Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is GREINING á einhverfu er í flestum tilfellum mikill léttir fyrir aðstandendur enda þýðir hún að auðveldara er fyrir þá að fá þjónustu við hæfi. Gríðarleg fjölgun hefur orðið í grein- ingu á einhverfu á síðustu tveimur árum. Hjörtur Grétarsson, formaður Umsjón- arfélags einhverfra, segir áhuga á einhverfu hafa aukist mjög, ekki bara vegna útgáfu ný- legra bóka um fötlunina sem og bíómynd- arinnar Sólskinsdreng- urinn sem frumsýnd verður á morgun, heldur hafi greining á fötluninni aukist mjög síðustu tvö ár. „Á síð- ustu tveimur árum voru hátt á þriðja hundrað ein- staklingar greindir, 118 ár- ið 2007 og áætlað um 150 árið 2008. Venjulega eru 27 greindir í nýjustu árgöng- unum á Íslandi svo þarna var greinilega uppsöfnuð þörf fyrir grein- ingu.“ Þar sem einhverfa læknast ekki þarf ein- hverfur einstaklingur þjónustu frá leikskóla „og upp úr“, að Hjartar sögn. „Víðast hvar úti á landsbyggðinni hefur þjónustan verið mun betri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Þegar við höfum hitt hópa úti á landi hefur víðast hvar komið í ljós að þjónustan er þokkaleg. Hér í bænum hafa hins vegar verið vandamál. Í leik- skólum er talsvert deilt um hvort eigi að nota atferlismótun eða svokallaða TEACCH að- ferðafræði við að þjálfa einstaklinga og for- eldrar hafa verið að velja þar á milli. Þjón- ustan hefur þó verið vaxandi og batnandi í leikskólum í borginni.“ Algengast er að einhverf börn séu í venju- legum leik- og grunnskólum, innan um ófatl- aða jafnaldra sína. Hjörtur segir snemmtæka íhlutun, þ.e. að byrja markvissa þjálfun snemma, sem og lyfjagjöf skila mestum ár- angri fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. „Það er talsvert talað um hvort eigi að vera sérskólar fyrir einhverfa eða hvort þeir eigi að fara inn í almennu skólana. Það er hins vegar með skólana eins og búsetuúrræði og atvinnu- úrræði að það er ekkert eitt rétt í þeim efnum. Mjög margir einhverfir einstaklingar pluma sig vel í gegn um venjulega skóla, og þá með einhvers konar stuðningi. Stundum eru ein- staklingar teknir út úr bekkjum í kannski 40% af tímanum í sérkennslu eða sérdeildir sem eru víða í skólum. Svo eru alltaf einhverjir – þeir sem eru með mestu fötlunina – sem fara í sérskóla eins og Öskjuhlíðarskóla. Það þarf mjög fjölbreytt úrræði því þessi hópur er svo ólíkur innbyrðis.“ Margir vilja loka sig af Hann segir misjafnt hversu vel starfið í skólunum gangi. „Það kemur fjármagn með hverjum fötluðum einstaklingi inn í skólana en það er mjög misjafnt hvernig því er ráðstafað. Stundum hafa foreldrar lent í ströggli við for- ráðamenn skóla sem hafa ekki haft skilning á þessari fötlun og fela sig á bak við þá afsökun að það sé svo mikið af vandamálum í skólanum að það þurfi að setja þessa peninga í þau. Stundum vantar líka fagfólk. En þegar viljinn er fyrir hendi og gott samstarf er milli for- eldra og skóla gengur þetta yfirleitt vel.“ Hjörtur bætir því við að talið sé mikilvægt fyrir þjálfun barnanna að þau séu innan um „venjulega“ krakka. „Margir þessara ein- staklinga vilja reyndar loka sig af og líður best þegar þeir eru einir í sínu herbergi, í tölvuleiknum eða á You Tube. En það er ekki best fyrir þá sjálfa. Félagslegi þátturinn er oft erfiður að eiga við. Það er iðulega hægt að þjálfa krakkana, láta þá læra og ýmislegt í þeim dúr en síðan gengur ekkert á félagslega sviðinu.“ Þannig þurfi að bæta úr félagslegum úr- ræðum fyrir þennan hóp. „Sveitarfélögin hafa boðið upp á liðsmenn en það hefur verið vandamál hingað til að fá fólk til að sinna þeim störfum.“ Þá haldi Umsjónarfélag einhverfra úti hóp fyrir 18 ára og eldri, sem kallast Út úr skelinni, og gefi góða raun. Um 500 félagsmenn, þ.e. aðstandendur og fagfólk, eru nú í Umsjónarfélagi einhverfra og hefur þeim fjölgað mikið í takt við aukna greiningu. Að sögn Hjartar gætir félagið hagsmuna einhverfra, t.d. með því að berjast fyrir úrbótum á greiningu og úrræðum í þjálf- un, skólamálum, atvinnu- og búsetumálum. Útgáfa og fræðsla skipar líka stóran sess, fé- lagið heldur úti 7 foreldrahópum, bæði á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi, rekur skrif- stofu sem félagsmenn geta leitað til og stendur fyrir fræðslufundum. Þá styrkir það fagfólk til að sækja sér aukna þekkingu til út- landa, svo eitthvað sé nefnt. Helsta baráttu- mál félagsins er einmitt að auka þekkingu fag- fólks á ólíkum þjálfunaraðferðum auk þess sem búsetumál einhverfra hafa verið í brenni- depli. Mörg sorgleg dæmi „Það er mikill skortur á búsetuúrræðum, sérstaklega á Suðurnesjum og í Reykjavík,“ segir Hjörtur. „Þetta gildir um alla aldurs- hópa, alveg niður í skammtímavistun fyrir börn. Hvað eldri einstaklinga varðar hentar sumum vel að vera á sambýlum, aðrir þurfa þjónustu heim til sín og það er mikil hreyfing í þá átt núna. Fyrir tveimur árum var stofnað áfangaheimili þar sem fólk fær að spreyta sig á því að búa áður en það fer eitthvað annað. Búsetuformin geta því verið mjög fjölbreytt.“ Hann segir mikinn skort á öllum tegundum þeirra og þannig séu dæmi um rígfullorðna einstaklinga sem búa fram eftir öllum aldri hjá foreldrum sínum. „Það eru mörg sorgleg dæmi um að foreldrar lendi í eins konar fang- elsi með sínum einstaklingi og margir ein- hverfir búa með foreldrum sínum þangað til þeir fara á elliheimili. Það er hvorugum hollt.“ Hjörtur svarar játandi þegar hann er spurður hvort félagið óttist afleiðingar krepp- unnar á þjónustu fyrir einhverfa. „Það eru dæmi um úrræði sem er verið að leggja niður út af kreppunni. Auðvitað óttumst við þetta og því þurfa allir að vera á varðbergi og flagga ef slíkt er í uppsiglingu.“ Gríðarleg aukning hefur orðið í greiningu á einhverfu á Íslandi á tveimur síðustu árum Morgunblaðið/Þök Einmana Bæta þarf félagsleg úrræði fyrir einhverfa, sem oft líða fyrir að vera utanvelta. Hjörtur Grétarsson „ÉG upplifi þetta sem létti, af því að ég veit að nú á hann rétt á ákveð- inni þjónustu sem hann fékk ekki áður. Hann er ekki lengur á gráu svæði,“ segir Linda Berry, mamma Aarons Ísaks sem er á 11. ári og var greindur með einhverfu nú í desem- ber. Allt frá því Aaron var fimm ára hefur leikið grunur á að hann sé á einhverfurófi. „Þegar hann var fjögurra ára fékk hann ADHD- greiningu, þ.e. ofvirkni með athygl- isbrest. Ári síðar lenti hann í úrtaki fyrir rannsókn sem nokkrir barna- og barnageðlæknar stóðu fyrir á hegðun og þroska fimm ára barna. Þar greindist hann með mótþróa- þrjóskuröskun, en hún fylgir oft ADHD. Strax þá kom fram grunur um einhverfu auk einkenna um tourette-heilkenni,“ sem lýsir sér m.a. í kækjum og þráhyggju- hegðun. Staðfestingu á tourette- greiningunni fengu þau skömmu síðar hjá barnalækni. „Það var svo í kjölfar innlagnar á BUGL fyrir tæpum tveimur árum sem þetta greiningarferli hófst,“ heldur Linda áfram. „Þá var tekið svokallað ADI-viðtal sem er viðtal við foreldri og bara partur af heild- argreiningunni. Seinni hlutinn kom núna í desember, en það var ít- arlegt skoðunarviðtal við Aaron.“ Niðurstaðan var ódæmigerð ein- hverfa. „Hann er með háa greind og á auðvelt með tal og tjáningu. Hins vegar vantar upp á getu hans í fé- lagslegum samskiptum auk þess sem hann er með þráhyggjuáráttu.“ Fram að þessu hefur Aaron haft stuðningsfulltrúa í skólanum og eina helgi í mánuði fer hann í skammtímavistun. „Þannig hef ég fengið að hvílast og hann breytt um umhverfi. Reyndin er sú að hegðun hans hefur versnað eftir því sem hann hefur elst en talið er að erf- iðasti tíminn sé frá níu ára og fram yfir kynþroska.“ Þá hefur Aaron verið á lyfjum frá fjögurra ára aldri, en þeim hefur þurft að breyta reglulega. „Erf- iðasti hlutinn er samt skólinn. Eins og staðan er í dag er hann lítið sem ekkert inni í bekk sem gerir hann mjög félagslega einangraðan. Hann langar að eiga vini og sækist eftir því bæði utan skólans sem innan hans, en honum helst ekki á þeim. Asperger-heilkenni og ódæmi- gerðri einhverfu er oft best lýst sem félagslegri lesblindu. Ég hefði því viljað sjá markvissa atferlismótun og styrkingu í félagsfærni í skól- anum.“ Linda segir þau mæðgin reyna að taka á þessu með húmor. „Hann grínast stundum með að hann sé „svo einhverfur“ eða eitthvað í þeim dúr. En stundum fer hann al- veg niður og upplifir sig mjög öðru- vísi.“ Gott að vera ekki lengur á gráu svæði Morgunblaðið/Golli Mæðgin Linda segir félagslega þáttinn erfiðastan og að Aaron Ísak vilji gjarnan eignast vini. Honum helst þó illa á þeim, enda er ódæmigerðri einhverfu oft lýst sem félagslegri lesblindu. Kötturinn Breki er betri en enginn. Einhverfa greinist í grófum dráttum í þrjá þætti. Í fyrsta lagi eru hindranir í fé- lagslegu atferli en þá þróast samskipti barnsins við aðra ekki með eðlilegum hætti. Í öðru lagi þróast mál, tjáskipti og leikur ekki eðlilega, barnið talar lítið eða ekkert og á erfitt með eftirhermu-, ímynd- unar- og hlutverkaleiki. Loks er ár- áttukennd hegðun sem t.d. getur brotist út í síendurteknum hreyfingum eða sér- kennilegum áhugamálum. „Ef viðkomandi greinist með alla þessa þrjá þætti er hann með dæmigerða ein- hverfu,“ segir Hjörtur. „Ef hann greinist með tvo þætti er hins vegar um ódæmi- gerða einhverfu að ræða, en engu að síður er einstaklingurinn með fötlun á einhverfurófinu. Það gildir líka um þá sem eru með Asperger-heilkenni. Í öllum þess- um tilvikum er viðkomandi mældur með það mikil frávik að þau eru hamlandi fyrir hann og hann þarf á einhvers konar stuðningi eða úrræðum að halda.“ Hvað er einhverfa? Fjölbreytt úr- ræði nauðsynleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.