Morgunblaðið - 17.12.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
www.skalholtsutgafan.is
FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM
Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld
íslensku þjóðarinnar á síðari tímum.
Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Málið hefði klofið SA
Samtök atvinnulífsins munu ekki beita sér fyrir ESB-aðild og upptöku evru
Fimm aðildarsamtök eru fylgjandi ESB-aðild en þrenn samtök eru andvíg
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞAÐ var töluverð hætta á því
að ef þetta yrði sett á oddinn þá
myndu samtökin klofna,“ segir
Þór Sigfússon, formaður Sam-
taka atvinnulífsins, SA. Nýlega
voru kynntar niðurstöður úr
könnun á viðhorfum fé-
lagsmanna í aðildarsamtökum
SA til þess hvort samtökin skyldu beita sér fyrir að-
ild Íslands að ESB og upptöku evru. Í gær var til-
kynnt að samtökin myndu ekki gera það. „SA verða
áfram virkur þátttakandi í Evrópuumræðunni og
munu gæta hagsmuna allra félagsmanna á grund-
velli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja
eigi um aðild að ESB eða ekki,“ segir í tilkynningu.
Meirihluti er í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því
að beita sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru, en
meirihluti í þrennum aðildarsamtökum er því and-
vígur.
Styrkur að geta endurspeglað ólík viðhorf
„Það er mjög eindregin skoðun sumra aðildar-
félaga að ekki eigi að fara inn í Evrópusambandið.
Með sama hætti eru önnur samtök alveg á öndverð-
um meiði. Þetta sést í niðurstöðunum. Ég lít á það
sem styrk samtakanna að endurspegla þessi ólíku
viðhorf og koma þar með fram sem breiðfylking at-
vinnulífsins,“ segir Þór.
Á stjórnarfundi í gær var ítrekuð hvatning til
vaxtalækkunar, m.a. vegna lækkandi vaxta í öðrum
löndum og aukningar í vaxtamun við útlönd. Þór
segir fundinn hafa verið góðan, þrátt fyrir ágrein-
ing aðildarsamtaka í málefnum ESB. Hann hafi
rætt við forstöðumenn margra fyrirtækja undan-
farið. Flestir vilji að umræðan um kosti og galla að-
ildar haldi áfram. „Þótt meirihluti innan SA sé
hlynntur aðildarviðræðum eru líka mjög margir
sem vilja fá meira upp á borðið, svo sem um hvað er
að semja, hver skilyrðin eru og svo framvegis.“
Þór Sigfússon
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ABZ-A nefnist fyrirtæki sem sótt hefur um lóð hjá Faxa-
flóahöfnum undir 120 herbergja hótel við Ægisgarð í
Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið sækir um lóðina fyrir hönd
Klaus Ortlieb/MK hotels í New York. Í hugmyndalýsingu
kemur fram að hótelið eigi að vera fjögurra stjörnu eða
fínna, en ímynd þess og aðdráttarafl eigi að tengjast
höfninni. Hönnuðirnir setja m.a. fram hugmyndir um
hvalasafn og lifandi sjávardýrasafn.
Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóa-
hafna og formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, er ánægð-
ur með umsóknina. Breyta þarf deiliskipulagi á Mýr-
argötureit fyrir hótelið, en það ferli getur tekið um hálft
ár. Í dag er stálgrindarhús á reitnum. „Þarna verður
sundlaug, veitingastaðir og margt fleira sem laðar fólk að
höfninni,“ segir Júlíus. Ánægjulegt sé að einhver vilji
veðja á íslenska ferðaþjónustu til framtíðar.
Vilja reisa 120 herbergja
hótel við Reykjavíkurhöfn
Faxaflóahafnir taka vel í um-
sókn um lóð við Ægisgarð
Nýtt Teikningar sýna hús sem sker sig úr. Umrædd lóð
er við hliðina á aðstöðu hvalaskoðunarfyrirtækjanna.
„ÞETTA kom
eins og þruma úr
heiðskíru lofti
núna. Við vitum
ekki hvar við
stöndum,“ segir
Finnbogi Jóns-
son, fram-
kvæmdastjóri
Nýsköpunarsjóðs
og stjórn-
arformaður Frumtaks, um áformað
afnám laga um ráðstöfun sölu-
andvirðis Landssímans. Alls átti
Nýsköpunarsjóður að fá 2,5 millj-
arða af andvirðinu. Þar af runnu
1.000 milljónir til sjóðsins árið
2005. 1.500 milljóna viðbót-
arframlag átti að koma til 2007-
2009 til að standa undir hlutdeild
sjóðsins í stofnun nýrra samlags-
sjóða með lífeyrissjóðum og öðrum
fjárfestum í nýsköpunar- og sprota-
fyrirtækjum. 100 milljónir af þessu
hafa skilað sér. „Við trúum því ekki
að ríkisstjórnin ætli að hætta við að
standa við þessi framlög til nýsköp-
unar í landinu. Hafi einhvern tíma
verið þörf á því, þá er það núna. Við
finnum fyrir gríðarlegri eftirspurn
eftir þátttöku bæði Nýsköp-
unarsjóðs og Frumtaks í verk-
efnum.“
Peningarnir skipti gríðarlegu
máli, enda hangi þeir saman við
fjárframlög annarra. Sjóðurinn
Frumtak hafi á sínum tíma verið
stofnaður af bönkunum og lífeyr-
issjóðunum. „Það kemur ekkert
framlag þaðan ef ekki kemur fram-
lag frá ríkinu á móti.“ Sjóður upp á
4,5 milljarða hafi verið stofnaður
og þar af hafi einn þriðji átt að fást
af Símapeningunum. | 20
Kom eins og
þruma úr
heiðskíru lofti
Finnbogi Jónsson
ÁTJÁN ára piltur var í gær úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 22.
desember að kröfu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðrir
voru úrskurðaðir í farbann. Fimm-
menningarnir, sem allir eru ungir
Pólverjar, eru grunaðir um inn-
flutning á talsverðu magni af e-
töflum frá Póllandi. Lagt var hald á
þær í síðustu viku. Lögreglu í Pól-
landi og Europol hefur verið til-
kynnt um málið. Mennirnir hafa
ekki komið við sögu lögreglunnar á
Íslandi áður, en hafa allir búið hér
um nokkurt skeið. una@mbl.is
Varðhald út af
e-töflusmygli
„VIÐ ætlum að fara í skötuhaminn á morgun og
þá mun allt ilma hér af skötu dögum saman. Ég
ætla að bjóða upp á skötu sem ég hef verkað
sjálfur en hún hefur verið látin marinerast eftir
kúnstarinnar reglum frá því í september. Hún
ætti því að vera orðin vel kæst. Ég hef notið
góðs af því hversu mikið er af skötuverkendum
hér á Grandanum og þeir hafa sagt mér til um
verkunina,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veit-
ingamaður á Sjávarbarnum við Grandagarð,
sem ætlar að vera með sex daga samfellda
skötuveislu sem hefst á hádegi á morgun,
fimmtudag.
„Best er að hafa hvítskötu og hafa hana stóra
og mikla. Tindabikkjan er lítil og smá og ekki
nærri eins vinsæl, en auðvitað býð ég samt líka
upp á hana fyrir þá sem það vilja. Og hnoðmör
verð ég að sjálfsögðu með. Svo verð ég auðvitað
að vera með eitthvað mildara fyrir nýgræð-
ingana, saltfiskurinn er töluvert vinsæll og
sama er að segja um plokkfiskinn og köldu
sjávarréttina. Ég verð líka með djúpsteikt fisk-
roð og annað spennandi, þannig að allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi.“ khk@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
„Ætti að vera
orðin vel kæst“