Árdís - 01.01.1947, Page 19

Árdís - 01.01.1947, Page 19
átti hugsjón og allt líf hans stefndi að því, að sjá þeirri hugsjón fullnægt. Hann hafði áformað að ferðast til Kína og vinna þar, en London Mission- ary Society sendi hann til Afríku. Þar vann hann af heilum hug, kenndi læknaði og á milli, ferðaðist hann víða um landið og kannaði óþekkt héröð. Hann trúði því fastlega, að nauðsynlegt væri, að kanna og opna upp nýjar stöðvar, þar sem hægt væri að líkna og hjálpa viltum lýð. Hann áleit sig vera brautryðjanda á trúboðssviðinu og missti aldrei sjónar á því takmarki er stefnt var að. Þrælahald var almennt á þeim dögum í Afríku, og flestir þrælar voru fluttir þaðan undir ömurlegum kringumstæðum og seldir við uppboð í öðrum löndum. Þessu böli veitti Livingstone mótspyrnu í ræðu og riti og eins og Wilberforce, reyndi að sannfæra hinn kristna heim um skyldu sína gagnvart náunganum. En nafn David Livingstone er aðallega tengt við hans fómfúsa og áhrifamikla trúboðs starf, sem lyfti upp og endurreisti hina dökku Afríku- þjóð og gaf henni nýjan skilning á taú, von og kærleika, enda nafn hans heiðrað og dáð af öllum lýð. # # O Áhrifamesta hugsjón mannkynsins, var hugsjón Lutliers um, að hreinsa úr heiminum alla hjátrú og gera mannsandann frjálsan undir Guðs náð og miskunn. Guðsríki er hið ýtrasta frelsi sem mannsandinn þekkir og Luther var aðeins verkfæri í Guðs hendi til að beina mönnun- um aftur á hina réttu braut. Guð sáði því fræi og gaf góðann ávöxt, en því miður nota menn ekki æfinlega vel, það, sem Guð leggur þeim í hendur. Luther var harður í kröfum. Hans hugsjón var bygð á kletti og honum var stundum líkt við frásögu, Nehemiah, “Þeii' endurreystu múr- veggi Jerúsalem með annari hendi og í hinni sverð.” Og Helgi Hálfdanarson sýngur: “Vor Guð er borg á bjargi traust, hið besta sverð og verja.” En skínandi ljós, er það evangelium, sem Lutlier barðist fyrir og gerði vora eign,—eins einfalt og barnssál, en dýnnætara en heimsins auðæfi. fc O O Snemma á fyrstu landnáms árunum hér, tóku konur sig saman og mynduðu fyrsta íslenzka kvenfélagið, árið 1881. Þegar við tölum um kvenfélög nú á dögum, er vanalega átt við kirkjukvenfélög, en þessi 17

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.