Árdís - 01.01.1947, Side 16

Árdís - 01.01.1947, Side 16
HUGSJÓNIR. Erindi flutt á Þingi, júní 1947 af Mrs. O. Stephensen. Allar hugsjónir eiga rætur, djúpar rætur, og eins og rætur blóma og alls sem vex á jörðunni, þurfa vökvun, eins þurfa hugsjónir vorar and- lega vökvun, ef þær eiga að þroskast og dafna og ná fullkomnun. Ailar hugsjónir eru fyrst og fremst draumar, draumar, semeruþrámannsandans um að saméinast hinum eilífa kærleika, sem oss var opinberaður í Jesú Kristi. Hugsjónir hefja mann upp, svo að “hið lága færist fjær, en færist aftur nær, hið helga og háa.” Allar hugsjónir mannsandans eru ekki andlegs eðlis, samt er oftast á bak við flesta drauma, eitthvað sem tengir manninn við kenningar Jesú um náð og miskunn og sundurkraminn anda, eða fórnfýsi. Stundum verður sá, sem beitir sér fyrir hugsjónum, að lýða fyrir þær, því heimsins dómur er oft á tíðum harður. Það þarf stöðugan anda og bænir og fóm- færzlu einstaklingsins, að gera drauma að veruleik og hrinda hugsjónum í framkvæmd. Og þó allar hugsjónir eigi rætur sinar í draumum manns- andans, er aflið sem knýr til framkvæmdar guðlegs eðlis, og háleitasta hugsjónin var Guðs eilífa fyrirgefning bömum hans til handa, og augljós gerð með friðþægingu Jesú Krists. Ein fyrsta verulega hugsjón mannkynsins, var hugsjón sú, er Kristur skyldi eftir hjá lærisveinum sinum, hugsjónin um bræðralag mannanna og þá hugsjón kenndi hann þeim í orði og verki og fól þeim áframhald á því starfi. Dæmisagan um húsbóndann og þjónana er ennþá í dag fyrir- mynd fyrir samband milli húsbænda og þjóna. Við köllum það nú á dög- um, “profit sharing”, þar, sem sú hugsjón hefir þroskast. Og það eru víða til byggðarlög þar sem slíkt hefir reynzt að vera varanlegur gróði fyrir alla, og borið þúsund faldan ávöxt. Hinn mikli Gríski spekingur, Plato, hafði líka hugsjón um mannfélag sem væri þroskað að dyggð og réttvísi og fyrirmynd í alla staði. En með komu Jesú Krists, fæddist ný hugmynd um afstöðu mannsins gagnvart samverkamönnum sínum, sem gaf hinum fomu dyggðum nýjan gmnd- völl til að byggja yfir. Sá grundvöllur var trú, auðmjúk og yfirlætislaus trú. Og nútíðar hugsjón Arnold Toynbee, um samvinnu og bræðralag 14

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.