Morgunblaðið - 17.12.2008, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
FJÖLMENNUSTU mótmælin til þessa fyrir
framan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu fóru
friðsamlega fram í gær og var enginn handtek-
inn. Mótmælendur lokuðu götunni í aðdraganda
ríkisstjórnarfundar og greip lögreglan til þess
úrræðis að hjálpa ráðherra inn bakdyramegin
frá Suðurgötu við háðsglósur mótmælenda.
Áætlað er að á annað hundrað manns hafi tek-
ið þátt í mótmælunum, en lögreglan hafði mikinn
viðbúnað á staðnum með ríflega sextíu manna
lið. Mótmælendur púuðu á ráðherra þegar þeir
mættu til fundar og kölluðu þá m.a. valdníðinga
og aumingja. Mótmælin stóðu í um klukkustund
og virtust vel skipulögð, því hætt var á slaginu
tíu. Þá komust mótmælendur að samkomulagi
við lögregluna um að fá að þramma óáreittir nið-
ur Tjarnargötu framhjá ráðherrabústaðnum.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Ráðamenn kallaðir valdníðingar og aumingjar
Fjölmenn mótmæli við ráðherrabústaðinn meðan ríkisstjórnarfundur stóð yfir
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„VIÐ höfum átt í erfiðleikum eins og
önnur fyrirtæki, sveitarfélög og
stofnanir. Kostnaður bæjarins
vegna lóðaskila hefur verið þung
byrði í erfiðu árferði,“ segir Gerður
Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Hafn-
arfjarðarbæjar.
Erfiðleikar í efnhagslífi hér á
landi hafa komið illa niður á Hafn-
arfjarðarbæ. Lán í erlendri mynt,
sem bærinn tók á vormánuðum
þessa árs, hafa hækkað mikið vegna
veikingar krónunnar.
Lánið hefur snarhækkað
Lánið var upp á þrjá milljarða
króna þegar það var tekið en skuldin
nemur nú á sjötta milljarð. Þá hefur
lóðum sem úthlutað var verið skilað í
miklum mæli á haustmánuðum.
Bærinn hefur þurft að endurgreiða
þeim sem skila lóðum til bæjarins,
sem þeir höfðu áður greitt fyrir, á
þriðja milljarð króna. Kostnaðurinn
hefur meðal annars verið íþyngjandi
í ljósi þess að samningsbundið er að
bærinn þurfi að greiða þeim sem
skila lóðum fullt verð og verðbætur
að auki.
Drög að fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár voru lögð fyrir bæjarráð
Hafnarfjarðarbæjar í gær. Gert er
ráð fyrir töluverðri endurskipulagn-
ingu og niðurskurði til þess að mæta
erfiðu rekstrarumhverfi og íþyngj-
andi skuldum.
Gerður vildi ekki tjá sig um ein-
staka þætti í fjárhagsáætlun bæj-
arins í ljósi þess að hún er enn til
umfjöllunar hjá bæjarstjórn og hef-
ur ekki verið samþykkt.
Gerður sagði lítið fjármagnsflæði
hjá bænum valda nokkrum erf-
iðleikum. „Fjármagnsflæðið hefur
ekki verið eins og það á að sér að
vera hjá okkur að undanförnu. Þetta
hefur meðal annars leitt til þess að
ekki hefur tekist að borga alla reikn-
inga á réttum tíma, en þeir eru þó
alltaf greiddir að lokum.“
Gerður segir að rekstrarstaða
margra sveitarfélaga í landinu sé
erfið. „Staðan er orðin íþyngjandi
fyrir sveitarfélög. Það gefur auga
leið. Við munum þurfa að fara út í
lántöku til þess að bregðast við stöð-
unni á næstu misserum. Aðgengi að
fjármagni hefur ekki verið gott upp
á síðkastið þannig að áform um lán-
töku eru háð nokkurri óvissu. Ný
fjárhagsáætlun verður lögð fram á
bæjarstjórnarfundi á fimmtudag (á
morgun). Hún tekur mið af rekstr-
araðstæðum sem nú eru fyrir
hendi.“
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu gerir Seðlabanki Ís-
lands ráð fyrir því tekjur ríkisins og
sveitarfélaga muni dragast saman
um 15,5 prósent á næsta ári. Fyr-
irsjáanlegt er að útgjöld muni
hækka umtalsvert umfram fyrri
áætlanir. Meðal annars vegna mikils
fjármagnskostnaðar.
Greiðslustaðan er erfið
Hafnarfjarðarbær á fjárhagserfiðleikum Fjármálastjóri bæjarins staðfestir
að bærinn hafi ekki getað greitt reikninga á réttum tíma í öllum tilfellum
Sveitarfélög munu fá heimild til
þess að hækka útsvar um 0,25
prósent. Úr 13,03 prósentum í
13,28 prósent. Mörg sveitarfélög
fullnýta heimildina við innheimtu
útsvarstekna og má gera ráð fyr-
ir að mörg þeirra muni gera það
áfram í ljósi rýmkunar á heimild-
inni. Hækkun heimildarinnar þýð-
ir auknar tekjur fyrir sveit-
arfélögin um tvo milljarða króna.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hafa kjörnir
fulltrúar í sveitarfélögum lands-
ins rætt saman um það á vett-
vangi Sambands íslenskra sveit-
arfélaga að allt kapp verði lagt á
að verja grunnþjónustuna sem
sveitarfélög þurfa að sinna. Það
er skólaþjónusta upp að fram-
haldsskólastigi, félagsþjónusta,
sorphirða og þess háttar. Auk
þess hafa flest sveitarfélög litið
á rekstur íþróttamannavirkja
sem grunnþjónustu þótt lög geri
ekki sérstaklega ráð fyrir honum
sem grunnþjónustu. Mörg sveit-
arfélög hafa varið miklu fé í að
byggja upp mannvirki fyrir starf-
semi íþróttafélaga.
Aukinn kostnaður lendir á íbúunum
VERÐHRUN
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti húsgögn
verð frá
kr.9.900,-
STEFNT er að því að skíðasvæðið í
Bláfjöllum verði opnað almenningi
á fimmtudag eða föstudag, að sögn
Magnúsar Árnasonar, forstöðu-
manns skíðasvæðanna. Hann segir
að kominn sé snjór í allar brekkur
skíðasvæðisins en þó ekki alveg
nægur alls staðar. Unnið sé að því
að útbúa öruggar skíðaleiðir og
verði vonandi opið um helgina.
Magnús segist vonast til þess að
hægt verði að hafa skíðasvæðið op-
ið um jólin. Reynist færi geti fólk
skellt sér á skíði á jóladag.
Magnús segir að enn sé ekki næg-
ur snjór á skíðasvæðinu í Skálafelli
til að opna þar. elva@mbl.is
Stefnt að opn-
un Bláfjalla
næstu daga
Morgunblaðið/Ómar
Skíði Margir skíðaunnendur fagna
þegar snjór er nægur í Bláfjöllum.
ROBERT Dar-
iusz Sobiescki
sem Hæstiréttur
dæmdi 4. des-
ember sl. í
þriggja ára
fangelsi fyrir að
nauðga stúlku á
Hótel Sögu hef-
ur enn ekki
komið í leit-
irnar. Hann er
eftirlýstur hér á landi og engar
vísbendingar hafa komið fram
um að hann hafi farið úr landi,
samkvæmt upplýsingum Fangels-
ismálastofnunar.
Sobiecki var í farbanni þar til
dómur féll og átti að hefja af-
plánun þá þegar. Þegar hann gaf
sig ekki fram lýsti lögreglan eftir
honum. Lögreglan tekur við upp-
lýsingum um ferðir mannsins í
síma 444-1000.
Hefur enn
ekki fundist
Robert Dariusz
Sobiecki
„VERÐI þetta frumvarp samþykkt
sem lög frá Alþingi felst í því gríð-
arleg pólitísk yfirlýsing af hálfu ís-
lenska þingsins og skýr skilaboð
gagnvart breskum yfirvöldum um að
við sættum okkur ekki við þá með-
ferð sem Íslendingar voru látnir
sæta þegar Bretar beittu hryðju-
verkalögunum,“ segir Sigurður Kári
Kristjánsson alþingismaður.
Hann er fyrsti flutningsmaður
frumvarps fimm þingmanna úr öll-
um flokkum þess efnis að fjármála-
ráðherra megi
veita fé eða lán til
þess að standa
straum af kostn-
aði vegna máls-
höfðunar þeirra
sem þurftu að
þola aðgerðir
Breta. „Þá er
maður fyrst og
fremst að hugsa
um Landsbanka
sem settur var á hryðjuverkalista og
innrás í dótturfélag Kaupþings sem
leiddi til þess að Kaupþing féll,“ tek-
ur Sigurður fram. Hann bætir því við
að brýnt sé að leggja frumvarpið
fram nú þar sem fyrir liggi að máls-
höfðunarfrestir, að minnsta kosti í
máli Kaupþings, séu að renna út.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir að hagsmunir af málsókn séu
svo veigamiklir að óvissa um hver
beri fjárhagslega og lagalega ábyrgð
á henni megi ekki standa í vegi.
ingibjorg@mbl.is
Vilja að fé verði veitt til
málsóknar gegn Bretum
Sigurður Kári
Kristjánsson
VÍSITALA íbúðaverðs á höf-
uðborgarsvæðinu, sem Fast-
eignamat ríkisins reiknar út, lækk-
aði um 0,3% í nóvember frá fyrra
mánuði.
Síðastliðna 3 mánuði lækkaði
vísitalan um 0,7%, síðastliðna 6
mánuði hefur hún lækkað um 0,2%
og lækkun síðastliðna 12 mánuði
var 1,2%, samkvæmt upplýsingum
Fasteignamatsins.
Vísitala íbúða-
verðs lækkar