Árroði - 01.01.1938, Side 26

Árroði - 01.01.1938, Side 26
26 Á R R 0 Ð I ar lausn og frelsi, ásamt allra burtkallaöra ástvina og vanda- manna. Sælir eru hinir fram- liðnu, sem i Drotni eru dánir. Opinb.bók 14, 13. — Svo var farið að hafa umhyggju fyrir útför hennar, smiður fenginn að smiða utan um hana og var það Sigurður Sigurðsson, þá búandi á Syðri-Fljótum í Meðallandi; var þar alla æfi og dó þar. Hann smíðaði allra manna bezt líkkistur um sina tíð í því bygð- arlagi. Þótti vel gefinn maður, andlega og likamlega, fjölhæfur eftir þeirra tíma mælikvarða, lagði hönd á margt til sroíða, sérstaklega járn og tré. Blóð- tökumaðue allgóður þeirra tima, enda muu hann lika hafa verið talsvert inni i grasa-lækninga- fræði. — Ásmundur Jónsson. Athugasemd og áminning. Hlýðið yðar kennifeðrum, og látið að orðum þeirra, því þeir vaka yfir sálum yðar, svo sem þeir, er reikning eiga að standa. Sjáið til að þeir geti gjört það með gleði, en ekki andvörpum. (Jóh. 13.—17). Hér er Reykjavík, hjarta landsins, litla sögufræga ey- landsins, sem um fleiri ár hefir barist fyrir sjálfstæði sínu, — ekki með hernaðaráhöldum, eða drápsvélum herbúnu stjórþjóð- anna, eða hverju nafni sem ég ætti slíkt að nefna. — Nei, færi betur, að slík ógæfa henti aldrei vora ástkæru Islands þjóð, eða börn hennar. Hver eru þá, eða hafa verið, vopnin vor? Þau hafa verið hugur, hjarta og hönd hvers einstaklings, sem i ein- lægni hefur viljað vinna að vel- ferð litla eylandsins sins, fóst- urjarðar sinnar elskuðu móður, jörðinni, af hverri vér erum í öndverðu af komnir, og i faðm hverrar vér aftur falla hljótum, því duftið hverfur tíl jarðarinnar aftur, hvaðan það kora, enn and- inn fer tii andanna föðurs, sem gaf oss hann. — O, að guð gasfi, að við gætum brúkað vopnin vor rétt, hver og einn í sinni stétt og stöðu, þá mundi oss vel farnast, en aldrei illa. Hugur, hjarta, minni og mál, mannlífs parta öflugt stál — knýr fram alia kraftastrengi lifs og sálar hjá sönnum mannvinum, til að vinna sem mest og best, landi og lýð til framfara og farsældar, og börnunum hennar smáu. Þetta gjörir hver þjóðmálamað- urinn í ræðum sinum og ritum, sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn, og bóndinn, og allir eru hinum

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.