Morgunblaðið - 17.12.2008, Page 29
man eftir kennaraverkfalli, þar
sem við frædurnir og vinir okkar
héldum til hjá ömmu og spiluðum
tölvuleiki og hún grillaði samlokur
ofan í okkur. Það voru allir vel-
komnir til hennar. Enda var hún
líka nokkurs konar amma vina
okkar. Hún amma gerði bestu
brúntertur í heimi, sem kláruðust
alltaf fljótt. Svona var hún, gaf
endalaust af sér og hugsaði fyrst
og fremst um að öðrum liði vel.
Svo ef hún þáði af manni minnsta
greiða, eins og far til læknis, þá
fannst henni hún þurfa að launa
það margfalt. Það er þó ljóst að
amma gaf mun meira af sér heldur
en nokkru sinni var hægt að end-
urgjalda.
Það er erfitt að koma orðum að
því hve mikilvæg amma hefur verið
mér. Hún var svo góð, svo hlý og
bjó yfir miklum kærleika. Amma
kenndi mér svo margt og ég á
henni mikið að þakka. Það er því
fyrst og fremst þakklæti sem kem-
ur upp í hugann við leiðarlok
ömmu. Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að fylgja henni öll þessi
ár. Minning hennar lifir sterkt og
ég mun gera mitt besta til að bera
kærleikann sem hún bjó yfir til
minna barna. Blessuð sé minning
ömmu.
Elvar Daði Eiríksson.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Svona hefst eitt af ljóðum Jó-
hanns Sigurjónssonar. Þessa
vögguvísu ásamt sálminum „Ó,
Jesú bróðir besti“ söngstu oft fyrir
mig á kvöldin, þegar ég bjó hjá þér
og afa sem barn. Þú varst svo þol-
inmóð og söngst lögin mörgum
sinnum allt þar til ég hvarf inn í
draumalandið. Ó, hvað það var
dásamlegt að sofna út frá söngnum
þínum! Og hvað þú bjóst yfir mik-
illi þolinmæði og ró, ekki bara við
mig, heldur við öll hin barnabörnin
þín líka. Ég varð alltaf svo glöð
þegar ég vissi, að mamma hafði
pantað farseðla til Íslands. Ég
taldi alltaf dagana fram að brott-
farardegi með því að merkja inn á
heimagert dagatal. Spennt kross-
aði ég við hvern daginn á fætur
öðrum og þegar við loksins lentum
í Keflavík varst þú fyrsta mann-
eskjan sem ég sá. Þar stóðst þú ut-
an við glervegginn og fylgdist með
okkur koma niður í komusalinn.
Þarna stóðst þú og veifaðir til mín,
oft í fylgd einhverra móðursystk-
ina minna.
Sumrin voru spennandi og inni-
haldsrík á Íslandi. Það var alltaf
eitthvað sem við fundum okkur til
dundurs. Stórfjölskyldan bjó undir
einu þaki, á þremur hæðum í
Skeiðarvoginum. Þeir sem ekki
bjuggu beinlínis þar komu þangað
oft. Í þessu húsi varst þú drottn-
ingin. Þú leist reyndar aldrei á
sjálfa þig sem drottningu; þú bara
gekkst um húsið og sinntir þínum
heimilisverkum ásamt því að sjá
um okkur. Þú passaðir upp á að
allt væri í lagi hjá öllum og ef eitt-
hvað bjátaði á hjá einhverjum lag-
færðir þú það strax. Þitt hús stóð
alltaf öllum opið, allir voru vel-
komnir. Heima í Ósló vorum við
bara tvær, ég og mamma, en í
Skeiðarvoginum var þetta allt
öðruvísi, þar var svo gott að vakna.
Ég gat legið lengi í rúminu eftir að
ég vaknaði, og hlustað á hljóðin,
raddir fólksins frammi að talast
við, fréttalesturinn í útvarpinu,
glamur og skrölt í glösum og pott-
um. Þessi hljóð kalla fram hjá mér
góðar minningar. Einu sinni þegar
þið afi höfðuð verið í heimsókn hjá
okkur mömmu harðbannaði ég
henni að þvo sængurverið af sæng-
inni þinni, ég vildi eiga ilminn þinn.
Ég gleymi heldur aldrei þegar við
Anna Lísa sváfum báðar hjá þér í
sumarbústaðnum ykkar afa. Við
sváfum allar saman í rúmi en vild-
um báðar fá að sofa í fanginu þínu.
Það endaði með því að þú lást á
bakinu alla nóttina með sinn hand-
legginn um hvora stelpuhnátuna til
að gera ekki upp á milli okkar.
Þetta lagðir þú á þig þrátt fyrir
gigtarverkina sem hrjáðu þig til
margra ára.
Allt til þess síðasta hélstu ynd-
islegri kímnigáfunni þinni. Ég á
mér ótæmandi minningasjóð um
þig, en það sem einkennir allar
þessar minningar er hve þú settir
alltaf aðra í fyrsta sætið á undan
sjálfri þér. Þú hefur verið okkur
öllum glæsileg fyrirmynd. Allir
voru jafnir fyrir þér, þú varst besti
kennari í því hvernig á að elska
aðra. Takk fyrir allt amma mín. Ég
segi eins og við sögðum alltaf í lok
símtala okkar: „Ég kyssi þig gegn-
um símtækið og yfir Atlantshaf.“
Ég vitna hér aftur í skáldið Jóhann
Sigurjónsson:
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
Það geri ég.
Elín Birna.
Elsku amma mín, Ég sit hérna
við kertaljós og hugsa til þín, allar
góðu minningarnar um þig og afa í
Skeiðó. Það var alltaf svo gott að
koma til ykkar og alltaf gat ég
fundið mér eitthvað að gera þegar
ég var í heimsókn. Það voru ekki
ófáar stundirnar sem ég sat í fang-
inu þínu, ég hélt í höndina þína og
þú ruggaðir mér og söngst fyrir
mig Guttavísur eða vísur úr Vísna-
bókinni. Það var notalegt. Í dag sit
ég með syni mína í fanginu og
syng fyrir þá úr Vísnabókinni góðu
og alltaf hugsa ég til þín þá.
Það er skrítið að geta ekki hitt
þig aftur amma mín og haldið í
höndina þína, talað við þig og hald-
ið utan um þig. Það er skrítið að
fara ekki með Bjarka Þór og Stein-
ar Örn til þín eins og ég gerði svo
oft. Bjarka Þór fannst svo gaman
að fara í heimsókn til þín og hann
talar oft um þig núna, en hann veit
að núna átt þú ekki heima í húsinu
þínu í Sóltúni, heldur ertu hjá Jesú
og hann er alveg viss um að núna
sértu með vængi og getir flogið.
Ég veit að núna ertu á góðum stað
og þér líður vel.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með söknuði í hjarta og þakka þér
fyrir allar yndislegu stundirnar
sem þú gafst mér. Þær eru ómet-
anlegar. Ég er rík fyrir að hafa átt
þig að og ég er rík af minningum
um þig.
Guð geymi þig amma mín og hvíl
í friði. Mér þykir vænt um þig.
Hinsta kveðja,
Fríða Björk og fjölskylda.
Núna er hún Ella mín farin til
englanna sem munu taka henni
opnum örmum. Ella mín var allra
yndislegasta manneskja sem ég hef
kynnst. Hún var stórkostleg í alla
staði. Mjög ljúf. Greiðvikin og
tamdi sér það veganesti að segja já
við öllu. Ég kynntist henni þegar
ég var 19 ára og vegna erfiðra að-
stæðna hjá fjölskyldu minni bauð
hún mér að flytja inn til þeirra
góðu hjóna í Skeiðarvogi. Þar var
tekið vel á móti mér, allt hreint,
straujað línið og frábærir tengda-
foreldrar sem ég eignaðist.
Ég upplifði að ég væri komin á
stórt og fjölmennt heimili þar sem
margir ættliðir voru. Afi Árni var
þar í herbergi og sinntu hjónin og
börnin honum af mikilli umhyggju
og virðingu. Margir komu í Skeiðó,
ættingjar og vinir, og fengu allir
þvílíkar veitingar og allt sem
þurfti; gistingu, þvott á fatnaði,
umhyggju, skilning og þá hjálp
sem hver þurfti. Þetta stóra hús
sem þau byggðu af dugnaði og
þrautseigju hefur haldið þessari
fjölskyldu saman. Og hefur það
komið mér og mínum börnum vel.
Ella var mjög skapgóð og jafnlynd.
Tók mótstreymi með æðruleysi og
skynsemi. Hún sá um alla hluti,
hafði dagatal í eldhúsinu og skrif-
aði niður alla tíma sem börn henn-
ar þurftu að sinna. Alltaf var
hringt í Ellu og hún spurð um allar
tímasetningar. Hún var oft slæm
til heilsunnar en á seiglunni fór
hún. Hún kom færandi hendi í
veislur með nýjar pönnukökur og
fræg er sunnudagssúkkulaðikakan
hennar.
Eftir að Jónas eiginmaður henn-
ar lést 1996 breyttist líf Ellu sem
endaði með að hún fékk vistun í
Sóltúni og naut þar bestu umönn-
unar á því fyrirmyndar hjúkrunar-
heimili. Ella mín hafði þá gæfu að
halda reisn og minni hennar brást
aldrei að fullu og þekkti hún niðja
sína fram á hinstu stund. Hún
kvaddi þetta líf með friði og í faðmi
ættingja er söng fyrir hana Undir
Dalanna sól, sem var hennar uppá-
haldssöngur.
Guð varðveiti alla hennar afkom-
endur, heimkoma þín verður þér
auðveld og ég kveð þig með trega
og virðingu. Far í friði Ella mín.
Kveðja,
Erla Friðriksdóttir.
Með trega kveð ég elsku frænku
mína. Elín Árnadóttir var einstak-
lega vel gerð, heilsteypt og trygg-
lynd. Með þessu fallega ljóði þakka
ég henni stuðninginn, gleðina og
umhyggjuna sem hún veitti mér og
mínum í gegnum árin.
Blómin falla, fölskva slær á flestan
ljóma.
Aldrei hverfur angan sumra blóma.
Þannig varstu, vinur, mér sem vorið
bjarta,
það sem gafstu geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei
falla
Drottinn launi elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Jóhanna Þorbjarnardóttir.
Það er margs að minnast þegar
hún Ella er kvödd, ljúfar minn-
ingar úr Skeiðarvoginum, þar sem
hún tók vel á móti öllum, enda var
þar oftast fullt hús gesta. Tvær
dætur hennar, Fríða og Dísa, eru á
mínum aldri og þar sem ég bjó í
Álfheimunum þegar ég var lítil var
stutt að fara yfir holtið í Skeið-
arvoginn og átti ég þar margar
góðar stundir. Ella var hlý kona og
ég man ekki eftir henni öðruvísi en
í góðu skapi. Það var líf og fjör á
heimili Ellu, enda börnin mörg, en
þrátt fyrir það var alltaf pláss fyrir
einn í viðbót við matarborðið.
Minnisstæð eru fjölskylduboðin
sem voru haldin annan í jólum, þar
sem borðið svignaði undan veiting-
unum og Ella á sífelldum þeytingi
til að fylgjast með að allir fengju
nóg og að ekkert vantaði. Ella var
minnug kona, hún mundi til dæmis
eftir öllum afmælisdögum í stór-
fjölskyldunni og hringdi hún í móð-
ur mína á öllum afmælisdögum
okkar systkinanna. Síðast sá ég
Ellu á níræðisafmæli hennar, þar
tók hún eins og alltaf vel á móti
vinum og ættingjum sem sóttu
hana heim.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Ellu og sendi nán-
ustu ættingjum hennar mínar inni-
legustu samúðaróskir við fráfall
hennar.
Hrefna K. Óskarsdóttir
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Þökkum af alhug öllu því góða fólki sem sýnt hefur
okkur samúð, hlýhug og vinsemd við fráfall og
útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmmu,
JÓNU ÓLAFSDÓTTUR,
Heiðarvegi 31,
Vestmannaeyjum.
Már Jónsson,
Dröfn Ólöf Másdóttir, Gunnlaugur Grettisson,
Markús Orri Másson
og barnabörn.
✝
Samverustund vegna fráfalls ástkærrar konu min-
nar, móður okkar, stjúpu, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR,
Þórhólsgötu 1,
Neskaupstað,
sem lést föstudaginn 5. desember á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað, verður í kirkju Óháða
safnaðarins fimmtudaginn 18. desember. kl.15.00.
Gísli Sævar Hafliðason,
Jón Rafn Högnason, Hansína B. Einarsdóttr,
Jóna Rebekka Högnadóttir, Þorgeir A. Þorgeirsson,
Pétur Hafsteinn Högnason, Viviane Högnason,
Katrín Sól Högnadóttir, Jón Hjörtur Jónsson,
Kristján Tryggvi Högnason, Fjóla Karlsdóttir Waldorff,
Margrét Högnadóttir, Ríkarð Ó. Snædal,
Anna Sigurborg Högnadóttir, Michael Dahl Clausen,
Sigríður Högna Högnadóttir, Hjálmar Hjálmarsson,
Elín Guðrún Jóhannsdóttir,
Rósa Kristín Gísladóttir, Georg J. Júlíusson,
Ólöf Anna Gísladóttir, Grétar Hallur Þórisson,
Hafdís Hrund Gísladóttir, Pétur Húni Björnsson
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNHEIÐAR BJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á Landspítala
Háskólasjúkrahúss B7 og Heimahjúkrunar fyrir
alúð og umhyggju henni til handa.
Steinar Ásgrímsson, Patricia Otman,
Egill Ásgrímsson, Svava Svavarsdóttir,
Jón Þór Ásgrímsson, Arnleif Alfreðsdóttir,
Guðjóna Ásgrímsdóttir, Jón Magni Sigurðsson,
Ólafur Ásgrímsson, Hanna Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir mín og frænka okkar,
VIGFÚSÍNA (SÍNA) BJARNADÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Vífilsgötu 20,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 10. desember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
18. desember kl. 11.00.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Elsa Margrét Níelsdóttir,
Guðmundur Elías Níelsson.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN CLAUSEN
hæstaréttarlögmaður,
Blikanesi 3,
Garðabæ,
sem andaðist að kvöldi fimmtudagsins 11. desem-
ber, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
Guðrún Erlendsdóttir,
Ólafur Arnarson, Sólveig Sif Hreiðarsdóttir,
Guðrún Sesselja Arnardóttir, Jóhann Sigurðarson,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Þorsteinn Guðbjörnsson
og barnabörn.