Morgunblaðið - 17.12.2008, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Antík
Maddömurnar á Selfossi
Hjá Maddömunum finnur þú mandó-
lín, postulín, næturgögn og húsgögn,
eins og til dæmis þennan sófa sem er
frá 1880! Langir laugardagar í des.
Maddomurnar.com
Dýrahald
Áhugi á Beagle hvolpum?
Vonir standa til að búa til Beagle
hvolpa sem tilbúnir verða til afhen-
dingar í sumar. Foreldrarnir eru báðir
hlaðnir verðlaunum frá HRFÍ og því
von á afbragðshvolpum sem verða
verðlagðir í samræmi. Í ljósi efna-
hagsástandsins í þjóðfélaginu er þó
rétt að ganga úr skugga um að eftir-
spurn sé eftir hvolpunum áður en
farið verður á fyrsta stefnumót. Þeir
sem hafa áhuga á hvolpi eða vilja
nánari upplýsingar vinsamlega sendi
póst á athi1@hi.is. Ekki er um
bindandi vilja yfirlýsingu að ræða en
þeir sem hafa samband nú munu þó
hafa forgang þegar af goti verður. Sjá
má myndir á www.mys-
pace.com/beaglefelagid.
Gisting
Heimili í borginni.
www.eyjasolibudir.is
Huggulegar 3ja herb. íbúðir. Allt til
alls, sængur-ver, handkl., frí netteng-
ing. Fjölskylduvænt. Laust yfir jólin.
eyjasol@internet.is - s. 8986033 -
GLEÐILEG JÓL-
Nudd
Heilnudd
Vöðvanudd
Slökunarnudd
Kemur blóðflæðinu
af stað og er slakandi
fyrir líkama og sál
S. 551 2042 / 694 1275
Ath. Ekki er um að ræða erótískt nudd
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
136 fm húsnæði til leigu á
Fosshálsi 27, 110 Reykjavík
í sama húsi og Bílasalan Höfðabílar
eru. Plássið er þar sem Bónstöðin var
starfrækt. Upplýsingar á Höfða-
bílum eða í síma 577 4747 eða á
netfanginu hogni@hofdabilar.is
eða Sigurður í síma 892 3482.
Bílskúr
Bílskúr/geymsla til leigu -
Vesturbæ
Mánaðarleiga 40 þúsund. Sörlaskjóli.
Innifalið: Hiti, rafmagn, heitt og kalt
vatn. Frístandandi skúr 25 fm.
Sími 848-1718.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Nýkominn sending af lömpum með
stækkunargleri í úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587-0600.
www.tomstundahusid.is
Málningasprautur og fylgihlutir í
úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587-0600.
www.tomstundahusid.is
Tómstundir
Vantar þig
starfskraft? atvinna
Vinur minn Rúnar
Júlíusson er sofnaður
og hvílist um sinn þar til hann verður
kallaður aftur til góðra verka. Það er
einhvern veginn svona sem guð og
Jesú tala um það þegar góðir menn
kveðja þennan heim í bók bókanna,
Biblíunni. Það er huggun harmi gegn
þegar góðir drengir kveðja. Ég
kynntist Rúnari seint á níunda ára-
tug síðustu aldar, við spiluðum og
sungum saman í Rokksveit hans um
nokkurra ára skeið, stundum bara
tveir og stundum fleiri en að lokum
með syni hans Júlíusi. Við höfðum
plön um að gefa út efni með okkur en
samvera okkar varð styttri vegna
óvæntra aðstæðna minna og nú verð
ég að bíða enn um stund. Á mörgum
ferðum okkar vítt og breitt um landið
gafst færi á að ræða um hugðarefni
okkar beggja; trú, tónlist og heim-
speki og viskuna sem í öllu þessu býr.
Rúnar var óvenjulegur maður um
margt því hann átti svo miklu miklu
fleiri kosti en galla. Í honum bjó líka
Guðmundur Rúnar
Júlíusson
✝ Guðmundur Rún-ar Júlíusson
fæddist í Keflavík 13.
apríl 1945. Hann lést
af völdum hjartaáfalls
á bráðamóttöku
Landspítalans föstu-
daginn 5. desember
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Keflavíkurkirkju 12.
desember.
þessi frumkraftur sem
hann virkjaði drjúgt í
þágu rokksins en einn-
ig fyrir aðra og margir
eru þeir sem notið hafa
góðs af því. Sjálfur vil
ég þakka fyrir þá sam-
veru sem ég fékk og
þau gildi sem þú stóðst
fyrir; ef fleiri væru
eins og þú væri heim-
urinn miklu betri. Ég
fékk svo að gera þér
greiða síðasta vor þeg-
ar ég gerði upp gamla
bassann þinn áður en þú fórst til Liv-
erpool og gefa þér í síðbúna sextugs-
afmælisgjöf. Þú varst svo barnslega
glaður að það mun ylja mér þar til við
sjáumst aftur einhvern tíma. Ég
minnist Rúnars sem tónlistarmanns
og félaga en í mínum huga var Rúnar
fyrst og fremst öðlingurinn og fjöl-
skyldumaðurinn Rúnar Júlíusson.
Ég vil færa Maríu, Baldri Þór, Júl-
íusi og börnum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi algóð-
ur guð styrkja ykkur á
sorgarstundu.
Sigurður
Dagbjartsson.
… og eitt sinn í góðærinu, þegar
við Rúnar Júlíusson ræddum ástand
mála, þá sagði Rúnar: Sko, sjáðu,
þegar ég var lítill voru þrjú hundruð
bátar við höfnina en þrír að vinna í
bankanum. Nú eru þrír bátar við
höfnina en þrjú hundruð að vinna í
bankanum. Svona lýsti Rúnar Júl-
íusson hlutunum. Hann þurfti ekki
að hafa skoðun á öllu. Hann var sín
eigin skoðun. Nú horfi ég á nafn-
spjaldið hans. Það liggur á vinnu-
borðinu. Ef ég nú tek upp símann,
slæ númerið inn og hringi, þá finnst
mér að Rúnar hljóti að svara.
Þetta er svo óraunverulegt, nær-
vera Rúnars var svo sjálfsögð og
eðlileg. Það skynjar maður svo
sterkt þessa daga sem liðnir eru frá
því hann dó og finnur á öllum í kring-
um sig. Stundum kom hann til mín og
við tókum gott spjall eða við hittumst
úti í hringiðunni. Það var til dæmis
mjög gaman að semja texta fyrir
Hljóma þegar þeir komu saman aft-
ur og leika sér með strákunum. Per-
sónuleikar þessara tónlistarmanna
settu svip á æsku mína.
Ég gæti auðvitað skrifað um feril
Rúnars. Það er ekki móðgun við
neinn að segja að Rúnar hafi alla tíð
skorið sig úr. Það var ótrúlega gam-
an að ræða við Rúnar um tónlist, um
áhrif hennar, hvaðan þau komu og
hvert þau fóru. Rúnar gat tengt allt í
heiminum við tónlist. Ég hugsa að
hann hafi heyrt tónlist í einstakling-
unum sem hann talaði við. Raunar
langaði okkur Rúnar til að setja nið-
ur á blað einhvers konar rokkheim-
speki. Hann hafði lesið ritgerðabók
mína Launsynir orðanna og vildi
miðla lífssýn rokksins á svipaðan
hátt. Þetta var eitt af þeim verkefn-
um sem biðu. Ég náði þó að semja
Tóna úr eldhúsi minninganna, kápu-
texta sem fylgdi plötunni Nostalgía
og Rúnar samdi lag við ljóðið Segðu
mér frá ástinni. En við vorum rétt að
byrja. Þannig litum við á málin.
Rúnar hafði auðvitað fylgt minni
kynslóð frá fyrstu tíð, ef svo má
segja, en það var í rauninni bróðir
minn heitinn, Pálmi Örn, sem leiddi
okkur saman. Kynni þeirra tengdu
okkur sterkum böndum. Í fyrstu
heimsókn sinni á vinnustofu mína
færði Rúnar mér verk eftir Pálma
sem hann taldi að ætti að vera í minni
vörslu eftir að bókin sem er tileinkuð
Pálma Erni tók flugið.
Samskipti þeirra lýsa Rúnari vel.
Þau ramma hann inn fyrir mér. Ein-
hvern tíma þegar Pálmi var hátt uppi
ákvað hann að fara til Keflavíkur. Og
hvað ætlaði hann að gera til Kefla-
víkur? Jú, heimsækja Rúnar Júl-
íusson, sagði hann og var rokinn.
Næsta dag var Pálmi ekki kominn,
og okkur heima var nokkuð órótt. En
þá hafði Pálmi farið til Rúnars og
Rúnar boðið honum í hljóðverið, síð-
an gistingu og daginn eftir fóru þeir í
gufubað. Þeim varð vel til vina.
Þetta var afar óvenjulegt, að
manni í stöðu Pálma Arnar væri tek-
ið svona opnum örmum. Oftar var
það á hinn veginn. Rúnar hlaut sér-
stakan virðingarsess í huga fjöl-
skyldunnar og einhvern tíma þegar
ég færði þakklæti mitt í orð við Rún-
ar fann ég hvað þessi framkoma hans
var honum fullkomlega eðlileg. Það
þurfti ekkert sérstaklega að þakka
fyrir hana. Þannig birtist Rúnar
mér, hógvær, alþýðlegur, fullur af
kærleika, öllu því besta sem sið-
menningin hefur gefið okkur. Hann
hitti eitt sinn Jimi Hendrix og lýsti
honum sem svona blátt áfram manni.
Nei, það rigndi ekki upp í nefið á
Jimi, sagði Rúnar. Þessi orð eiga vel
við Rúnar sjálfan. Ég sendi mínar
samúðarkveðjur til Maríu og allrar
fjölskyldunnar.
Einar Már Guðmundsson.
Meira: www.mbl.is/minningar
Í dag kveðjum við
einn af okkar bestu
starfsmönnum og fé-
lögum, Viktor Þor-
kelsson. Erfitt er að
finna eins ósérhlífinn
og duglegan einstak-
ling og Viktor. Hann vann þannig
starf að hann hitti okkur öll mjög oft
og leysti úr flestöllu sem við báðum
hann um fljótt og vel og alltaf með
gleði og ánægju. Ef eitthvað þurfti að
laga eða kaupa hringdum við í Viktor
og alltaf var sama svarið: Ég redda
Viktor Þór Þorkelsson
✝ Viktor Þór Þor-kelsson fæddist á
Siglufirði 18. maí
1946. Hann lést 5.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Laugarnes-
kirkju 16. desember.
því, elskan, ég redda
því, félagi, og vorum við
rétt búin að leggja sím-
ann á þegar hann var
mættur á staðinn til að
redda málunum, alltaf
brosandi kátur og
hress. Alltaf stutt í
húmorinn. Það var okk-
ur öllum því mikið áfall
að frétta að hann væri
ekki á meðal okkar
lengur og eigum við eft-
ir að sakna hans mikið
og uppgötva að við get-
um ekki lengur notið
aðstoðar hans og félagsskapar. Vikt-
or var ótrúlega stór partur af okkar
starfsemi og vann alltaf þannig að
hagur fyrirtækisins væri númer eitt.
Betri og þægilegri samstarfsmann er
vart hægt að hugsa sér. Við viljum öll
þakka Viktori einstaka vináttu og
samstarf í gegnum árin og megi Guð
geyma hann. Fjölskyldu hans vottum
við innilega samúð og biðjum góðan
Guð að styðja þau í sorginni.
Kveðja.
Fyrir hönd neytendasviðs N1,
Ingunn Elín Sveinsdóttir.
Það var góður hópur manna sem
vann hjá Olíufélaginu þegar við tveir
hófum þar störf fyrir rétt 10 árum,
þar á meðan Viktor Þorkelsson sem
nú hefur verið kallaður úr þessum
heimi fyrir aldur fram. Þrátt fyrir
miklar breytingar í starfsemi félags-
ins á þessum árum var Viktor alltaf
boðinn og búinn að takast á við ný
verkefni af ósérhlífni og jákvæðni.
Viktor hafði marga góða mann-
kosti og sérstaklega þann að sjá aldr-
ei vandamál heldur einungis verkefni
til að leysa. Það var ómetanlegt að
hafa hann í okkar liði og þegar kom
að því að setja upp nýjar verslanir
eða breyta þeim eldri var hann að
öðrum ólöstuðum manna duglegast-
ur. Þar hlífði hann sér hvergi. Viktor
sagði ekki margt, verkin töluðu hans
máli. En léttur og kátur var hann
ætíð þó svo að reyndi á hann í hans
einkalífi.
Það duldist engum að velferð
barna hans og umhyggja voru hans
forgangsverkefni. Það mun okkur
seint gleymast hvernig hann umvafði
yngsta son sinn í ferð á vegum fyr-
irtækisins til Lundúna haustið 2005.
Frá morgni til kvölds var verið að
skoða borgina og allt miðaðist við að
gera ferðina sem ánægjulegasta fyrir
soninn, svo ef einhver ræddi um hans
ósérhlífni þá var svarið einfaldlega
bros og að þetta gæfi lífinu gildi.
Þessi umhyggja skilaði sér í mann-
vænlegum einstaklingum sem sýndu
föður sínum í verki að þau kunnu að
meta hans fórnfýsi fyrir velferð
þeirra. Missir þeirra er mikill svo og
samstarfsmanna hjá N1.
Við vottum börnum hans, ættingj-
um og vinum okkar dýpstu samúð.
Heimir Sigurðsson,
Ingi Þór Hermannsson.
Aðalsveitakeppnin
í Hafnarfirði
Ein umferð var spiluð í aðalsveita-
keppninni s.l. mánudag og heldur-
spennan á toppnum bara áfram.
Efstu sveitir eru þessar:
10-11 91.
Elding 90
Erla Sigurjónsdóttir 84
Miðvikudagsklúbburinn 84
Einar Sigurðsson 76
Á eftir var jólaskapið allsráðandi
þar sem spilaður var léttur jólatví-
menningur og spilarar dregnir sam-
an í pör.
Efstir í N-S urðu Hafþór Krist-
jánsson og Guðlaugur Bessason með
103 stig og í A-V voru það Björn
Arnarson og Haukur Árnason með
98 stig.
Nú tekur við jólafrí og er næst
spilað þann 12. jan. á nýju ári en við
minnum á jólamót Bridsfélags Hafn-
arfjarðar sunnudaginn 28 des. kl. 17.
Gleðileg jól.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Gullsmárinn
Spilað var á 9 borðum í Gullsmára
sl. mánudag.
Efstu pör í N/S:
Örn Einarsson - Jón Jóhannsson 207
Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 201
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 188
A/V
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 225
Bragi Bjarnason - Birgir Ísleifsson 199
Ólafur Gunnarsson - Viðar Jónsson 174
Síðasti spiladagur ársins verður
fimmtudaginn 18. des.en þá verður
verðlaunaafhending og boðið
upp á kaffi og spilamennsku.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 15.12.
Spilað var á 15 borðum. Meðalskor
312 stig. Árangur N-S
Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 397
Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánsson 367
Bragi Björnss. - Albert Þorsteinsson 345
Árangur A-V
Auðunn Guðmss. -Björn Árnason 376
Örn Ingólfsson - Örn Ísebarn 369
Sigurður Jóhannss. - Siguróli Jóhannss. 350
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Fréttir á SMS