Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 19
STJARNAN
RÆÐA l'LUTT í PARÍS
17
Örlög merkja, að sjerhver athöfn og sjerhver hugsun hefir
sínar afleiðingar i för með sjer. Og meðan um örlagaskuldir er
að ræða getið þjer ekki öðlast hina fullkomnu hamingju, sem
jeg er að minnast á.
Þá er hugurinn. Hann er leiðtoginn, sem vegur alt og veltir
öllu fyrir sjer, kryfur til mergjar, metur, rannsakar og sundur-
greinir.
Hugur, tilfinningar og líkami verða að vera í fullu samræmi
hvert við annað, og fullkomin eindrægni verður að ríkja á milli
þeirra. Þá vaknar í yður sú rödd er verða mun hinn sanni leið-
togi vðar. Sá leiðtogi er nefndur hugskoðun eða innsýn, og í
henni er fólgin fullkomnunin, takmarkið, sem er guð — ef jeg
má komast svo að orði. Þessi innri rödd er ávöxtur reynslunn-
ar. Þjer verðið að fá reynslu til þess að þessi rödd geti þrosk-
ast og orðið sterk. Sá er tilgangur reynslunnar, en ekki einungis
ánægja sú, er reynslan liefir í för með sjer.
Þegar innri röddin er orðin nægilega sterk, og þjer hlýðnist
henni, þegar þjer eruð orðnir eitt með þessari rödd, sem er
ávöxtur samansafnaðrar reynslu, þá eruð þjer orðnir að guðum.
Því að enginn ytri guð er til, heldur einungis sá guð sem full-
komnast fyrir eigin reynslu yðar.
Ilvar sem þjer farið komist þjer að raun um það, að mönn-
um er uppsigað við drottinvöld, sökum þess að þeir þrá að vaxa,
ráða gátur og að reyna sjálfir að þroska með þeim hætti, hæfi-
leika sína og innsýni.
Ef þjer farið ekki yðar eigin leiðir, ef þjer lútið öðrum,
munuð þjer komast að raun um að þjer bakið yður enn meiri
örðugleika. En mig langar ekki til að þjer stofnið til byltingar,
því að það ber votl um að þjer rísið gegn lögmáli samræmisins.
Þjer munuð komast að raun um, að sú reynsla, sem þjer
liafið aflað vður sjálfir, eig'in þekking yðar, kennir vður hvernig
þjer eigið að lifa. Hún er eini leiðtoginn. Það er enginn annar
leiðtogi til, enginn annar guð, enginn annar stjórnandi.
En þjer kunnið nú að spyrja: „Hvernig á þá að fara með
villimennina, sem skortir nægilega reynslu til að skilja að innri
röddin og innsýnið hafa á rjettu að standa“. Mörg bágindi ver-
aldarinnar eiga rætur að rekja til þess, að þeir, sem þykjast
skilja, reyna að þröngva öðrum mönnum til að skilja á sama
hátt og þeir sjálfir gera.
Allra mikilvægasta hlutverkið er þvi það, að afhjúpa þenn-
an guð, sem býr hið innra með hverjum manni. Tilgangur lífsins
er sá, að vekja hinn blundandi guð, að glæða neistann, sem fólg-
inn er i sjerliverjum af oss, svo að hann verði að loga, og sam-
einist hinu eilifa báli alheimsins.
2