Morgunblaðið - 17.12.2008, Side 19
KRISTÍN Björk Kristjánsdóttir
(Kira Kira) verður í jóladagatali
Norræna hússins á morgun. Nor-
ræna húsið stendur í desember fyr-
ir lifandi jóladagatali.
Dagatalið fer þannig fram að á
hverjum degi kl 12:34 verða ýmsir
listamenn með uppákomu í 15-20
mínútur.
Dagatalinu er ætlað að veita
áhorfendum innblástur, lyfta and-
anum augnablik og hlaða rafhlöð-
urnar á aðventunni. Komast í burt
frá öllu stressi og njóta þess að eiga
notalega stund með piparkökum,
jólaglöggi og góðum félagsskap.
Syngur í norræna
jóladagatalinu
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar og fróðleiks í aðdraganda jóla og mögulegt að næra
skilningarvitin með ýmsum hætti. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja
þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
7 dagar til jóla
Þingeyjarsveit | Það er mikið að gera í hársnyrtingu þessa dagana enda vill
fólk hafa hár sitt vel klippt og greitt um jólin. Hjá hársnyrtistofum er víða
upppantað og sumir hafa opið fram á kvöld til þess að enginn fari í jóla-
köttinn hvað þetta varðar.
Dýrin þurfa líka að líta vel eins og mannfólkið en á flestum sveitabæjum
er búið að rýja féð og mjög margir bændur klippa kýrnar til þess að hafa
þær hreinar á básunum um jólin. Heimilishundarnir eru engin undantekn-
ing frá þessu sem og önnur gæludýr og var sveitahundurinn Spori bara
ánægður í jólaklippingu í dýraspítalanum á Húsavík. Bárður Guðmundsson
dýralæknir kunni greinilega handtökin en Spori varð mjög fínn að klipp-
ingu lokinni og bíður nú eftir jólunum enda vonast hann eftir stóru beini á
aðfangadagskvöld.
Dýrin þurfa líka jólaklippingu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
BORGARSKJALASAFN
Reykjavíkur hefur opnað jóla-
kortavef á slóðinni www.borg-
arskjalasafn.is þar sem hægt
er að senda rafræn jólakort
sér að kostnaðarlausu.
Kortin eru krúttleg og gam-
aldags, flest frá fyrri hluta 20.
aldar og er hægt að senda jóla-
kveðju með á yfir 25 tungu-
málum auk eigin kveðju.
Jólakortin eru úr einstöku
póstkortasafni Sveinbjörns
Jónssonar sem Krístín S. Árnadóttir afhenti safninu það vorið 2004 og
spannar það alla 20. öldina.
Gömul íslensk jólakort á netinu
Á AÐFANGADAG verður haldin
dönsk jólamessa að venju í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík. Hefst messan
kl. 15.00 Slík messa hefur verið hald-
in um árabil og er það danska sendi-
ráðið á Íslandi sem hefur veg og
vanda af helgihaldinu. Ólöf Kolbrún
Harðardóttir leiðir sönginn en Mar-
teinn H. Friðriksson organisti leikur
undir.
Mikill fjöldi hefur sótt þessar
messur í gegnum tíðina, bæði Danir
sem eru búsettir hér á landi, en einn-
ig aðrir Norðurlandabúar. Auk
þeirra er það orðinn fastur liður hjá
mörgum Íslendingum sem tengjast
Danmörku á einn eða annan hátt að
sækja þessa stund og hefja þannig
jólahaldið. Að þessu sinni mun áhöfn
danska strandgæsluskipsins Hvid-
bjørnen taka þátt í helgihaldinu. All-
ir eru að sjálfsögðu velkomnir.
Dönsk messa
STUTT
Eftir Andrés Skúlason
Djúpivogur | Síðastliðið haust tók
til starfa nýr skólastjóri við Tón-
skóla Djúpavogs, József Belá Kiss,
að nafni, en hann kemur alla leið
frá Ungverjalandi.
József hefur aðlagast mannlífinu
vel á Djúpavogi á þeim skamma
tíma sem hann hefur verið við
störf og hefur þegar komið fram á
nokkrum skemmtunum sem haldn-
ar hafa verið í bænum. József
starfaði m.a. við óperuhús í heima-
landi sínu og hefur nú þegar heill-
að heimamenn á Djúpavogi bæði
með söng og leikrænum tilburð-
um.
Fyrstu jólin fjarri
heimahögum
József mun nú halda sín fyrstu
jól fjarri heimalandi sínu og segist
hann hlakka mikið til, enda hefur
hann nýverið fengið fjölskyldu
sína, konu og tvö börn til Djúpa-
vogs. Kona Józsefs er einnig
menntuð á sviði tónlistar og mun
hún m.a. taka að sér hlutastarf við
tónlistarkennslu hjá leik-
skólabörnum á Djúpavogi, sem á
án nokkurs vafa eftir að mælast
vel fyrir.
József og fjölskylda hafa síðustu
daga verið í óða önn við undirbún-
ing jólanna og að því tilefni keypti
József sér m.a. fallegt grenitré á
hinum árlega Jólatrjámarkaði
Skógræktarfélags Djúpavogs.
En sinn er siður í landi hverju,
að sögn József háttar því þannig
til í Ungverjalandi að það er Jesús
sjálfur sem gefur jólatréð og er
því trénu haldið alveg leyndu fyrir
börnunum allt fram á aðfangadag.
József var því eðli málsins sam-
kvæmt einn á ferð í skógræktinni,
meðan innfæddir leiddu börnin um
svæðið í ákafri leit að hinu eina og
sanna jólatré.
Í Ungverjalandi er það
Jesús sem gefur jólatréð
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Sinn er siður í landi hverju József Balá Kiss felur jólatréð fyrir börnunum.
HRÍFANDI BÓK
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Ljúfsár ... hrífandi
... dramatísk og
einlæg.
Einar Falur Ingólfsson,
Lesb. Mbl.
Unaðslegt að lesa
þetta ... virkilega
góð bók.
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kiljan
AÐ DREPA MANN ...
HEIMSKAN OG HRÆSNIN
GULLMOLI!
Mögnuð
skáldsaga um
glæframenni
og glæpi
þeirra.
„Glæpasaga handa
hugsandi fólki.“
Katrín Jakobsdóttir,
Mannamál.
Frábær bók, alveg
frábær bók!
Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kiljan
... háðsk ádeila á
nútímasamfélagið
Jón Þ. Þór, DV
... hinum sem láta
stjórnast af ágirnd
og græðgi getur
[bókin] vonandi
kennt að skammast
sín. Umfram allt
hefur hún þó
manngæsku og
náungakærleik
til vegs.
Jón Þ. Þór, DV