Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Verðvísitala Atvinnuleysi Verðbólga Hagvöxtur í Finnlandi 0 -1 1 2 4 3 5 6 1991 2008 Finnland Evru-svæðið Finnland ESB Bandaríkin Japan 1990 2008 18% 14% 10% 6% 2% 0 8% 4% -4% -8% 1975 2007 Finnland Evru-svæðið 1991 2008 6% 4% 2% 0% EVRAN Jukka Koivisto, formaður EK, systursamtaka Samtaka at- vinnulífsins, sem 16.000 fyrirtæki eiga aðild að. Var í framvarðasveit framboðsins fyrir ESB-aðild. I nngangan í Evrópusamstarfið og myntsamstarfið voru, hvort tveggja, mjög vel heppnuð skref fyrir Finna en eins og þú sérð ef þú horfir til efnahagssögu Finnlands þá vorum við afar háð skógarhöggs- og pappírsiðn- aðinum,“ segir Jukka Koivisto, einn helsti talsmaður finnsks athafnalífs, og heldur áfram. „Við gengum í gegnum gengis- fellingu eftir gengisfellingu. Á tíu ára fresti felldum við gengi marksins. Verðbólgustigið var mjög hátt og uppbygging finnsks iðnaðar ekki nútímaleg. Með inngöngunni í Evrópusambandið fékkst stöð- ugleiki og fjórum árum síðar, þegar við urðum aðilar að mynt- bandalaginu, kom á óvart hversu auðveld ákvörðun það var að skipta um gjaldmiðil. Finnar byrjuðu að nota evruna eins og markið áður fyrr [...] Evruupp- takan bauð einnig upp á mjög lágt vaxtastig. Ef ég lít yfir hátt í tíu ára reynslu Finna af því að vera í myntbandalaginu þá myndi ég segja að hún væri góð.“ Hvað með það sjónarmið að evran hafi viðhaldið atvinnuleys- isstiginu með því að vera dýr gjaldmiðill sem kom útflutningsfyrirtækjum illa? „Svarið er hiklaust nei.“ Evran hafði því engin áhrif í þessa veru? „Nei, þvert á móti. Hið lága vaxtastig gerði okkur kleift að stuðla að aukinni fjárfestingu. Þá á ég við innlenda fjárfestingu og aukinn áhuga erlendra fjárfesta á því að fjárfesta í Finnlandi. Ástæðan er sú að erlendir fjárfestar vilja sjá stöðugleika, nokkuð sem við höfðum ekki fyrir inngönguna.“ „Verðbólgustigið er að lækka. Það var um fjögur prósent en er nú um 3,6 prósent ... Vaxta- stigið er einnig að lækka. Þetta tvennt eru mjög góðar fréttir fyrir okkur og fylgir því að eiga að- ild að efnahags- og myntbandalagi Evrópu.“ Vaxtastigið væri mun hærra ella Hvað heldurðu að vaxtastigið væri ef Finnar hefðu enn gamla gjaldmiðilinn? „Slíkar spurningar eru vitaskuld öðrum þræði vangaveltur en ætla má að það væri mun hærra. Horfa má til Svíþjóðar þar sem vaxta- stigið er hærra en hér.“ Hvað með það sjónarmið sem heyrst hefur á Íslandi að í því felist mikill styrkur að geta fellt gengið eftir þörfum? „Það fer eftir því hvar samkeppnisstyrkur landsins liggur. Ef hægt er að tryggja sam- keppnishæfni iðngreina þá er það styrkur. Ef ekki, þá þarf að grípa til gengisfellingar, nokkuð sem er ekki hægt eftir upptöku evrunnar.“ Hvað með þróun matarverðs eftir inngöngu? „Matarverðið lækkaði til að byrja með en hef- ur síðan fylgt verðþróuninni í Evrópu.“ Hvaða með kröfuna um úrsögn úr ESB? „Ég kannast ekki við samtök sem berjast fyr- ir slíkri úrsögn. Það ber ekki á þessu sjónarmiði í pólitískri umræðu í Finnlandi í dag [...] Þegar við undirbjuggum kosningabaráttuna um inngöngu stilltum við málinu þannig upp að þrátt fyrir að ESB væri ekki rósagarður væri það betri kostur að vera hluti af sambandinu en að standa utan þess. Það voru í raun helstu skilaboð herferðarinnar.“ Reynslan af gjaldmiðlinum verið jákvæð  Einn helsti talsmaður finnsks athafnalífs telur evruna ekki hafa viðhaldið atvinnuleysisstiginu í landinu  Telur lágt vaxtastig hafa laðað að erlenda fjárfesta, ásamt því að auka innlenda fjárfestingu í Finnlandi Jukka Koivisto Finnland | Evrópusambandið EVRAN Pia Michels- son, fyrrverandi að- stoðarforstjóri Kaup- þings í Finnlandi. F innska at- hafnakonan Pia Michelsson var aðstoð- arforstjóri Kaupþings í Helsinki fyrir banka- hrunið. Hún rekur nú tvær fataverslanir, ásamt því að vera for- maður finnsk-íslenska viðskiptaráðsins. Innt eftir rökunum fyrir inngöngu á sínum tíma telur Michelsson að aðildin hafi staðfest þann vilja Finna að þjóðin tilheyrði Evrópu. Hvað evruna snertir telur hún út frá sinni reynslu sem fjármálakona að upptaka evru myndi verða til að auka erlenda fjár- festingu á Íslandi, þar sem fjárfestingarsjóðir veigri sér við að fjár- festa í umhverfi þar sem jafn miklar sveiflur séu staðreynd. Michelsson telur þjóðarvitund Finna hafa styrkst ef eitthvað er við inngönguna og met- ur það svo að það sama muni gilda um Ísland. Það er hennar skoðun að Finnar hafi litið á uppgang íslenskra fjár- málafyrirtækja í Finn- landi, einkum í Helsinki, með tortryggni. Þeir séu varkárari í fjármálum en Íslend- ingar. Michelsson telur ekki að ímynd Íslands hafi skaðast í Finnlandi. Hennar tilfinning er að Finnar myndu styðja inngöngu Íslands í Evrópusambandið.  ESB-aðild myndi laða að fjármagn Yki fjárfestingu Pia Michelsson EVRAN Christoffer Taxell, stjórnar- formaður Finnair og einn áhrifamesti for- ystumaðurinn í finnsku viðskiptalífi. T axell, sem var menntamála- ráðherra 1987- 1990 og dóms- málaráðherra 1979 til 1987, segir það út- breidda skoðun í finnsku athafnalífi að upptaka evru hafi haft jákvæð áhrif og stutt við endurreisn hagkerfisins eftir efnahagsþreng- ingarnar á síðasta áratug. Með líku lagi hafi inngangan í ESB átt hlut í velgengni stórfyrirtækisins Nokia. Við fall Sovétríkjanna hafi um fjórðungur þjóðarframleiðslunnar hrunið og því skapast brýn þörf á að tryggja sem bestan aðgang að nýj- um mörkuðum. „Finnland er lítið land. Við erum mjög háðir útflutningi, sem er nú 45 prósent þjóðarframleiðsl- unnar,“ segir Taxell, sem telur kreppuna nú sérstaka að því leyti að hún sé heimskreppa, sem útflutningslandið Finnland finni fyrir. Taxell tekur þó fram að ýmsir samverkandi þættir hafi lagt grunn- inn að viðreisninni. Fjárframlög til rannsókna og þróunar hafi lagt grunninn að nýjum iðngreinum á þeim tíma er Nokia, sem var þá m.a. þekkt fyrir stígvél sín og kapla, sneri sér að farsímum. Inntur eftir gagnrýni á ESB í Finnlandi segir Taxell það tilfinn- ingu sína að margir Finnar sem kusu gegn inngöngunni hafi í raun verið hlynntir aðild. Hvað varðar evruna þá metur hann það svo að fleiri Finnar séu nú um stundir hlynntir henni en ESB, enda mikill ávinningur af gjaldmiðlinum. Evran til góðs  Studdi endurreisn atvinnulífsins Christoffer Taxell EVRAN Sixten Korkman, forstöðumaður hagrannsóknarstofnunarinnar ETLA. É g tel að það sé mikill kostur and- spænis óróanum á mörkuðum að spákaupmennska með finnska markið heyri sögunni til og að Finnar þurfi ekki að óttast vaxtahækkanir. Þvert á móti er vaxtastigið lágt og viðbúið að það lækki frekar á næstu mánuðum,“ segir Sixten Korkman, forstöðumaður stofnunarinnar ETLA, um árin með evr- una. Hann saknar ekki finnska marksins. „Áður fyrr eyddum við tíma í karp um hvort við ættum að fella gengið á markinu eða ekki. Timburiðnaðurinn þrýsti alltaf á gengislækkanir […] Nú heyrir þetta sög- unni til. Við höfum ekki lengur sjálfstæðan seðlabanka eða okkar eigin peningastefnu. Í dag verjum við tímanum í umræður um hvernig við getum bætt menntakerfið, komið á umbótum í háskólunum og hvernig beri að verja opinberu fjármagni. Ég tel að þetta sé af hinu góða. Þetta eru hlutirnir sem á að ræða um, ekki hvort fella beri gengið eða ekki. Það er tímasóun.“ Smærri fyrirtæki ánægð með evruna Korkman telur finnskt atvinnulíf ánægt með evruna. „Almennt myndi ég segja að Finnar væru ánægðir með evruna. Hvað viðskiptalífið áhærir var gerð könnun meðal rekstraraðila lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku áður en við tókum upp evruna. Meirihluti þeirra var fremur neikvæður og hikandi gagn- vart evrunni. Síðasta vor var sama könnun framkvæmd aftur tíu árum síðar og þá kom í ljós að sami hópur var enn hikandi í Svíþjóð og Danmörku en ánægður í Finn- landi. Þessi hópur í Finnlandi lítur svo á að lífið sé mun auðveldara þegar landið er aðili að myntsamstarfinu, þeg- ar horft er til áhættutöku, færslukostnaðar og verðlagn- ingar.“ Korkman heldur áfram og segir Finna kunna að meta að þurfa ekki að skipta um gjaldmiðil á ferða- lögum. Hvað snerti áhrif evrunnar á hag- kerfið bendi rannsóknir til að verslun hafi aukist við Evrópuríki eftir upptöku evrunnar, sem og að erlend fjárfesting hafi aukist frá evrusvæðinu. Korkman leggur á hinn bóginn áherslu á að hagvöxtur hafi verið svipaður í Svíþjóð og Finnlandi, þótt Svíar hafi ekki gerst aðilar að myntsamstarfinu. „Þetta vekur grunsemdir um að ef til vill sé aðild að evrusamstarfinu ekki svo mikilvæg. Við erum ánægð með evruna en ég held því hins vegar ekki fram að hún marki skilin á milli dags og nætur.“ Hann telur kreppuna bjóða upp á áhuga- verðan samanburð á Finnlandi og Svíþjóð. „Því má halda fram að sænskur útflutn- ingsiðnaður muni njóta góðs af gengisfallinu, en á sama tíma held ég að Svíar hafi áhyggjur af taugatitringnum sem fylgir gengisþróuninni.“ Kunna að meta að fara með eigin málefni Korkman tekur fram að Evrópusambandsaðild snúist ekki einvörðungu um efnahagsmál og vísar til sögunnar. „Við kunnum að meta að geta haft áhrif á framgang mála við samningaborðið. Við kunnum ekki að meta það þegar Hitler, Stalín, Molotov, Ribbentrop og aðrir tóku ákvarðanir sem vörðuðu hag Finna. Við erum ef til vill lítil þjóð með takmörkuð völd í Evr- ópusambandinu en eigum nú að minnsta kosti sæti við borðið og höfum áhrif á og tökum þátt í þeim viðræðum sem þar fara fram um framtíð Evrópu.“ Hann viðurkennir þó að margt megi gagnrýna í ESB. „Það er ýmislegt sem ég tel vera gagnrýnivert við ESB. Ef sambandið væri ekki til þyrfti að að finna það upp á morgun […] Að öllu samanlögðu er ég sáttur við sam- bandið og uppbyggingu þess. Ég fellst á að stjórnkerfi sambandsins sé fremur flókið en á sama tíma fágað að innri gerð […] enda er það ekki auðvelt verkefni að tengja saman mörg ríki í slíku samstarfi.“ Karpið heyrir sögunni til  Þekktur finnskur hagfræðingur saknar ekki gengisfellinga  Viðurkennir að erfitt sé að meta bein áhrif evrunnar Sixten Korkman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.