Morgunblaðið - 17.12.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
EDEN
Fasteignin Austurmörk 25 í Hveragerði er til sölu. Húsnæðið hefur
hýst starfsemi Eden um árabil og er innréttað sem slíkt. Tæki og
áhöld til rekstursins geta fylgt. Eignin er laus til afhendingar.
Fasteignin er alls um 3.085 m2 að stærð og stendur á 11.600 m2 lóð.
Möguleiki er á að rekstur Edens verði leigður til trausts aðila.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sigurðsson hrl hjá
Málflutningsskrifstofunni Austurvegi 6 Selfossi sími 482 2299
Austurvegi 6 • 800 Selfossi
Sími 482 4800 • Fax 482 4848
arborgir@arborgir.is
www.arborgir.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
FJÁRLÖG næsta árs sem nú bíða
þess að verða samþykkt á Alþingi
einkennast öðru fremur af nið-
urskurði og hagræðingu. Frá því
fjárlagafrumvarpið var lagt fram 1.
október síðastliðinn hefur staða
efnahagsmála gjörbreyst. Þar vegur
þyngst yfirtaka Fjármálaeftirlitsins
á Glitni, Landsbankanum og Kaup-
þingi á grundvelli neyðarlaga sem
samþykkt voru á þinginu 6. október.
Endurskoðuð tekjuáætlun efna-
hagsskrifstofu fjármálaráðuneyt-
isins gerir ráð fyrir 395,8 milljarða
tekjum ríkisins á næsta ári sem er
54,6 milljörðum minna en ráð var
fyrir gert þegar frumvarpið var lagt
fram. Það er nokkurn veginn í takt
við spá Seðlabanka Íslands um 15,5
prósenta tekjusamdrátt ríkis og
sveitarfélaga á næsta ári. Ljóst er að
forsendur fjárlaganna, meðal annars
spár um tekjusamdrátt, eru háðar
meiri óvissu nú en oft áður. Þar ræð-
ur mestu að horfur í efnahagsmálum
eru óljósar, þótt ljóst sé að þær eru
neikvæðar. Ekki má mikið út af
bregða svo forsendur fjárlaganna
bregðist. Staða margra fyrirtækja í
landinu er óljós eftir fall bankanna
og framtíð þeirra verður ekki ljós
fyrr en á næsta ári, þegar yfirferð
yfir stöðu viðskiptavina nýju rík-
isbankanna og gömlu bankanna sem
nú eru í greiðslustöðvun liggur fyrir.
Rekstrarkostnaður á öllum
rekstrareiningum á vegum íslenska
ríkisins er skorinn niður. Þar á með-
al er kostnaður við rekstur eininga
sem teljast til æðstu stjórnunar rík-
isins skorinn niður um tæplega 300
milljónir. Það á t.d. við um Alþingi,
Hæstarétt, Ríkisendurskoðun, emb-
ætti forseta Íslands og umboðsmann
Alþingis.
Samanlagður niðurskurður ráðu-
neyta ríkisins nemur um 18,3 millj-
örðum króna. Þar af eru tæplega sjö
milljarðar í heilbrigðisráðuneytinu
og rúmlega átta milljarðar í sam-
gönguráðuneytinu. Niðurskurðurinn
kemur í mörgum tilfellum beint nið-
ur á þjónustu. Í sumum tilfellum er
þó fyrst og fremst stefnt að því að
skera niður kostnað við almennan
rekstur, sem ekki þarf að bitna beint
á þjónustu.
Stofnanir haldi sig innan marka
Ríkisendurskoðun hefur árum
saman brýnt fyrir Alþingi nauðsyn
þess að auka agann í ríkisfjármálum.
Þá helst með því að stofnanir haldi
sig innan þess ramma sem fjárlögin
setja þegar kemur að útgjöldum.
Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri
Ríkisendurskoðunar, segir stjórn-
völd og ríki þurfa að huga vel að
meiri aga í ríkisfjármálum í ljósi að-
stæðna.
„Það má segja að ríkið hefði mátt
hlusta betur á okkar tilmæli um að
auka agann í fjármálum undanfarin
ár. Það hefur ekki gengið nógu vel
að fara eftir rammanum sem fjár-
lögin setja. Ég held samt að allir
geri sér grein fyrir því að aðstæður
nú eru óvenjulegar. En því meiri
ástæða er til þess að sýna mikinn
aga í ríkisrekstrinum.“
Stjórnvöld hafa lýst því yfir að
mikil áhersla verði lögð á mennta-
mál og rannsóknir í því endur-
uppbyggingarstarfi sem blasir við
eftir hrun fjármálakerfisins. Nið-
urskurður miðað við fjárlög ársins á
þessu ári blasir þó við. Samtals nem-
ur niðurskurður menntamálaráðu-
neytisins um 4,6 milljörðum króna.
Meðal annars eru framlög til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna skorin
niður um 1,5 milljarð króna, þótt
viðbúið sé að námsmenn muni í
auknum mæli leita til sjóðsins. Í
skýringum á breytingartillögum
fjárlagafrumvarpsins kemur fram
að framlag til sjóðsins verði „skert
tímabundið“ og þess í stað verði
„gengið á eigið fé sjóðsins“. Þetta er
stefnubreyting miðað við stöðuna
undanfarin ár. Hún kemur þó ekki á
óvart þegar horft er til þeirra
hremminga sem fjárlagafrumvarpið
tekur mið af.
Þurfa að sæta skerðingu
Niðurskurðurinn nær jafnt til
grunnþjónustu ríkisins sem og ann-
arra fjárveitinga, svo sem til menn-
ingar og lista. Flest söfn á vegum
ríkisins þurfa að sæta talsverðri
skerðingu á fjárframlögum. Þar fær
mesta skerðinguna Hönnunarsafn
Íslands, 72 milljónir króna, sem var
framlag ríkisins til byggingar safns-
ins í Garðabæ.
Ekkert pláss fyrir agaleysi
Mikill niðurskurður hefur víðtæk áhrif Þörf á meiri aga í ríkisfjármálum segir Lárus Ögmundsson
skrifstofustjóri Ríkisendurskoðunar Forsendur fjárlaga byggjast á mikilli óvissu í efnahagsmálum
Morgunblaðið/ÁsdísÁsgeirsdóttir
Háskóli Um 200 nemendur Háskóla Íslands sjást hér mótmæla fjárhagsvanda skólans í fyrra.
LOKA á Surtseyjar- og Hornstrandastofu samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu. Tólf milljónir á að spara með lok-
un Surtseyjarstofu og 15 milljónir með því að loka Horn-
strandastofu.
Lögð er til 15 milljóna kr. lækkun fjárveitingar með
því að hætta við rekstur gestastofu á Látrabjargi. Þá er
lagt til að sparaðar verði 50 milljónir með því að fresta
byggingu gestastofu í Snæfellsnesþjóðgarði. Sparaðar
verða 3,4 milljónir með því að lækka fjárveitingu til
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn þarf einnig að spara og þar er lagt
til að sparaðar verði um 8 milljónir með því að falla frá ráðningu nýs
starfsmanns. aij@mbl.is
Gestastofum frestað og lokað
LAGT ER til að greiðslur ríkisins til fæðingarorlofs-
sjóðs lækki um 400 milljónir króna frá því sem ráð-
gert var í frumvarpinu frá því í október. Þá var gert
ráð fyrir að 10,4 milljarðar yrðu greiddir í sjóðinn.
Gert er ráð fyrir að mánaðarleg greiðsla fæðing-
arorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi verði að
hámarki kr. 400.000 á árinu 2009. Hámarkið miðast
við meðaltalsmánaðartekjur foreldra að fjárhæð
500.000 kr. þannig að mánaðarleg útgreiðsla sjóðsins
til foreldris verði að hámarki 80% af þeirri fjárhæð.
Hámark 400 þúsund á mánuði
Í FRUMVARPI til fjárlaga er lagt til að tæplega 2,7
milljarðar vegna S-merktra lyfja verði færðir af fjár-
lagagrunni Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri yf-
ir á Sjúkratryggingar. Sjúkrahúsin tvö hafa sagt upp
samningum um S-merkt lyf þar sem þau telja sig ekki
hafa fengið það fjármagn sem þarf til að standa undir
kostnaði við þau.
Heildarkostnaður vegna S-merktra lyfja var 2,4 millj-
arðar króna á síðasta ári samanborið við 1,26 milljarða
króna árið 2002 þegar gildandi samningar voru gerðir.
Á undanförnum 5 árum hefur því kostnaðurinn hækkað að meðaltali um
tæplega 20% á ári sem er umfram almenna hækkun á lyfjakostnaði og er
skýringin sú að S-merkt lyf eru almennt nýrri og dýrari. Að mati vinnu-
hóps heilbrigðisráðherra sem gerði úttekt á kaupum og notkun S-merktra
lyfja hefur verið staðið faglega að þessum málum hjá báðum sjúkrahús-
unum.
S-merkt til Sjúkratrygginga
LAGT er til að framlög til Landeyjahafnar verði lækkuð
um 246,1 m.kr. Frestað verður tilteknum hluta fram-
kvæmda við höfnina til að ná þessum sparnaði. Í frum-
varpinu, sem lagt var fram í október, var gert ráð fyrir
að í verkefnið færi rúmlega milljarður króna á næsta ári.
Talið er óhjákvæmilegt að draga úr öðrum hafn-
arframkvæmdum. Lokið verði við framkvæmdir sem
samningsbundnar eru og þau verkefni í hafnargerð sem
nauðsynleg eru til að mannvirki nýtist að fullu.
Lagt er til að framlög til sjóvarnagarða verði lækkuð
um 94,5 m.kr. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði farið í framkvæmdir
fyrir um 177 m.kr. og að mismunurinn verði fjármagnaður með ónýttum
fjárheimildum fyrri ára sem voru 118 m.kr. um síðustu áramót.
aij@mbl.is
Hægt á við Landeyjahöfn