Morgunblaðið - 17.12.2008, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
NICOTINELL
...með bragði!
Munnsogstöflur
Endurbirt að beiðni Lyfjastofnunar. Lágmarksaldur 18 ára en ekki 15 ára eins og áður kom fram.
®Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni þegar reykingum er hætt. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru
einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt. Munnsogstöflur: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 30 stykki á dag af 1 mg og mest 15 stykki á dag af 2 mg.
Lyfjatyggigúmmí: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum
innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 18 ára aldri,
þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Í DAG, miðviku-
dag, verður hald-
inn opinn borg-
arafundur í
Borgartúni 3, kl.
20-22.
Fundarefnið
verður stóru fyr-
irtækin, FL Gro-
up, Stoðir og
spilling í atvinnu-
lífinu.
Frummælendur verða þeir Guð-
mundur Axel Axelsson við-
skiptafræðiingur og Óli Björn Kára-
son blaðamaður og rithöfundur.
Frummælendur fá 5 mínútur hvor
til að tjá sig. Eftir það geta gestir
tjáð sig eða spurt einhvers og fær
hver spyrjandi 2 mínútur.
Fundur um spill-
ingu í atvinnulífinu
Óli Björn Kárason
LOKAFRÁGANGUR við nýbygg-
ingu félagshúss Íþróttafélagsins
Leiknis stendur nú yfir og er áætl-
að að húsið verði tekið í notkun í
febrúar nk.
Húsið þykir í senn vandað og
glæsilegt og er heildarkostnaður
við það áætlaður um 250 milljónir
króna.
Nýtt íþróttahús
opnað í febrúar
Nýtt hús Kjartan Magnússon, for-
maður ÍTR, og Arnar Einarsson,
formaður Leiknis, í nýja húsinu.
SÍÐASTI dagur til að sækja um
jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Ís-
lands er fimmtudagurinn 18. des-
ember. Tekið er á móti umsóknum
frá kl. 13.00 til 16.00. Fjöl-
skylduhjálpin er til húsa að Eski-
hlíð 2 - 4 í Reykjavík.
Fjölskylduhjálpin
UM næstu ára-
mót mun Torfi H.
Tulinius taka við
starfi prófessors
í íslenskum mið-
aldafræðum við
Háskóla Íslands
og verður hann
jafnframt um-
sjónarkennari
M.A.-náms í
Medieval Icelandic Studies, sem er
þverfaglegt framhaldsnám í ís-
lenskum fræðum ætlað erlendum
nemendum. Þetta er nýtt nám sem
markar tímamót í kennslu íslenskra
miðaldafræða.
Torfi hefur gegnt starfi fasts
kennara í frönsku frá árinu 1988,
en frá árinu 2002 hefur hann verið
prófessor í frönsku og miðaldabók-
menntum.
Prófessor í íslensk-
um miðaldafræðum
Torfi H. Tulinius
FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands-
sambands eldri borgara lýsir yfir
þungum áhyggjum vegna stöðu
samfélagsins um þessar mundir.
Framkvæmdastjórnin skorar á
íslensk stjórnvöld að tryggja að
hlutur ellilífeyrisþega verði í engu
skertur frá því sem nú er og að
staðið verði við öll þau loforð um
kjarabætur sem taka eiga gildi
þann 1. janúar 2009.
Loforð standi
REYNIR Traustason, ritstjóri DV, hyggst sitja
áfram á stóli ritstjóra enda hafi hann hlotið
stuðning til þess hjá útgefanda blaðsins, Birt-
íngi.
Í yfirlýsingu sem Reynir sendi frá sér í gær-
kvöldi segir hann að upptaka sem birt var í
Kastljósi hafi verið gerð án sinnar vitundar.
„Tveggja manna trúnaðarsamtal er varhuga-
verð heimild. Í slíku samtali tala menn gjarnan
opinskátt og segja jafnvel meira en þeir meina
eða vilja sagt hafa. Í þessu einkasamtali við
starfsmanninn viðhafði ég óvarleg ummæli um
nafngreinda einstaklinga í hita augnabliksins.
Ég harma framsetningu þeirra og bið viðkom-
andi afsökunar. Ég fékk ekki
við neitt ráðið. Þessi ummæli
eru því ekki aðeins meiðandi
fyrir viðkomandi heldur einn-
ig fyrir mig persónulega.
Hver og einn á rétt á leiðrétt-
ingu orða sinna. Kastljós virti
slík sjónarmið að vettugi. Hér
var því um að ræða alvarlegt
brot gegn persónufriðhelgi
minni. Dagblaðið DV hefur
um margra ára skeið átt sér ýmsa óvildarmenn,
sem margir hverjir hafa opinberlega talað gegn
blaðinu og viljað það burt af fjölmiðlamarkaði.
Blaðið hefur fram að þessu staðið allt slíkt af
sér og hvergi dregið undan í umfjöllun sinni ef
mál er talið upplýsandi,“ segir í yfirlýsingu
Reynis Traustasonar.
Starfsmenn DV funduðu um málið í gær, með
og án ritstjóranna tveggja, Reynis Traustason-
ar og Jóns Trausta Reynissonar. Ákveðið var að
láta daginn líða og sjá hver þróunin yrði.
Undir kvöld sagði Valur Grettisson blaðamað-
ur upp störfum á DV. Valur segir ástæðu upp-
sagnarinnar þá að upp sé komið umhverfi sem
hann hvorki geti né vilji starfa við.
Yfirlýsingu Reynis Traustasonar má lesa í
heild á www.mbl.is.
Ritstjóri DV hyggst ekki hætta
Harmar framsetningu ummæla sem hann viðhafði og biður viðkomandi afsökunar
Reynir Traustason