Árroði - 01.01.1938, Qupperneq 33

Árroði - 01.01.1938, Qupperneq 33
Á R R 0 Ð I Lýsing Drottins vors, herrans Jesú Kristi, samkværat frásögn í BarndómsBögu hans, og ásamt fleiri mynd- um og skirteinum. Girni8t ljóð nú lagað fá, ljúfa þjóðin hlýði á kliðinn bjóða, hörpu há, um herrann góða, er jörð kom á. Lítt ég anna’ að ljóðbúi, lífsins sanna atgjörfi og rétt kanna orðfæri, engla og manna konungi. Hann var friður, hýr maður, hógvær, bliður, skírlífur, hvern dag lýðum hugþekkur, harla þýður, siðprúður. Herrans tjáða hver ein sál, hýraat dáðu verk og mál, lausnarinn náðar, laus við tál, ljótt afmáði syndabrjál. Hér um téð fæ hratt með sann, hann, sem léði bliðleikann, vel sem gleður vesælann, vöxt í meðallagi fann. Andlit fagurt, augu blá, eins sem dagur himin-há, hýr um slagar loft og lá, lifsíns hag sem gleðja má. Augun blíðu, líkt sem Ijós, sem lífgar fríða blómarós, yndis þýða elsku-hrós, unun lýði fróns og sjós. Sem Jakobs stjarna björt og blið, blikuðu þarna fyr og síð, gjörð til varna viltum lýð, veikum gjarna yndisþýð. Tindruðu augu, ljúf sem Ijós, litfriðasta himinrós, ljós var þeirra litur og blár, 8eru leiftur stjörnu á himni’ er stár. Spakleit, skír og spegilskær, speki úr þeim skein frábær, sem krönkum byði' að koma nær, kærleiks frá þeim streymdi blær. Hv}ta i augum, hrein sem mjöll, hvarma bauga-prýði snjöll, sem skuggsjá lauga lipur öll lögun tauga um svarðarvöll. Hans tillit var hæversklegt, hegðan öll með greind og spekt, skvaldur ei né skrafið frekt, Bkopi og hrópi burtu hnekt. Kinnar voru rósrjóðar, rauðar líka varirnar, og hið hvíta utan með eins og snjókrýnt foldarbeð. Háríð prúða, hermt er þar, um hökubúð og augnabar, 5

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.