Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Síða 58
56
ERINDI FLUTT í LONDON
STJARNAN
Af því að jeg hefi náð þessu samræmi, og liefi gróðursett
hið innra þá fullsælu, sem fjTlgir lausninni, þá vildi jeg geta
verið leiðsögumaður þeirra, sem þrá að ganga veginn til full-
sælu, og þrá að skilja lífið, sem er sannleikur. En ef þjer nemið
staðar hjá leiðsögumanninum, þá náið þjer aldrei takmarkinu.
Fullkomnunin er viðfangsefni hvers einstaklings. Þjer verðið
þvi sem einstaklingar að ráða fram úr vandamálum yðar, og
þá ráðið þjer fram úr vandamálum heímsins um leið. Sem ein-
staklingar verðið þjer að skapa samræmi i sjálfum yður, og
þegar þjer liafið náð því, og þessum einingarskilningi á lífinu,
þá er frelsið fengið og' fullsælan höndluð. —
• o 00OOO0 o •
Hjarta mitt er höfugt af kærleika þínum.
Sjá, máninn rjóður rís
úr rekkju dreymandi hafs.
Andvörp frá pálmanna blaðvörum herast
er nóttin líður um lönd.
Fuglsrödd úr fjarska ómar,
flugið þreytir hann syngjandi heim.
Bárurnar glaðan gjálfra
og svala sólheitri strönd.
Hjartað er liöfugt
af hamslausri gleði,
svo heldur við þjáning.
Þörf er mjer lijarta,
sem skynjar og skilur.
Söngur ómfagur,
sármjúkur, þýður
úr húmsins hyljum ris.
Ljett er þagnar þungu fargi.