Morgunblaðið - 17.12.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Ég er nefnilega sjálf hætt
að standa í skilum, eins
og ég sagði í upphafi
þessa bréfs. Hætt að
standa í skilum, í fyrsta skipti á
ævi minni. Við hjónin höfum að vel
hugsuðu máli ákveðið að hætta að
greiða bankanum það sem hann
rukkar okkur nú um. ’
FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ
býst við að stór hluti milljarða
krafna Landsbankans á sjáv-
arútvegsfyrirtæki vegna gjaldeyr-
isskiptasamninga verði felldur nið-
ur enda séu þær umdeildar. Þetta
kom fram í frétt-
um Ríkisútvarps-
ins á fimmtudag.
Ef kröfurnar
verða hreinlega
felldar niður er
um að ræða
meiriháttar
þjófnað úr
þrotabúi bank-
ans. Kröfur
bankans vegna afleiðusamninga
um gjaldeyrisviðskipti eru ekki
síðri eða ómarktækari en kröfur
sem verða til vegna lánveitinga
þótt um flóknari kröfur sé að
ræða. Menn gerðu samninga og
miklu fjármagni bankans var ráð-
stafað vegna þeirra. Almennt ligg-
ur fyrir í samningunum hve mikinn
gjaldeyri sjávarútvegsfyrirtæki
skulda þrotabúi bankans vegna
framvirkrar sölu og hve mikið þau
eiga inni í krónum á móti. Mik-
ilvægt er að vandað sé til verks við
verðlagningu þegar uppgjör fer
fram á þessum skuldbindingum
þannig að ekki halli á hagsmuni
sjávarútvegsins en fráleitt er að
fella kröfurnar niður. Hafa ber í
huga að á móti þessum eignum
þrotabúsins standa einnig skuldir
sem ekki verða felldar niður með
galdrabrögðum. Þrotabúið ber því
mismuninn og minna fé verður eft-
ir til að gera upp aðrar skuldir svo
sem vegna IceSave þótt óbeint
væri. Niðurfelling krafna á sjáv-
arútvegsfyrirtæki verður því að
líkindum á kostnað skattgreiðenda.
Hagsmuna hvers er skilanefnd
bankans eiginlega að gæta? Hróp-
andi ójafnræði er fólgið í því að
þegar á reyni séu ákveðnir aðilar
leystir undan skuldbindingum sín-
um en aðrir ekki. Kröfur banka á
heimilin í landinu verða til dæmis
seint eða aldrei felldar niður ef
ekkert kemur á móti. Hvers vegna
ætti annað að gilda um sjávar-
útveginn? Erlend húsnæðislán eru
mjög umdeild en enginn lætur sér
detta í hug að hægt sé að fella þau
hreinlega niður með samninga-
viðræðum og eftiráspeki. Sjáv-
arútvegsfyrirtæki ættu að mala
gull við núverandi aðstæður en þau
virðast almennt hafa farið mjög illa
að ráði sínu með braski og óhóf-
legri skuldsetningu. Sennilega eru
mörg eða flest þeirra í reynd
gjaldþrota og geta ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Við slíkar að-
stæður liggur beinast við að gengið
sé á eignir þeirra í stað þess óskilj-
anlega ráðs að fella niður kröf-
urnar. Skilanefndin verður að gæta
hagsmuna gamla bankans og koma
í veg fyrir eignabruna og þjófnað
sama hvaða dýrlingur á í hlut.
Hugsanlega má breyta almennum
kröfum á sjávarútvegsfyrirtækin í
hlutafé að einhverju leyti og bæta
þar með stöðu þeirra. Sjávarútveg-
urinn leikur lykilhlutverk í upp-
byggingu efnahagslífsins og afar
mikilvægt er að málefnalega sé
staðið að lausn þess vanda sem nú
blasir við.
LÍÚ - Niður-
felling krafna
Ingvar Arnarson er
fyrrverandi gjaldeyris-
afleiðuvíxlari hjá
Landsbankanum.
ÞEGAR Adolf Hitler ræsti vígvélarnar og geystist yfir Evrópu varð fátt um
varnir. Brynsveitir hans brenndu, sprengdu og tortímdu öllu sem fyrir þeim
varð. Hvert ríkið af öðru féll í valinn. Þegar Frakkland var fallið og franska
þjóðin lá veinandi í brunarústunum safnaði Charles de Gaulle
um sig nokkrum harðsnúnum köppum, neitaði að gefast upp
og sór að vinna föðurland sitt úr hrammi Hitlers. Hann stóð
við orð sín og þegar Hitler var genginn ætlaði de Gaulle að
reisa Frakkland úr rúst með fulltingi stjórnmálaflokkanna.
En honum hugnaðist ekki ragmennska stjórnmálaskú-
manna, klækir þeirra og málskraf. Hann hvarf heim á bú-
garð sinn í Dúfnadal og ornaði sér á síðkvöldum við rauðvíns-
drykkju og sagnaritun.
Eftir nokkur ár voru stjórnmálaskúmarnir búnir að traðka
frönsku þjóðina niður í foraðið og þá kölluðu Frakkar aftur á de Gaulle: hér er
allt í volli, herra minn, nú verður þú að koma til Parísar og redda málunum.
De Gaulle brá við skjótt, skundaði burt úr Dúfnadal, endurreisti Frakkland
og markaði þjóð sinni nýja og glæsilega framtíðarbraut. De Gaulle er stórbrotn-
asta þjóðhetja Frakklands á vorum tímum.
Fyrir nokkrum árum vorum við Íslendingar stöndugasta þjóð heimsins og sú
hamingjusamasta. Fall okkar varð þeim mun hastarlegra sem við hreyktum
okkur hærra. Nú liggjum við helaumir í rústunum og þörfnumst okkar De
Gaulle. Hvar er þann mann að finna? Það er kannski ofmælt að ríkisstjórnin sé
liðónýt, en hún er veiklunduð, úrræðalítil og fálmandi í öllum sínum handa-
tiltektum. Hún hefur áorkað svo undarlega litlu á nálega hálfu kjörtímabili.
Hún er Samfylkingarstjórn og þess vegna sýkt af hégilju samræðustjórnmál-
anna, sem gengur út á að gera pólitík að einskonar saumaklúbbi þar sem skraf-
skjóður koma saman og hjala frá sér allt vit meðan jörðin brennur. Sam-
ræðustjórnmál er vond pólitík. Það er langbest að hafa orðræðuna snarpa,
átökin hörð og beinskeytt, athafnirnar skjótar og afdráttarlausar.
Ríkisstjórnin sá að hverju stefndi en hafðist ekki að. Hafi hún ekki kært sig
um viðvaranir Davíðs Oddssonar þá var nóg fyrir hana að lesa blöðin. Vera má
að hún hafi talið sig skorta vopn og verjur til að hemja braskarana og afstýra
hruni bankanna en hún gat búið sig undir það og dregið úr banvænum afleið-
ingum þess með svo mörgu móti – hún gat það en brast áræði.
Hún gat bannað til dæmis myntkörfulán, undirbúið bjargráð fyrir fjölskyldur
sem nú liggja sundurflakandi, haft tilbúna neyðaráætlun um hækkun á atvinnu-
leysisbótum og ríflega styrki til þeirra sem misstu vinnu vegna bankahrunsins,
fryst verðtrygginguna, skilað kvótanum heim í sjávarþorpin og rifið lands-
byggðina upp úr doðanum. Ef ríkisstjórnin hefði keyrt í gang þessi úrræði og
önnur betri um leið og hrunið varð, þá hefði áfallið orðið þjóðinni miklu léttbær-
ara. Auðvitað gerir það ríkisstjórninni erfitt um vik að Samfylkingin er ekki
fyllilega stjórntækur flokkur; þar er hver höndin uppi á móti annarri, undir-
málsfólk í fyrirrúmi, dáðlaus formaður og þótt Össur sé borubrattur í sínu
döggvota næturbloggi þá á hann ekki erindi í ríkisstjórn frekar en Ástþór
Magnússon.
Það hefði aldrei farið svona hræðilega fyrir okkur ef Davíð Oddsson hefði
verið áfram í ríkisstjórn. Hann hefði brugðist við í tíma. Hann hefur farið á
kostum í Seðlabankanum – líklega eina stjórnvaldið sem hefur staðið vaktina
með prýði og hann mun koma langbest út þegar bankahrunið verður loksins
rannsakað.
En nú verður Davíð að yfirgefa Dúfnadal. Hann er okkar de Gaulle. Þessi rík-
isstjórn hefur enga burði til að endurreisa landið. Hún er bæði úrræðalaus og
ófarsæl. Við verðum að fá kosningar fyrir vorannir og þá verður Davíð að koma
aftur á þing. Geir yrði að sjálfsögðu áfram fjósameistari en Davíð fengi að ann-
ast bolabásana þrjá: ráðuneyti fjármála, viðskipta og iðnaðar. Og þá yrði drjúg-
ur liðsmunur að Steingrími ef hann fengist til að leggja þar gjörva hönd að verki
í stað þess að lumbra á mönnum.
Köllum á Davíð. Köllum foringjann heim úr Dúfnadal.
Ísland kallar foringjann
úr Dúfnadal
Baldur Hermannsson eðlisfræðingur.
BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðhera stagast á því að enginn hafi varað þá við bankakreppunni og
Össur gefur í skyn að sökin liggi að stórum hluta hjá Davíð Oddssyni seðla-
bankastjóra og því þurfi að losna við hann og það er auðvitað gott fyrir sam-
fylkingarráðherra að finna sökudólg og hengja hann til að
fá útrás fyrir reiðina í samfélaginu. – En er það svo að
Davíð beri sök á því að ríkisstjórnin virðist ekki hafa haft
nokkurn pata af stöðu bankanna? Nei, síður en svo, sökin
er fyrst og fremst ráðherranna sjálfra.
Jón Sigurðsson, formaður Fjármálaeftirlitsins, segir að
bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi varað rík-
isstjórnina við hættumerkjum. Fyrst Össur heyrði ekki
varnaðarorð Davíðs Oddssonar er kannski ekki von að
hann hafi heldur heyrt varnaðarorð Jóns Sigurðssonar og
Fjármálaeftirlitsins. – Þeir félagar Björgvin og Össur hlustuðu heldur ekki á
varnaðarorð stjórnarandstöðunnar á þingi. Ekki heldur á skrif Þorvaldar
Gylfasonar og Ragnars Önundarsonar. Þeir tóku heldur ekki mark á al-
þjóðlegu matsfyrirtækjunum sem snarhækkuðu vaxtaálag á íslensku bank-
ana. – Svo koma þessir menn og segja að „enginn hafi varað þá við“ og að
halda að almenningur trúi þeim. – En það er ekki bara bankakreppa sem við
er að glíma. Húsnæðiskreppan er ekki minna mál og af hverju stafar hún,
hún byrjaði með því að bankarnir fóru inn á húsnæðismarkaðinn og buðu
hærra lánshlutfall og hærri lán en áður höfðu boðist.
Þá sem muna eitthvað aftur í tímann rámar kannski í stuðning samfylking-
arþingmanna við þessi áform. Einhverjir muna kannski eftir því að Seðla-
bankinn og Davíð Oddsson vöruðu við svo háu lánshlutfalli en á það var ekki
hlustað. Þessi háu lán gerðu það að verkum að húsnæðisverð snarhækkaði og
fjölmargir vildu hagnast á því að byggja á svipuðum kostnaði og áður en selja
á mun hærra verði. Því var byggt langt umfram þörf og eftir standa fjölmarg-
ar fasteignir sem ekki seljast og verðið snarfellur alveg eins og Seðlabankinn
hafði spáð. – Er við slíkar aðstæður eðlilegt að krefjast afsagnar bankastjóra
Seðlabankans, mannanna sem vöruðu ítrekað við húsnæðisbólunni, ríkisfjár-
málum og vanda bankanna eða er eðlilegra að aðrir segi af sér? Hvað um ráð-
herrana sem „enginn varaði við?“ – Þegar Ingibjörg Sólrún, formaður Sam-
fylkingar, var spurð um ábyrgð viðskiptaráðherra svaraði hún með nokkrum
þjósti: „Hvar varð viðskiptaráðherra á? – Hvar svaf hann á verðinum? “
Til að taka af allan vafa hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, nema að ég
kaus einu sinni Eggert Haukdal í sérframboði á Suðurlandi, þess utan hef ég
frekar verið á vinstri vængnum.
Bankamálaráðherra, iðnaðar-
ráðherra og „Þyrnirós“
Heiðar Ragnarsson er matreiðslumaður og heilsuráðgjafi.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Fyrir börn hefur kertaljós
sérstakt aðdráttarafl.
Brýnið fyrir börnunum
að fara ætíð varlega
með eld og gætið þess
að börn leiki sér ekki
án umsjónar nálægt
logandi kertum.
Munið að
slökkva á
kertunum