Árdís - 01.01.1947, Side 27

Árdís - 01.01.1947, Side 27
En hvernig er best að ala og uppfræða bömin, svo þau nái því göfuga takmarki? Fyrst og fremst kemur heimilið til greina. Foreldrarnir ættu á öllum tímum, að sjá þörfina um að umkringja barnið góðu og kristilegu framferði. Börnin læra og þroskast af góðum fyrirmyndum,' og mest ber á því frá vöggu til fárra ára. Barnið lærir af foreldrum, syst- kinum sinum og leikbræðmm og systrum, og svo áfram í skóla, sunnu- dagaskóla, kirkju, vinnustofu o. s. frv. Alls staðar er maður umkringdur af misjöfnum áhrifum, sem hver verður að læra að meta eða hafna. Snemma þarf því að umkringja barnið með því góða og rétta og heima em óviðjafnanleg tækifæri fyrir foreldra, að leggja réttan grund- völl undir gott uppeldi, sem þó auðvitað rætist ekki æfinlega. Foreldrar þurfa að vera kurteis hvort við annað, þurfa að bera virðingu í orði og verki fyrir öllu, sem kemur sunnudagaskólum, kirkjum og kristilegum bókum við, þó mismunandi kunni skoðanirnar að vera á heimilinu. Ljótt orðbragð, eða háð í sambandi við trúaréfni, má alls ekki koma til greina í viðurvist bania. Sum böm heyra aldrei nafnið Guð eða Jesú, nema í reiði. Við hverju er að búast af þessum unglingum er þau byrja á sunn- udagaskóla—ef kristileg fræðzla er veitt í því umhverfi. Hvílíkur munur fyrir barn, sem er minnt á tilveru Guðs í einföldum bænum, bomar fram með lotningu og stiltum róm. Þá verður sunnudagaskólinn áframhald af þeim heimilis áhrifum og fyrstu sporin stígin í skilningi á kristilegri tiú. Samkomulagið milli foreldra og barna, er undirstaðan sem hjálpar þeim, að skilja kærleika Guðs. Innilegasta samband lífsins, er heimilið og það hlýtur að vera fyrsta fyrirmynd barnsins. Oft er sagt: “Nú tekur skólinn við,” hvort það er daglegi skólinn eða sunnudagaskólinn, en þó ætti aldrei sú hugsun að ríkja, að skóli beri ábyrgð á velferð barnsins, skólarnir, af hverju tagi sem er, geta litlu áorkað, ef foreldrarnir vinna ekki sameiginlega með. Hvað lengi halda þau börn reglu, að koma á sunnudagaskóla, ef foreldrarnir sýna engan áhuga, að líta eftir því, að börnin lesi lexíuna, komi með blöðin sin eða kortin, eða jafnvel að herða að þeim með að vera ekki of sein í skólann. Annað er þetta, hvernig geta foreldrar búist við, að börnin haldi áfram að vera reglusöm, eða hafa ástundan á kristilegri viðleitni, ef þau sjálf sneiða algjörlega hjá því, að fara til guðsjónustu nema við sérstök tæki- færi. Eg var á heimili í vor, þar sem sjö ára drengur átti að fara á sunnu- dagaskóla, en vegalengdin var um mílu. Drengurinn var óviljugur að fara, en móðirin minnti hann á, að hann færi daglega í skóla sinn. Þá 25

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.