Morgunblaðið - 17.12.2008, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Það er borðleggjandi að rekstursveitarfélaga á næsta ári verður
erfiður. Landsmenn fengu for-
smekkinn af þróuninni í gær.
Tekjujöfnuður sveitarfélaga fór úrþví að vera 1,4 milljarðar í plús á
þriðja ársfjórðungi í fyrra í að vera
tæpir fjórir milljarðar í mínus í ár.
Auðvitað hafasveitarstjórn-
armenn nokkuð
til síns máls þeg-
ar þeir segja að
framlög hafi ekki
fylgt verkefnum.
Tekjur milliþessara ársfjórðunga standa
samt í stað. Það eru útgjöldin sem
vaxa.
Halldór Halldórsson, formaðurSambands íslenskra sveitarfé-
laga, bendir á í Morgunblaðinu í gær
að aukin útgjöld skýrist að hluta til
vegna þess að erlendar skuldir
hækkuðu við fall krónunnar.
Það er rétt hjá Halldóri. Stýrivext-ir Seðlabankans áttu að slá á
þenslu. Sveitarstjórnarmenn gáfu
skít í efnahagsstjórnina og tóku er-
lend lán fyrir framkvæmdum.
Birgir Björn Sigurjónsson, fjár-málastjóri Reykjavíkurborgar,
sagði í Morgunblaðinu í gær að taka
ætti sex milljarða að láni til að fjár-
magna fjárfestingar og fram-
kvæmdir hjá borginni.
Við munum þurfa að fara út í lán-töku til þess að bregðast við á
næstu misserum,“ segir fjármála-
stjóri Hafnarfjarðar í blaðinu í dag.
Skattgreiðendur eiga ekki óend-anlega mikið af peningum. Rík-
isstjórnin er að skera niður. Í hvaða
heimi starfa sveitarstjórnarmenn?
Halldór
Halldórsson
Draumaveröld sveitarstjórna
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
# "#
$# #
#"
#
$# #"
#"
"# #"
#
#
*$BC
!
"#
$
%&
'(
&%
*!
$$B *!
% & ' (
(& ()
*
<2
<! <2
<! <2
% ' (+ !,(- .
D -
*
)
"#
$
(
/
)
* +,
"#
-&
<
87
'%
.(
/" )
0
$
(
.(
/0
((11( (2)
(+ !
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur
dæmt 19 ára karlmann í sex mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir hættubrot en maðurinn setti
gúmmíbolta upp í leggöng stúlku og skildi hann
þar eftir án hennar vitneskju. Þremur vikum síðar
var boltinn fjarlægður með skurðaðgerð en konan
var þá komin með bólgur og alvarlega sýkingu.
Pilturinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 600
þúsund krónur í bætur. Hann var einnig ákærður
og fundinn sekur um að hóta lögreglumönnum líf-
láti utan við veitingastað á Akureyri.
Fram kemur í dómnum að pilturinn og stúlkan
hittust í júlí og fóru í kjölfarið heim til hennar og
höfðu samfarir. Þau voru bæði drukkin. Pilturinn
sagðist hafa teygt höndina niður á gólf og fundið
þar boltann, sem hann setti síðan inn í leggöng
stúlkunnnar. Stúlkan sagðist hafa talið að boltinn
væri eitthvert kynlífsleikfang sem pilturinn hefði
síðan tekið út.
Boltinn hefði jafnvel getað valdið dauða
Boltinn var sýndur í réttinum en hann var tæpir
6 sentimetrar í þvermál. Læknir bar, að aðskota-
hlutur sem þessi í leggöngum gæti valdið miklum
móðurlífsbólgum og jafnvel dauða. Stúlkan hefði
svarað meðferð mjög vel og mundi atvikið ekki
hafa varanlegar líkamlegar afleiðingar. Hann tók
fram að stúlkan hefði verið mjög undrandi þegar
hann fann boltann en hún hefði áttað sig fljótt á
því hvenær þetta hefði gerst.
Dómurinn taldi að stúlkan ætti rétt til miska-
bóta úr hendi piltsins. Var litið til þess að stúlkan
hefði orðið fyrir verulegum líkamlegum og and-
legum þjáningum vegna verknaðar mannsins og
um tíma mátt búa við það að hætta væri á að hún
yrði ófrjó.
Maður dæmdur fyrir hættubrot
Skildi gúmmíbolta eftir í leggöngum stúlku sem hafði mikla hættu í för með sér