Morgunblaðið - 17.12.2008, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Morgunblaðið/Golli
Yfirmaður Annar mannanna var forstöðumaður hjá FL Group, sem í dag
heitir Stoðir. Hinn maðurinn starfaði hjá Landsbanka fram að bankahruni.
safns fjárfestingarfélagsins við lok
viðkomandi ársfjórðungs“.
Gengi bréfanna hækkaði ört þessa
síðustu fimm daga fyrir lok fjórð-
ungsins en eftir að honum lauk hætti
FL Group samstundis kaupum í fé-
lögunum og fór þá gengi þeirra að
lækka. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru umrædd félög Finna-
ir, Royla Unibrew, Bang & Olufsen
og Aktiv Kapital. Annar hinna
grunuðu er fyrrverandi for-
stöðumaður eigin viðskipta hjá FL
Group. Hann lét af störfum hjá fé-
laginu vorið 2007. Hinn maðurinn
starfaði sem verðbréfamiðlari hjá
Landsbankanum en hætti þar þegar
bankinn féll í byrjun október.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
MARKAÐSMISNOTKUNIN sem
fyrrverandi starfsmaður FL Group
og fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá
Landsbankanum eru grunaðir um
að hafa stundað átti sér stað á síð-
ustu fimm viðskiptadögum annars
ársfjórðungs árið 2006. Samkvæmt
upplýsingum frá Fjármálaeftirlit-
inu, sem hefur rannsakað málið í á
annað ár, eru mennirnir tveir grun-
aður um að hafa með ásetningi
hækkað gengi hluta í fjórum nor-
rænum félögum sem FL Group átti
hluti í með tilboðum og viðskiptum
„í því skyni að fegra stöðu eigna-
Staða eignasafns
FL Group fegruð
ÞETTA HELST ...
● VELTA á skuldabréfamarkaði nam
8,6 milljörðum króna í gær, en skulda-
bréfamarkaðurinn er nú langstærsti
verðbréfamarkaður landsins. Til sam-
anburðar má nefna að velta með hluta-
bréf nam einungis um 286 milljónum
króna.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk-
aði um 1,07% í gær og var lokagildi
hennar 371,23 stig. Gengi bréfa Exista
lækkaði um 42,86% og stendur í fjór-
um aurum. Þá lækkaði gengi bréfa
Straums-Burðaráss um 3,89% og Eim-
skipafélagsins um 0,76%. Gengi bréfa
Össurar hækkaði um 0,52% og Bakka-
varar um 0,31%. bjarni@mbl.is
Mest umsvif
með skuldabréf
● HELSTU hluta-
bréfavísitölur hækk-
uðu umtalsvert á
Wall Street í gær eftir
að bankastjórn Seðla-
banka Bandaríkjanna
tilkynnti að stýrivextir
yrðu lækkaðir í 0-
0,25%. Hafa stýrivextir aldrei verið
jafnlágir í Bandaríkjunum.
Dow Jones vísitalan hækkaði um
362,32 stig eða 4,23% og er
8.926,85 stig. Nasdaq hækkaði um
5,41% og S&P 500 um 5,15%.
Hlutabréf deCode, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hækkuðu
um rúm 9% og er lokaverð þeirra
0,23 dalir á hlut. guna@mbl.is
Stýrivextir aldrei
lægri í Bandaríkjunum
● Í GÆR voru undirritaðir samningar
um viðskiptavakt með íbúðabréf.
Skyldur viðskiptavaka felast í því að
leggja fram kaup- og sölutilboð á eft-
irmarkaði að fjárhæð að minnsta kosti
50 milljónir króna og endurnýja þau
innan tíu mínútna frá því að þeim hefur
verið tekið. Þá ber viðskiptavökum að
leggja fram tilboð að lágmarki 300
milljónir króna að nafnvirði í íbúða-
bréfaútboðum Íbúðalánasjóðs.
Samningurinn mun taka gildi í dag,
miðvikudaginn 17. desember
bjarni@mbl.is
Viðskiptavakt
með íbúðabréf
● SAMKVÆMT nýjum reglum Seðla-
bankans um gjaldeyrismál fjölgar þeim
aðilum sem fá undanþágur frá þeim
höftum sem sett hafa verið á gjaldeyr-
isviðskipti. Helst ber þar að nefna ríki
og sveitarfélög, sem og fyrirtæki í
meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga.
Fyrirtæki, sem eru aðilar að fjárfesting-
arsamningum við ríkið og fyrirtæki sem
fengið hafa leyfi til olíuleitar eru sömu-
leiðis undanþegin reglunum. Þá er
skilanefndum bankanna veitt und-
anþága frá áðurnefndum reglum.
bjarni@mbl.is
Undanþágur frá gjald-
eyrishöftum
„ÚTLIT er fyrir að einhverjir lífeyr-
issjóðir verði með meira en 10% mun
á milli eignarliða og lífeyrisskuld-
bindinga. Þeir sjóðir munu þurfa að
skerða lífeyrisréttindi sem þessu
nemur að óbreyttum lögum. Þetta
mun koma niður á þeim sem eru þeg-
ar komnir á lífeyrisaldur,“ segir í at-
hugasemdum frumvarps fjármála-
ráðherra um lífeyrissjóði.
Verði frumvarpið að lögum er líf-
eyrissjóðum heimilt að lækka ekki
lífeyrisgreiðslur þrátt fyrir að meira
en 10% munur sé á milli eigna og
skuldbindinga sjóðsins þegar árið
2008 verður gert upp.
Áður var miðað við að hlutfallið
mætti ekki fara yfir 10% án skerð-
ingar á lífeyrisréttindum en má sam-
kvæmt frumvarpinu vera allt að
15%. Gildir heimildin í eitt ár.
„Hér er verið að víkka þetta út
þannig að í rauninni er verið að velta
ákveðnum vanda yfir á framtíðar-
skuldbindingar,“ sagði Pétur Blön-
dal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í umræðum um frumvarpið. Það
væri mjög varasamt. bjorgvin@mbl.is
Aukið bil milli eigna
og skuldbindinga
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
MP Banki, einn lánardrottna Hansa
ehf., telur gjaldþrot félagsins vera
óumflýjanlegt og vill að það verði tek-
ið til gjaldþrotaskipta. Hansa ehf.,
sem er eigandi enska knattspyrnu-
liðsins West Ham, er í eigu Björgólfs
Guðmundssonar.
Félagið óskaði nýverið eftir áfram-
haldandi greiðslustöðvun fram í mars
á næsta ári en MP banki setti sig upp
á móti þeirri ósk. Taldi bankinn ráða-
gerðir Hansa-manna óraunhæfar,
ólíklegar og samrýmast ekki tilgangi
greiðslustöðvunar. Ef dráttur yrði á
gjaldþrotaskiptum myndi það ein-
ungis auka hættuna á að kröfuhöfum
yrði mismunað. Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurðaði á föstudag
að Hansa gæti verið áfram í greiðslu-
stöðvun til föstudagsins 6. mars 2009.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins verður úrskurðurinn kærður til
Hæstaréttar.
Skulda félögum í Lúxemborg
Á fundi sem var haldinn með kröfu-
höfum félagsins 4. desember síðast-
liðinn var farið yfir helstu eignir og
skuldir félagsins líkt og þær voru um
miðjan nóvember. Samkvæmt þeim
efnahagsreikningi var eigið fé Hansa
neikvætt um 13,3 milljarða króna.
Eignir voru bókfærðar á 24,7 millj-
arða króna en skuldir þess voru á
sama tíma sagðar 38 milljarðar
króna. Alls eru um 16,9 milljarðar
króna af skuldunum með breytirétti í
hlutabréf. Eigendur þeirra skulda
eru Björgólfur Guðmundsson og tvö
félög í hans eigu sem skráð eru í Lúx-
emborg, Bell Global Sarl og Monte
Cristo Ltd.
Í greinargerð sem Hansa lagði
fram fyrir dómi segir að félagið vilji
áframhaldandi greiðslustöðvum til að
geta selt West Ham og það ferli sé
þegar hafið. Þegar hafi verið haft
samband við mögulega kaupendur.
Ekki er þó tiltekið um hverja sé að
ræða. Þar kemur einnig fram að
Standard Bank og Novator Partners
LLP annist söluna. Novator er í eigu
Björgólfs Thors Björgólfssonar og
Standard Bank er einn stærsti kröfu-
hafinn í bú Samson eignarhalds-
félags, sem Björgólfsfeðgar eiga
einnig en er í gjaldþrotaskiptum. Alls
nema skuldir Samson við Standard
um átján milljörðum króna.
Segjast meira virði en City
Í dómsorði kemur fram að for-
svarsmenn Hansa telji að þeir geti
fengið allt að 250 milljónir punda, um
44 milljarða króna, fyrir félagið. Eng-
in gögn voru lögð fram til að styðja
það verðmat en Hansa-menn bentu á
að Manchester City, sem einnig er
breskt knattspyrnufélag, hefði selst á
230 milljónir punda, um 40 milljarða
króna, í lok ágúst síðastliðins og að
þeirra mati sé West Ham enn verð-
mætara. Manchester City var keypt
af fjárfestingarfélaginu Abu Dhabi
United Group sem tengist konungs-
fjölskyldunni í Abu Dhabi. Hún er
metin á um 500 milljarða punda, eða
87 þúsund milljarða íslenskra króna.
Til samanburðar eru heildarskuldir
íslensku bankanna erlendis um tíu
þúsund milljarðar króna. Þegar
Björgólfur Guðmundsson keypti
West Ham fyrir tveimur árum voru
greiddar fyrir um 85 milljónir punda
auk þess sem skuldir upp á 22 millj-
ónir punda voru yfirteknar.
Vilja frest til að
selja West Ham
Reuters
Kaup Björgólfur Gðmundsson keypti West Ham ásamt Eggerti Magnússyni.
Gjaldþrot Hansa sagt óumflýjanlegt
Fengu greiðslustöðvun áfram
Í HNOTSKURN
» Hansa keypti West Hamhaustið 2006 á 85 milljónir
punda og yfirtók auk þess 22
milljónir punda skuldir.
» Eigendurnir telja sig núgeta fengið 250 milljónir
punda fyrir félagið og benda á
kaupin á Manchester City því
til stuðnings. Þeir sem keyptu
það félag eru meðal ríkustu
manna í heimi.
#$%
!!"
&'( ) * ++)'
1&8>&
(
7* ->&
/0 >&
&/-&% 5 :8* ->&
4- (>&
?>&
'#@AB
' C(
)+)&$>&
2>&
!"" , & #
1 81D9
1 8# #.+
/(
+E 9(
BF>>&
-. $ /"0
G 91G
(*>&
-
>&
1 2%
+3
!"
#"
!$
"
H
-
I$
3 J
4-'
;!
"
;
C
C
"
C
;!"
;"
C
C
C
;
C
;"
C
C
K"
K
K
;K
;K
C
!K
C
K!
K!
;!K
C
C
; K
C
;K
C
C
K
K
K
;K
;K
C
!K!
C
K
!K
;!K
K
C
; K
;K
; K
;K
K
+7
-
;
;
C
C
!
C
;
C
C
C
C
;
C
C
=
; ; "
; ; "
; ; "
; ; "
"; "
C
; ; "
; "
; ; "
; ; "
;!;; "
; ; "
;;;; "
; ; "
;; "
; ; "
";; "
;; "
1I
1I
1I
A?L4
A?L
<
<
A?L5
6(L
<
<
= DM B <
<
+I'/
=1L
<
<
A?L7;
A?L-
<
<
● „HVAÐ fyrirtækin varðar er það lík-
lega versti kosturinn að gera ekki neitt
og láta eftirspurn hrynja og atvinnu-
leysi vaxa án viðspyrnu. Hækkun skatta
og notkun ríkisútgjalda til aukinna
framkvæmda skapar fyrirtækjunum
verkefni, fólki tekjur og eykur eft-
irspurn eftir vörum og þjónustu. Það er
þekkt úr hagfræðikenningum og reynd
að aukin ríkisútgjöld fjármögnuð með
skattheimtu eru virkari í þessu efni en
skattalækkun,“ segir Indriði H. Þorláks-
son hagfræðingur og fyrrverandi rík-
isskattstjóri á heimasíðu sinni.
Honum finnst ríkisstjórnin bregðast
seint og illa við. bjorgvin@mbl.is
Útgjöld fjármögnuð
með skattheimtu virkari