Morgunblaðið - 17.12.2008, Síða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
ÞAÐ einkennir oft
umræðu um alþjóða-
mál hér á landi að
mönnum er gjarnara
að reyna að finna hjá-
leið framhjá almenn-
um leikreglum á al-
þjóðavettvangi en að
fara troðnar slóðir.
Þessi þjóðarlöstur –
að leita sér stöðugt að
nýrri smugu – hefur
einungis skilað okkur vondri nið-
urstöðu þegar þessi leið hefur ver-
ið farin. Okkur hefur gefist best
að vinna með nágrannaríkjum
okkar og leita sömu lausna, hvort
sem það var með aðildinni að
EFTA eða með samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið.
Nú blasir við að íslenska krónan
verður ekki gjaldmiðill þjóð-
arinnar nema um stutta hríð.
Undanfarin misseri hefur ítrekað
verið staðhæft að einhliða upptaka
evru sé lausn á þessum gjaldmið-
ilsvanda. Jafn oft hafa verið færð
sannfærandi rök fyrir því að svo
er ekki. Einhliða upptaka evru
hefur aldrei verið reynd af
þróuðu, sjálfstæðu ríki. Evrópu-
sambandið er andvígt einhliða
upptöku. Við eigum víðtæk og
pólitísk og viðskiptaleg tengslum
við Evrópusambandið. Upptaka
gjaldmiðils Evrópusambandsins, í
blóra við vilja þess, er ósamrým-
anleg slíkri stöðu. Það hefur líka
verið bent á að einhliða upptaka
sé okkur dýr og að hún leysi á
engan hátt úr þeim vanda sem að
okkur steðjar vegna skorts á lán-
veitanda til þrautavara. Banka-
kerfið okkar hrundi vegna skorts
á alþjóðlegum gjald-
eyri. Um allan heim
leita menn leiða til að
stækka gjaldmið-
ilssvæði til að draga
úr áhættu smárra
myntsvæða og greiða
fyrir meira efnahags-
jafnvægi og lægri
vöxtum til lengri tíma
litið. Ætlum við þá,
eftir allt sem á undan
er gengið, að búa til
sérstaka íslenska
evru með tilheyrandi
áhættu?
Það er til leið til efnahagslegrar
endurreisnar sem öll nágrannaríki
okkar hafa farið við efnahagslega
ágjöf. Sú leið er aðild að Evrópu-
sambandinu. Hún leysir auðvitað
ekki allan vanda tafarlaust, en hún
veitir jafnt efnahagslegan og póli-
tískan stöðugleika. Aðild er líka til
þess fallin að tryggja öllum í sam-
félaginu sanngjarna hlutdeild í
efnahagslegum ávinningi og draga
úr hættu á misskiptingu milli
stétta og þjóðfélagshópa. Einhliða
upptaka án samþykkis Evrópu-
sambandsins er tilræði við það
efnahagslega jafnvægi sem er
nauðsynleg forsenda sáttar um
nýja efnahagsuppbyggingu.
Sumir talsmenn þessarar hug-
myndar staðhæfa að þessi leið sé
óhjákvæmileg vegna erfiðrar
stöðu landsins og þess tíma sem
aðildarviðræður taki. Það eru mik-
il falsrök. Fyrir það fyrsta hefur
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins veitt fyrirheit um að að-
ildarviðræðum verði hraðað í ljósi
fordæmislausrar stöðu Íslands. Í
annan stað líta slíkar staðhæf-
ingar framhjá þeim ávinningi sem
aðildarferlið yrði fyrir efnahags-
lífið og verðmyndun á krónunni.
Augljóst er og ágreiningslaust að
hættulegt er að láta krónuna fljóta
áður en að aðildarviðræður hefjast
og á meðan fullkomin óvissa er um
framtíðarfyrirkomulag peninga-
mála. En það yrði okkur veruleg-
ur ávinningur í kjölfarið að hafa
krónuna með slíku flotholti, sem
aðildarferlið er, til að takast á við
það efnahagslega ójafnvægi sem
hér er óhjákvæmilegt á næstu ár-
um. Það er enda tilgangur aðild-
arferlisins í efnahagslegu tilliti að
draga úr ósamkvæmni í hagsveiflu
og tryggja sjálfbærni þess viðmið-
unargengis sem evran yrði á
gagnvart íslensku krónunni til
frambúðar. Einungis þannig
tryggjum við traust og stöðugt
efnahagskerfi til næstu áratuga.
Það ber ekki að útiloka að sér-
stakar lausnir eða tímafrestir
finnist í aðildarumsóknarferlinu,
ef íslenskir hagsmunir kalla á það.
En það er grundvallaratriði að
slíkt sé unnið sem hluti af um-
sóknarferlinu og ákvarðanir séu
teknar í samráði við Evrópusam-
bandið.
Við þurfum ekki meira af und-
anbrögðum, hálfsannleik og því að
farið sé á svig við almennar reglur
sem aðrar þjóðir fara eftir. Við
þurfum ekki meira af óábyrgri
ævintýramennsku. Við þurfum
ekki fleiri séríslenskar lausnir,
með tröllaukinni áhættu fyrir al-
menning en öruggum ávinningi
fyrir kaupahéðna. Við þurfum
grunn fyrir endurreisn efnahags-
legs stöðugleika fyrir alla, með
lágum vöxtum og heilsteyptri
framtíðarsýn.
Að leita sér að smugu
Árni Páll Árnason
skrifar um krónuna » Við þurfum ekki
meira af undan-
brögðum, hálfsannleik
og óábyrgri ævintýra-
mennsku.
Árni Páll Árnason
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
EKKI er ýkja langt
um liðið síðan gerð var
ný skoðanakönnun
meðal almennings í
landinu varðandi við-
horf hans til veru
Reykjavíkurflugvallar í
Vatnsmýri. Er
skemmst frá því að segja að sjötíu
prósent landsmanna vilja að völlurinn
verði áfram í Vatnsmýri og er það
mér sem landsbyggðarmanni sér-
stakt gleðiefni að loksins skuli meiri-
hluti íbúa í Reykvík vera þessarar
skoðunar.
Í Reykjavík, sjálfri höfuðborginni,
hefur andstaðan við flugvöllinn jafn-
an verið mest, svo einkennilegt sem
það nú er. Mér hefur alltaf fundist
furðulegt, að sumu leyti vegna þess
að ég starfa að atvinnu- og verkalýðs-
málum, að borgaryfirvöld í Reykjavík
skuli vera tilbúin til að fórna þeim
hundruðum starfa sem tengjast flug-
starfseminni í Vatnsmýri. Mér skilst
að þau séu á sjötta hundrað. Og
ástæðan: Jú, það þarf að byggja hús á
svæðinu! Enda þótt borgaryfirvöld
hafi gert samkomulag við ríkisvaldið
um að ýta deilumálinu um flugvöllinn
til hliðar um sinn þætti mér meiri
sómi af því ef þau tækju af skarið og
lýstu því yfir að borgin hygðist upp-
fylla höfuðborgarskyldu
sína gagnvart lands-
mönnum öllum hér eftir
sem hingað til með öfl-
ugum innanlandsflugvelli
á sama stað eins og verið
hefur.
Minna öryggi
Vegna starfa minna að
verkalýðsmálum þarf ég
að fljúga reglulega til
Reykjavíkur. Fyrir okk-
ur á svæðinu í kringum
Húsavík hafði það veruleg óþægindi í
för með sér þegar flug lagðist af milli
Húsavíkur og Reykjavíkur. Annars
vegar hefur ferðatími fram og til baka
lengst um tvær klukkustundir, þar
sem um klukkustund tekur að aka til
Akureyrar við bestu aðstæður. Hins
vegar er afleiðingin minna öryggi,
sem akstur til og frá Akureyri veldur,
einkum í snjó og hálku.
Aukið óhagræði
Það gefur augaleið að brottflutn-
ingur Reykjavíkurflugvallar úr
Vatnsmýri hefði í för með sér aukið
óhagræði fyrir alla aðila. Hann myndi
lengja ferðalög fólks nema flugvöll-
urinn yrði fluttur út í Skerjafjörð.
Hann myndi af sömu ástæðum valda
auknum ferðakostnaði ef aka þyrfti
til Reykjavíkur frá flugvelli á nýjum
stað. Síðast en ekki síst myndi brott-
flutningurinn úr Vatnsmýri draga
verulega úr öryggi sjúklinga á lands-
byggðinni, sem flytja þarf með flugi á
sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hver
mínúta skiptir máli.
Höfuðborg og aðal-viðskipta-
miðstöðin
Það er alveg sama hvernig litið er á
málið, flutningur innanlandsflugvall-
arins úr Vatnsmýri hefði nánast ein-
göngu ókosti í för með sér. Reykjavík
er höfuðborg og aðalviðskiptamiðstöð
landsins, þar er nánast öll stjórnsýsl-
an saman komin og þar eru mörg fyr-
irtæki sem byggja starfsemi sína að
verulegu leyti á þjónustu við lands-
byggðina og greiðum flugsam-
göngum til og frá borginni.
Ég vil að lokum benda á að búið er
að gera Reykjavíkurflugvöll upp fyrir
marga milljarða króna með end-
urgerð flugbrauta, endurnýjun
tækni- og ljósabúnaðar, sem starf-
seminni fylgir, og frágangi á um-
hverfi flugvallarins.
Landsmenn hafa ekki efni á því að
kasta þeim fjármunum á glæ.
Reykjavíkurflugvöllur
er á réttum stað
Aðalsteinn Á. Bald-
ursson skrifar um
mikilvægi Reykja-
víkurflugvallar fyr-
ir landsbyggðina
» Það er alveg sama
hvernig litið er á
málið, flutningur innan-
landsflugvallarins úr
Vatnsmýri hefur nánast
eingöngu ókosti í för
með sér.
Aðalsteinn Baldursson.
Höfundur er formaður Framsýnar –
stéttarfélags Þingeyinga.
UTANRÍK-
ISRÁÐHERRA, Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir, kynnti nýverið
tillögur ráðuneytis síns
um niðurskurð í utan-
ríkisþjónustunni vegna þeirrar stöðu
sem nú er uppi í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Svo ótrúlegt sem það
kann að virðast þá beinist meg-
inþáttur niðurskurðarins, eða 73%, að
þróunarsamvinnu meðal þjóða sem
sannarlega eiga við erfiðust kjör að
búa á þessari jörð, þ.e. að íbúum fá-
tækustu ríkja jarðar í sunnanverðri
Afríku – Malaví og Mósambik – en
þessi ríki hafa verið helstu samstarfs-
ríki okkar Íslendinga á sviði þróun-
arsamvinnu á undanförnum árum.
Haft er eftir utanríkisráðherra í
dagblöðum að henni þyki „mjög mið-
ur að þurfa að spara á þessum víg-
stöðvum en staða mála hér á Íslandi
er með þeim hætti að ekki verður frá
þessu vikist.“ (Morgunblaðið 13.
nóv.). Hvað á ráðherrann við með
þessum orðum sínum? Telur hún að
staða mála á Íslandi, staða Íslendinga
almennt efnahagslega, sé nú sam-
bærileg við það sem gerist meðal íbúa
Malaví og Mósambik? Óhugsandi er
að hún telji að svo sé, enda væri hún
þá að opinbera mikla vanþekkingu á
þessum málaflokki. En hvað er ráð-
herrann þá að meina með þessum
ummælum sínum?
Ég beini því til ráðherrans að fara
hið allra fyrsta á vettvang í þessum
löndum og kynna sér frá fyrstu hendi
þær aðstæður sem almenningur býr
við. Reyndar minnir mig að ráð-
herrann hafi farið í ferð til Suður-
Afríku nýverið á einhverja ráðstefnu.
Það ágæta land er tiltölulega vel sett
miðað við önnur lönd sunnan Sahara
og því ekki dæmigert fyrir aðstæður í
þessum heimshluta. Auk þess eru
vestrænar ráðstefnur, þótt þær séu
haldnar í Afríku, ekki
heppilegur vettvangur
til að kynnast aðstæðum
þess fólks sem býr við
lökust kjör í Afríku. Að-
stæður þess fólks eru,
því miður, afar bágborn-
ar hjá öllum þorra íbúa
viðkomandi landa. Í því
sambandi nægir að
nefna að þjóðartekjur á
hvern íbúa í Malaví og
Mósambik eru örfá
hundruð dala á mann, en þjóð-
artekjur okkar Íslendinga nema tug-
um þúsunda dala, þrátt fyrir yf-
irstandandi kreppu.
Það þarf enginn að segja mér, og
vonandi ekki heldur íslenskum al-
menningi, að ekki sé unnt að skera
niður í utanríkisþjónustu Íslands með
öðrum hætti en að ganga í skrokk á
þeim sem fátækastir eru og mest
þurfandi fyrir aðstoð okkar.
Það þarf ekki að segja mér að ekki
að ekki sé hægt að sameina nokkur
sendiráð af þeim 21 sem starfandi
eru, án þess að skerða þjónustu að
marki.
Það þarf ekki að segja mér að ekki
megi selja nokkrar montbyggingar
sendiráða, t.d. í Berlín.
Það þarf ekki að segja mér að ekki
megi skera „Varnarmálastofnun“ nið-
ur.
Ég skora á utanríkisráðherra að
finna aðrar „vígstöðvar“ en meðal fá-
tækustu þjóða heims til að knýja
fram nauðsynlegan og löngu tíma-
bæran niðurskurð í utanríkisþjónust-
unni.
Þróunarsam-
vinna í verki?
Ólafur Karvel Páls-
son mótmælir nið-
urskurði í þróun-
arsamvinnu við
fátæk lönd á borð
við Malaví og Mós-
ambik.
»Ég skora á utanrík-
isráðherra að finna
aðrar „vígstöðvar“ en
þróunarsamvinnu til að
knýja fram löngu tíma-
bæran niðurskurð í ut-
anríkisþjónustunni.
Höfundur er fiskifræðingur
og starfaði í Malaví 1997-99.
Ólafur Karvel Pálsson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UM þessar mundir er minnst 60
ára afmælis mannréttinda-
yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Af því tilefni hef-
ur Amnesty Int-
ernational á Ís-
landi staðið fyrir
endurbættri út-
gáfu þessarar yf-
irlýsingar á ís-
lensku og er það
þakkarvert.
Fulltrúar Am-
nesty hafa komið
fram í fjöl-
miðlum og talað
um mikilvægi þessarar yfirlýsingar
og baráttu samtakanna fyrir mann-
réttindum víðs vegar um heiminn.
Um þessa baráttu er að sjálfsögðu
ekkert nema allt gott að segja.
Framkvæmdastjóri AI á Íslandi
flutti ræðu í Listasafni Reykjavík-
ur í lok styrktartónleika 10. desem-
ber þar sem hún tiltók ekki færri
en 30 dæmi um mannréttindabrot
víðs vegar um heiminn, en vék ekki
einu orði að umfangsmestu og
langvinnustu mannréttindabrotum
samtímasögunnar.
Um þessar mundir minnast Pal-
estínumenn jafn langrar útlegðar í
flóttamannabúðum víðs vegar fyrir
botni Miðjarðarhafs. Enn þann dag
í dag rústa ísraelsk stjórnvöld eitt
palestínskt heimili á dag, allan árs-
ins hring, nær 400 heimili á ári.
Enn fjölgar ólöglegum búsetu-
kjörnum Ísraelsmanna á stolnu
landi á Vesturbakka Jórdanár.
Nær annar hver palestínskur karl-
maður yfir tvítugu hefur orðið að
sæta fangabúðavist á vegum Ísr-
aelsmanna og enn eru í slíkum
fangabúðum um 11.000 manns þar
á meðal fjöldi barna og ungmenna.
Hvað varð um þá löglega kjörnu
ráðherra Palestínumanna sem Ísr-
aelsher handtók fyrir ári? Vita
fulltrúar Amnesty eitthvað um ör-
lög þessara manna? Yfir milljón
manns er haldið í risagettói á
Gaza-ströndinni, sem um margt
jafnast á við gettóið í Varsjá í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Hvers vegna
þessi æpandi þögn um aðstæður
Palestínumanna og þau mannrétt-
indabrot sem stunduð eru á þeim
af hernámsyfirvöldum? Er ekki
nóg að byggja aðskilnaðarmúr um-
hverfis Palestínumenn á þeirra eig-
in landi þó ekki sé komið upp
þagnarmúr umhverfis þeirra mál-
efni líka?
BORGÞÓR S. KJÆRNESTED
varaformaður Félagsins Ísland
Palestína.
Jóhanna K. Eyjólfsdótt-
ir – hvers vegna þegir
þú um Palestínu?
Frá Borgþóri S. Kjærnested
Borgþór S.
Kærnested
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni