Morgunblaðið - 17.12.2008, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Á SAMA augnabliki og Hrefna Hallgrímsdóttir, sem
leikur Skrítlu í barnaþáttunum Skoppa og Skrítla,
eignaðist sitt þriðja barn í gær var Linda Ásgeirs-
dóttir, sem leikur Skoppu, á leið með fyrstu kópíuna
af bíómynd þeirra í Kvikmyndasafn Íslands.
„Það má eiginlega segja að Hrefna, sem er hand-
ritshöfundur myndarinnar, hafi eignast tvö börn á
þessari stundu,“ segir Linda.
Hrefna, sem var að vonum ánægð með litlu Skrítl-
una sína sem kom í heiminn í gær, segir bíómyndina
um þær stöllur, sem frumsýnd verður á annan í jól-
um, vera sannkallaða fjölskyldumynd.
„Það ríkir mikill kærleikur og gleði í þessari mynd
og það er mikið sungið og dansað. Skoppa og Skrítla
lenda í hinum ótrúlegustu ævintýrum,“ greinir
Hrefna frá.
Hún segir helming myndarinnar hafa verið tekinn
upp á Íslandi og helminginn í Flórída þar sem hún
þekkir vel til frá því að hún var þar í leiklistarnámi.
„Það varð til ævintýraheimur þegar ég var að skrifa
handritið og myndin var að hluta tekin upp á fal-
legum stöðum sem manni hefði ekki dottið í hug
nema af því að maður þekkti til þeirra, eins og til
dæmis á strönd og í dýragarði.“
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Skoppa og Skrítla
brugðu sér út fyrir landsteinana. „Við höfum farið í
tvær leikferðir til Bandaríkjanna, til New York og
Flórída. Í New York sýndum við í norrænu menning-
arhúsi á hátíð þar auk þess sem við vorum eiginlega
keyptar út af félagasamtökum sem eru með dagskrá
fyrir börn innflytjenda.“
Leikhús sem Hrefna hafði leikið í á Flórída bauð
þeim stöllum síðan að sýna þar. Þær hafa einnig
haldið sýningar fyrir börn í Tógó í Afríku og í Dan-
mörku og kunnu þau vel að meta gleðigjafana.
Eignaðist barn um leið og Skoppa fór með fyrstu
kópíuna af bíómynd þeirra Skrítlu í Kvikmyndasafnið
Morgunblaðið/Ómar
Á fæðingardeildinni Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir, með litlu Skrítlu í fanginu, og Linda Ásgeirs-
dóttir. Kvikmyndin um Skoppu og Skrítlu, sem er fyrir alla fjölskylduna, verður frumsýnd á annan í jólum.
TVÖFÖLD FÆÐ-
ING SKRÍTLU
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
SIV Friðleifsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í
gær, á 92 ára afmæli flokksins, að
hún hygðist gefa kost á sér til vara-
formennsku í flokknum. Ný forysta
verður kjörin á flokksþinginu þann
16. til 18. janúar næstkomandi.
Sæunn Stefánsdóttir hefur ákveð-
ið að gefa kost á sér áfram í embætti
ritara Framsóknarflokksins. Í viðtali
við mbl.is kvaðst Sæunn hafa hlut-
verki að gegna þótt hún hefði setið í
flokksstjórninni þar sem hún hefði
aldrei setið í ríkisstjórn og ávallt lagt
áherslu á breytingar í flokknum.
Hún segir í yfirlýsingu sem hún
sendi frá sér í gær að framsóknar-
menn hafi verið of linir í samvinnu
við aðra flokka og ekki haldið nægi-
lega fram stefnu sinni.
Undir þetta tekur Siv Friðleifs-
dóttir á vissan hátt í yfirlýsingu
sinni. Hún segir ástæðurnar fyrir því
að Framsóknarflokknum hafi ekki
tekist að vinna á ný það fylgi sem
tapast hefði í síðustu alþingiskosn-
ingum vera fleiri en eina.
„Í tólf ára stjórnarsamstarfi með
Sjálfstæðisflokknum tókst flokknum
ekki nægjanlega vel að leggja
áherslu á þann hugmyndafræðilega
mun sem er á þessum flokkum. Síð-
ustu árin var frjálshyggjan orðin sá
gullkálfur sem hluti þjóðarinnar
dansaði í kringum ýmist viljugur eða
óviljugur. Afleiðingarnar blasa nú
hvarvetna við. Innbyrðis átök hafa
einnig reynst flokknum dýrkeypt.
Menn hljóta að læra af þeim mistök-
um.“
Auk Sivjar hefur Birkir Jón Jóns-
son alþingismaður gefið kost á sér til
varaformennsku í Framsóknar-
flokknum.
Þrír hafa gefið kost á sér í emb-
ætti formanns, Jón Vigfús Guð-
jónsson sjómaður, Höskuldur Þór-
hallsson alþingismaður og Páll
Magnússon, bæjarritari í Kópavogi.
Það var á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins um miðjan nóvem-
ber sem ákveðið var að flýta flokks-
þingi um tvo mánuði. Hart var sótt
að forystu flokksins á miðstjórnar-
fundinum og voru margir efins um
að flokkurinn gæti tvöfaldað fylgi
sitt í næstu kosningum, eins og fyrr-
verandi formaður flokksins, Guðni
Ágústsson, kvaðst trúa, nema skipt
væri um menn í brúnni.
Fleiri vilja í forystuna
Siv í varaformanninn og Sæunn áfram í embætti ritara
Sæunn StefánsdóttirSiv Friðleifsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
GERT er ráð fyrir að 17,5 millj-
arðar króna verði greiddir úr At-
vinnuleysistryggingasjóði á næsta
ári. Í endurskoð-
uðu fjárlaga-
frumvarpi var
þessi upphæð
vegna atvinnu-
leysisbóta hækk-
uð um 10,2 millj-
arða frá því í
haust. Þá er lagt
til að framlag til
Ábyrgðasjóðs
launa vegna
gjaldþrota hækki
um 937,8 milljónir króna frá því
sem áður var ráðgert og verði 1.800
milljónir á árinu 2009.
Sigurður P. Sigmundsson, sviðs-
stjóri rekstrarsviðs Vinnumála-
stofnunar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að greiðslur úr
Ábyrgðasjóðnum hefðu farið lækk-
andi undanfarin ár í takt við góð-
ærið. Í lok síðasta árs hefði verið
byrjað að þrengjast um, t.d. í bygg-
ingariðnaði. Í ár hefði enn sigið á
ógæfuhliðina og stefndi í að yfir 900
milljónir yrðu greiddar úr sjóðnum
í ár vegna gjaldþrota.
„Á næsta ári gerum við ráð fyrir
að þessi upphæð nánast tvöfaldist
og verði um 1800 milljónir,“ segir
Sigurður. „Þarna er um sprengingu
að ræða hvað varðar greiðslur úr
Ábyrgðasjóðnum og margar grein-
ar atvinnulífsins eru orðnar veik-
burða. Ég er ekki aðeins að tala um
byggingariðnaðinn, því gjaldþrot
hafa t.d. aukist í þjónustugreinum
og nú hafa jafnvel fasteignasölur
komið inn á borð Ábyrgðasjóðsins,“
segir Sigurður.
Varlega áætlað að reikna
með 5,7% atvinnuleysi
Í skýringum með endurskoðuðu
fjárlagafrumvarpi kemur fram að á
árinu 2009 er áætlað að atvinnu-
leysi verði 5,7% og að meðalfjöldi
atvinnulausra verði um 9.500
manns. Í þjóðhagsspá sem kynnt
var í byrjun október var reiknað
með að atvinnuleysi yrði 2,7% á
næsta ári.
Í frumvarpinu frá því í október í
haust var gert ráð fyrir að 7,3 millj-
arðar færu í atvinnuleysisbætur á
næsta ári. Nú er sú upphæð komin í
17,5 milljarða.
Á vef Vinnumálastofnunar kemur
fram að 8.907 manns voru skráðir
án atvinnu á landinu öllu í gær.
Karlar voru 5.551 og konur 3.356.
Sigurður P. Sigmundsson segir að
áætlun um 5,7% atvinnuleysi á
næsta ári sé varlega áætluð. „Eins
og staðan er núna bendir allt til að
meðalatvinnuleysi í desember verði
4,5% og hjá Vinnumálastofnun höf-
um við talað um að í lok janúar gæti
atvinnuleysið verið orðið um 6% og
allt að 7% í lok febrúar. Síðan er
það spurning hvernig rætist úr á
vinnumarkaði í vor og sumar.“
Hvert prósentustig í atvinnu-
leysi rúmlega 1700 manns
Sigurður segir að miðað sé við að
á vinnumarkaði séu nú yfir 170 þús-
und manns. Hvert prósentustig í at-
vinnuleysi þýði að yfir 1700 manns
séu án atvinnu og hvert stig kosti
þrjá milljarða króna á ári í bætur
fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð.
Fram kemur í skýringum með
endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi að
í umbeðinni fjárhæð nú er ekki gert
ráð fyrir mögulegum sparnaði
vegna nýs ákvæðis í lögum um at-
vinnuleysistryggingar um greiðslur
atvinnubóta á móti hlutastarfi.
Greiðslur vegna
gjaldþrota tvö-
faldast á næsta ári
Gert er ráð fyrir að 17,5 milljarðar verði
greiddir í atvinnuleysisbætur 2009
Í HNOTSKURN
»Hámarksábyrgð Ábyrgða-sjóðs launa vegna vangold-
inna launa eða launa í upp-
sagnarfresti er 345 þúsund
krónur á mánuði í ár.
»Hámarksábyrgð á greiðsluáunninna orlofslauna er
kr. 552 þúsund.
»Ákvörðun um hver upp-hæðin verður á næsta ári
liggur ekki fyrir.
Sigurður P.
Sigmundsson