Ársrit Stjörnufélagsins - 01.01.1929, Side 110
108
MARKMIÐ STJÖRNUFJELAGSINS
STJARNAN
um, hvers virði trú yðar er, — og upp af áliyggjum vðar, ósk-
um og efasemdabaráttu mun vaxa það sem eilift er og ævar-
andi. Ef þjer skiljið mig ekki rjettilega, þá mun starf yðar í
hinum ýmsu löndum ekki fá varanlegt gildi, heldur mun það
sem þjer byggið, lirörna og eyðast bráðlega. Jeg lcýs heldur
einn eða tvo menn, sem skilja mig fj'llilega og láta sig því engu
varða alt, sem fánýtt er, en þúsundir sem fylgja í hlindni, skiln-
ingslaust og eru jafnan reiðubúnir að eltast við hjegómann.
Reynið þess vegna að átta yður á því með sjálfum vður,
hvort skilningur yðar er bygður á trú á drottinvaldi annara,
eða hvort það er yðar eigin þrá og óskir, sem knýr yður til að
koma til mín og leita sannleikans. Þetta er of alvarlegt mál,
til þess að leika sjer að því. Sá tími er nú kominn, að liver og
einn verður að taka ákvörðun um það, hvort hann vill losa sig
við alt það sem fánýtt er, alt það sem ekki hjálpar til að drepa
lífið úr dróma og halda fast við það eitt, sem eilífðargildi hefir.
Ef þjer eruð sjálf frjáls, munuð þjer hjálpa til að leysa aðra
úr ánauð. Ef þjcr eruð þrælar, munuð þjer herða á kúgun ann-
ara, og þjer munuð þrælbinda þetta fjelag og gera það að fjötr-
um á lífinu, af þvi að þjer sjálfir skiljið svo lítið. En ef þjer
skiljið rjettilega, mun bygging yðar verða voldug og vara um
eilífð.