, sem á hann vill
hlýða. I>ess vegna verða dómarnir um hcinn svo ólíkir, jafnvel
þó þeir kunni cdlir að vera vingjarnlegir. Því er það líka, að
það hefir minna að segja, hvað aðrir segja um hann, þeir vita
ekki, hvaða boðskap hcinn liefir til Jnn persónulega. Lestu því
boðskap lians vandlega og lofaðu honum að vinna verk sitt í
scdu þinni.
Hinn flokkurinn les rit Krishnamurtis fljótlega eða grípur ef
til vill aðeins ofan i þau. Kveður síðan hiklaust upp þann dóm,
að þetta sem hann sje að fara með sje bull og heimska. Þessu
fólki vildi jeg ráðleggja, að vera ekki cdveg svona sjálfbirgings-
legt. Það hefði gott af að minnast þess að um kenning Krists
var einu sinni sagt að: liún væri Gyðingum hneiksli og Grikkj-
nm heimska. Trúað gæti jeg því, að ef þessi flokkur manna færi
að lesa fíhcigavad Gita, Jakob fíöhme eða Svedenborg, þá find-
ist þeim líka þetta cdt vcra heimska, ef þeir þá þyrðu að vera
svo hreinskilnir að kannast við það, þar sem um svo fræg rit