Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 K O R T E R . I S Í DAG, fimmtudag, kl. 20 verður opinn borgarafundur í Iðnó. Efni fundarins er mótmæli, að- ferðafræði mótmæla og borgaraleg óhlýðni. Frummælendur verða Stefán Ei- ríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, Hörður Torfason fyrir hönd Radda fólksins, Eva Hauksdóttir aðger- ðasinni og nafnlaus anarkisti. Auk þess taka þátt í pallborðsumræðum þau Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra tíma, Katrín Odds- dóttir, talsmaður neyðarstjórnar kvenna, Þórhallur Heimisson prest- ur og hugsanlega Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Borgarafundur um mótmælaaðferðir ÞINGFLOKKUR VG hefur ályktað að „hernaður Ísaelsstjórnar á Gaza þar sem hundruð óbreytta borgara hafa látið lífið, þar á meðal fjöldi kvenna og barna, [sé] skýlaust brot á fjölmörgum mannréttinda- sáttmálum og alþjóðalögum. Hern- aðinn ber skilyrðislaust og án tafar að fordæma“. Álykta um Gaza KRABBAMEINSFÉLAG Hafn- arfjarðar færði St. Jósefsspítala að gjöf húsbúnað og lyfjadælu í sér- staklega útbúna sjúkrastofu. Sjúkrastofan er hlýleg og þægileg enda miðað að því að bæði sjúk- lingum og aðstandendum líði sem best. Skúli Þórsson heitinn, sem lengi sat í stjórn félagsins, gaf ásamt systrum sínum 150.000 kr. í gjöf í minningu foreldra sinna og var fénu varið í þetta verkefni. Spítali fær gjöf Gjöf Þóra Hrönn Njálsdóttir, for- maður félagsins afhenti Árna Sverr- issyni forstjóra gjöfina. SAFT, samtök heimilis og skóla um örugga netnotkun, undirritaði nýlega samning til tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun nets- ins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaráætlun Evrópu- sambandsins um öruggari net- notkun. Samningur um örugga netnotkun GSM-símasöfnun Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, „Svaraðu kall- inu“, hefur gengið vonum framar. Íslendingar hafa tekið vel við sér og látið af hendi gamla gsm-síma sem verða endurnýttir og endurunnir og munu nýtast fólki í þróunarlönd- unum. Margir gefa síma STUTT Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ALÞINGI kemur saman að nýju eft- ir jólafrí 20. janúar nk. og eru þing- menn væntanlega að safna kröftum fyrir vorþingið. Á haustþinginu, sem lauk skömmu fyrir jól, var krýndur nýr ræðukóng- ur, Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins. Guðjón tal- aði samtals í 541 mínútu á haustþinginu. Á þingunum þar á undan höfðu Steingrímur J. Sigfús- son og Jón Bjarnason, þingmenn Vinstri grænna, skipst á að vera ræðukóngar. Næstur Guðjóni kemur flokks- félagi hans Jón Magnússon, sem talaði í 515 mínút- ur. Í næstu sæt- um þar á eftir koma Steingrím- ur J. Sigfússon, Álfheiður Inga- dóttir og Jón Bjarnason, þing- menn VG. Þau töluðu öll lengur en 400 mínútur. Skammt undan eru tveir þingmenn Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson og Ögmundur Jón- asson. Sá þingmaður sem talaði styst var Einar Már Sigurðarson, Samfylk- ingu. Hann tók sjö sinnum til máls og talaði samtals í 3 mínútur, og hef- ur því nýtt ræðutíma sinn vel. Aðrir þingmenn sem töluðu í 30 mínútur eða skemur voru sjálfstæðismenn- irnir Arnbjörg Sigurðardóttir, Her- dís Þórðardóttir, Illugi Gunnarsson og Kjartan Ólafsson svo og Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu. Talaði í eina mínútu Skemmst allra á haustþinginu tal- aði Sigríður Á. Andersen, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins. Hún tók einu sinni til máls og talaði í eina mínútu. Kristrún Heimisdóttir vara- þingmaður Samfylkingar talaði í 6 mínútur og Róbert Marshall vara- þingmaður sama flokks, talaði í 9 mínútur. Þegar lagður er saman fjöldi ræðna og fjöldi athugasemda sem þingmenn gera við ræður annarra þingmanna hefur Álfheiður Inga- dóttir vinninginn. Hún fór alls 150 sinnum í ræðustólinn, flutti 74 ræður og gerði 76 athugasemdir. Af ráðherrum ríkisstjórnarinnar talaði Geir H. Harde forsætisráð- herra lengst og mest enda banka- hrunið mikið til umræðu á haust- þinginu. Geir flutti 60 ræður og talaði í 217 mínútur. Einar K. Guð- finnsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, talaði styst eða í 41 mínútu. Guðjón Arnar er nýr ræðukóngur Guðjón Arnar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.