Árdís - 01.01.1947, Qupperneq 57
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR STEFÁNSON.
Frumherjarnir sem fyrstir brutu ísinn og kveiktu eldana í íslenzka
landnámi hér vestra, eru flestir fallnir í valinn, og þeim fáu sem uppi
standa fækkar nú óðum. En hér er kona frá landnámstíðum ennþá
uppistandandi og með beinu baki, kona
sem hefur á baki sér 65 vetur á Vestr-
ænum slóðum, og kom gift að heiman
rúmlega tvítug að aldri. Óþarft er að
geta þess að hún er kona sem hefur haft
líkams og sálarkrafta, kona sem hefur
áunnið sér vinsemd og virðingu sam-
ferða fólksins, og allra sem hafa kvnst
henni. Hún hefur orðið langlíf og far-
sæl því hún hefur bygt líf sitt á bjargi
heilbrygðrar lífshugsjónar. Hún hefur
ætíð litið broshýrum augum gegn lífinu
bæði í farsæld og þraut.
Guðrún Jónsdóttir Stefánson er fædd
að Þverá í Staðarbygð í Eyjafjarðarsvslu
20. júní 1860. Hún er fædd og uppalin
undir geislaskíni Eyjafjarðar sólarinnar
og við hjartarætur hins söguríka og forn-
fræga héraðs við norðurhvel heims.
Sennilega hafa náttúru undur og fegurð
æskustöðvanna sett mark sitt á líf
hennar og lýst henni leið, því í sálu
hennar mun hafa verið bjart alla æfi. Hún giftist í æsku Sigtryggi Stef-
ánssyni frá Brekku í Kaupangssveit, og þau riðu vafurlogann með því
að sigla vestur um haf 1882, og eins og allflestir vesturfarar komu þau
hingað með tvær hendur tómar. Allt sem hún átti var nýfædd dóttir, og
ti'ú von og kærleikur.
Fyrsta veturinn voru þau í Dakota, vann hún í 6 mánuði á stóm
íslenzku heimili, hafði hún dóttirina með sér, launin fékk hún aldrei
aðeins fæði fyrir sig og barnið, þá foru þau til Winnipeg og vom þar til
ársins 1885 að þau fluttu til Argyle. Fyrsta veturinn í Winnipeg fraus
55