Árroði - 01.01.1938, Page 35

Árroði - 01.01.1938, Page 35
Á R R 0 Ð I 35 Heift ei villa huga má, heit uppfyllið kærleiks há. ■Gefi 088 Drottina gæzka há góða menn, er rétt útsjá, orðið hans að iðka og dá, og allir lýðir hlýði á. liifsins orða lindin há, Ijósið bezt er girnumst sjá, ljósið sanna, lífsins þrá lýs o8s þig að elska og dá. Ollum veiti andans þrá eilífur dýrðar kongur sá, heimi og synd að hverfa frá himnaríkis landið á. Háleit virðing, heiðurinn, hæzta dýrð og vegsemdin sé þér skýrð, vor sigrarinn, sálna hirðir útvalinn. Amen. Lof án rýrðar, heiður hár, hæsta dýrð og vegsemd klár, sé þér skýrð um eilif ár ölium tungum frá. CLEÐILEGRA JÓLA úskar Árroðinn ölium lýð, og sérstaklega lesendum sinum, í nafni Drottins vors Jesú Krists. Amen. JÓLAVERS. Hann, sem að holdi klæddist og hingað kom á jörð, og hér í fátækt fæddist til frelsis Binni hjörð, hann gefi gleði í mæðum, gleði, sem aldrei þver, á æðstum himnahæðum heilaga dýrð hjá sér. NtJARSÓSK Ársins tíðir, árla og síð, æðstur blessi Drottinn. Fyrnist kvíði, fár og stríð, fólkið skrýði hagsæld blíð. Fornar barnavísur og kviðlingar. Með litlum breytingum. (Sungið til forna, einkum yfir ungbörnum í vöggu). Guð geymi börnin bæði ung og smá! Vis er þeim vörnin voðanum frá. Sæl eru þau þá, þegar þau fá sinn guð að sjá. Heilaga engla að horfa á — með þeim syngja gloríá. Ungbörnin syngja öll um Jesúm Krist.

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.