Árdís - 01.01.1947, Page 69
Þar hóf eigin maður hennar, þá nám við prestaskólann (Pacific Theologi-
cal Seminary) með óskiftum huga, örugg og glöð hélt hún út á hinu
nýju braut er leiddi hana og eiginmann hennar til víðtækara starfs í
víngarði Drottins.
Eftir þriggja ára skeið við prestaskólann, flutti hún ásamt manni og
bömum til Ballard, hafði séra Kolbeinn þá verið kallaður til að þjóna
Calvary Lutheran Church þar.
Árið 1928 fluttu þau til White Centre, Seattle, þar sem séra Kol-
beinn hóf starf við St. James Lutheran Church. Þar lagði hún fram
mikla þjónustu sem prestkona, starfaði með áhuga, festu og óbifandi
trúnaðar trausti þar til herra lífsins kallaði hana á æðra starfssvið til
nýrrar þjónustu 19. mars 1947. Ásamt manni hennar syrgja hana sex
mannvænleg börn, eitt barna-bam, tvær systur og tveir bræður.
Þetta er umgjörðin af æfisögu þessarar merku konu. Hin innri saga
einstaklingsins er skráð aðeins í hjörtu ástvinanna. Eg veit að mér er
óhætt að fullyrða að áhrif hennar á alla sem hún kynntist vom mikil og
blessunarrík. Mér verða ógleymanlegir dagar sem við hjónin dvöldum
á heimili hennar og manns hennar í Seattle fyrir fjórum árum. Sérstak-
lega minnist eg eins dags sem við eyddum í næði niður við sjóinn og
töluðum um ýms áhugamál. Hinn brennandi áhugi hennar fyrir því að
byggja upp starfið í söfnuði þeim sem maður hennar þjónaði, draumar
hennar um að endurbæta og stækka kirkjuna, lægni og listfengi hennar
við að æfa unglingana, fórnfýsi hennar og skyldurækni var að mínum
dómi einstætt meðal prestkona vestanhafs. Það var yndislegt að hafa
mátt kynnast henni, yndislegt fyrir ástvini hennar að eiga þann sjóð
sem þeir eiga í endurminningum um hana.
Þegar eg hugsa um Gróu Simundson kýs eg að láta hugan dvelja
við sólsetur við sjóinn þar sem við sátum saman á ströndinni. Hún var
sérstakur snillingur við að æfa táknleiki úr biblíunni (Biblical pageants).
Var hún að sega mér frá því og við höfðum báðar gleymt tímanum, en
ránkuðum við okkur þegar að sólin var að hniga fyrir hafs röndina—
hafsflöturinn var sléttur, vestrið var uppljómað í dyrðlegum kvöldroða,
undursamlegur friður ríkti.
Hinn friðsæli og fagri æfidagur hennar er liðinn — sólin hnígin í
vestri. Nýr dagur með fegurri sólar upprás ljómar nú í austri. I anda sé
eg nú vinkonu mína á eilífðar ströndu umvafða í þeim árdags ljóma.
Ingibjörg J. Ólafsson.
67