Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
✝ Elín Jónía Þórð-ardóttir fæddist á
Syðstu-Görðum í Kol-
beinsstaðahreppi í
Snæfellsnessýslu 13.
ágúst 1917. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Eir fimmtudaginn 1.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurveig Dav-
íðsdóttir, frá Hamri í
Svínavatnshreppi í
A.-Húnavatnssýslu, f.
1886, d. 1951, og
Þórður Árnason,
bóndi, frá Syðri-Rauðamel í Kol-
beinsstaðahreppi, f. 1884, d. 1961.
Elín var sjötta í röð ellefu systkina.
Árni Jónsson frá Vöðlavík, kaup-
maður á Eskifirði, f. 1886, d.
1966. Elín Jónía og Jón Þórir
eignuðust fjórar dætur; 1) óskírð,
f. 28. desember 1944, d. sama
dag, 2) Elín J. Jónsdóttir Richter,
f. 21. febrúar 1946, maki Reinhold
Richter, 2) Valgerður Þ. Jóns-
dóttir, f. 2. júlí 1952, maki Árni
Þórarinsson, börn hennar og Ingi-
mundar Eyjólfssonar: Jón Þórir,
f. 18. mars 1983, og Elín, f. 4. júlí
1987, 3) Arngunnur R. Jónsdóttir,
f. 15. apríl 1955, maki Helgi Rún-
ar Rafnsson.
Elín Jónía lærði hárgreiðslu og
vann á Hárgreiðslustofu Kristínar
Ingimundardóttur þar sem hún
starfaði í mörg ár áður en hún
helgaði sig húsmóðurstörfum.
Elín Jónía verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Hún ólst upp við
Brekkustíg í Reykja-
vík hjá föðursystur
sinni, Elínu Guðrúnu
Árnadóttur, f. 1876,
d. 1963, og manni
hennar Jóni Magn-
ússyni, f. 1865, d.
1953.
Hinn 26. desember
1942 giftist Elín
Jónía Jóni Þóri
Árnasyni, heildsala,
f. 26. desember
1917, d. 10. apríl
1997. Foreldrar
hans voru Guðrún Jónína Ein-
arsdóttir frá Kóngsparti við
Helgustaði, f. 1887, d. 1971, og
Helstu minningarnar sem ég og
amma eigum saman eru af „ömmu-
föstudögum“. Á hverjum einasta
föstudegi eldaði hún mat handa öll-
um þeim sem mættu. Allir voru allt-
af velkomnir á fallega heimilið
hennar ömmu. Það er ekki nema
rúmur mánuður síðan að viljagóða
kraftakonan hún amma mín eldaði
síðustu máltíðina fyrir sex manns
talsins. Oft eldaði hún kjötsúpu en
þó verður helst að nefna fiskiboll-
urnar í brúnu sósunni með sykr-
inum, enda var sá réttur í uppáhaldi
flestra, ef ekki allra.
Við matarborðið voru heimsmálin
oft rædd og stundum var okkur
heitt í hamsi. Hún hafði sterkar
skoðanir og studdi sitt fólk í stjórn-
málum. Oft var hún líka fyrst með
fréttirnar og var betur að sér í hin-
um ýmsu málum en aðrir við mat-
arborðið og þótt víða væri leitað.
Alltaf var gaman að heyra hennar
skoðanir á hlutunum, því hún sagði
alltaf nákvæmlega það sem henni
fannst og rökstuddi skoðanir sínar
til fullnustu. Þótt líkaminn hafi ver-
ið farinn að gefa sig var hugurinn í
fullkomnu ástandi.
Það var alltaf skemmtilegt að
ræða málin við ömmu og skemmt-
um við okkur ekkert síður í fé-
lagsvistinni sem við spiluðum eftir
matinn við Addý, móðursystur
mína, og pabba. Það var svo gaman
þegar ég og amma vorum í sama liði
og þegar vel gekk gerðum við „high
five“ yfir borðið, svolítið til að pirra
Addý og pabba en það var allt í
gríni gert. Eftir hvert spil, hvernig
sem úrslitin urðu, tók amma alltaf
skýrt fram að það skipti ekki máli
hver ynni, því þetta væri bara leik-
ur, aðalatriðið væri að hafa gaman.
Eitt sinn, þegar við vorum að
ganga frá eftir matinn, tók ég eftir
marbletti á handlegg hennar og
spurði hvernig hún hefði fengið
hann. Þá svaraði hún: „Ég datt, en
sérðu, hann er lillablár sem er svo
fallegur litur, þannig að það gerir
nú lítið til.“ Þetta svar finnst mér
einkenna þá manneskju sem amma
mín hafði að geyma. Þótt vindar
blésu á móti tók hún á móti þeim
með jákvæðni og steyttan hnefa og
var í mínum augum ósigrandi. Þótt
hún væri sárkvalin stóð hún upp á
hverjum morgni og klæddi sig í fín
föt og puntaði sig. Margir höfðu líka
orð á því í Sunnuhlíðinni að hún
væri best klædda konan þar og liti
út fyrir að vera 20 árum yngri en
hún var. Undir það síðasta þegar ég
og mamma komum í heimsókn til
hennar var hún svo veik að hún gat
vart talað, en hún náði að benda á
hálsinn á sér og segja: „Ilmvatn.“
Hún amma mín hélt sér vel til og
var svo falleg fram á síðasta dag.
Elsku besta amma í heimi: Þú
sagðir að ég mætti ekki vera leið
þótt þú færir. Ég get ekki gert að
því að óhlýðnast þér í þetta skiptið
en það huggar mig að vita að þér
líður betur hjá afa. Þið hugsið vel
hvort um annað. Sumar minningar
sem við eigum munu alltaf koma
mér til að brosa, eins og þegar ég
var lítil og þú leist svo vitlaust á
klukkuna að þú sendir mig í skólann
klukkan fjögur um nóttina. Þakka
þér fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman. Ég geymi þær vel.
Með þessum orðum kveð ég hetj-
una hana ömmu.
Elín Ingimundardóttir.
Ég fékk þau forréttindi að kynn-
ast sæmdarhjónunum Elínu Jóníu
og Jóni Þóri þegar ég var nálægt
tvítugu. Samhent hjón og einstakar
manneskjur, sem ég bar lotning-
arfulla virðingu fyrir vegna aðdáun-
arverðs heiðarleika, góðmennsku og
sterkrar réttlætistilfinningar. Um
Jón Þóri mætti margt fallegt rita,
en þessi stutta kveðja er tileinkuð
Elínu. Strax tókst með okkur vin-
skapur, sem aðeins efldist eftir því
sem árin liðu og þar til yfir lauk. Ég
elskaði hana eins og hún væri móðir
mín, enda reyndist hún mér þannig.
Oft sagði hún að hún liti á mig sem
son sinn og ég sagði oft við hana að
hún væri mér sem móðir.
Elín var sterk kona, góð móðir og
einstök amma og var alltaf tilbúin
að rétta öllum hjálparhönd. Hún
hugsaði vel um manninn sinn í hans
langa veikindastríði þótt hún stæði
varla í fæturna sjálf. Valgerður,
dóttir þeirra, og ég eignuðumst
dreng og stúlku og í mínum huga
kom aldrei annað til greina en að
skíra þau í höfuð tengdaforeldra
minna, Jón Þórir og Elín.
Frá seinustu árunum í Sunnuhlíð-
inni á ég margar ljúfar endurminn-
ingar um Elínu á bílnum sínum eins
og hún kallaði göngugrindina sína.
Svo einstaklega dugleg við að elda
fyrir sig og á föstudögum bauð hún
okkur öllum, sem koma vildu, í
fiskibollur – þær bestu í heimi, eða
kjötsúpu, sem líka var einstök. Á
laugardögum bakaði hún pönnukök-
ur eða vöfflur og bauð til veislu,
sem var mjög vinsælt. Elín, dóttir
mín, Addý, fyrrverandi mágkona
mín, og ég spiluðum oft vist við
hana og var hún yfirleitt aldrei
spurð hvort hún vildi spila, en alltaf
var hún til í slaginn. Þetta voru
miklar ánægjustundir og oft gant-
ast með að aumingja amma fengi
aldrei góð spil þótt hún næði oft að
vinna.
Minningar um Elínu hrannast
upp í huga mínum, allar góðar og
fallegar. Hún var svo sönn kona að
engri líkri hef ég kynnst. Megi al-
mættið taka fagnandi á móti Elínu
Jóníu Þórðardóttur, sem gaf svo
mikið, en þáði svo lítið.
Þinn einlægur Ingó,
Ingimundur Eyjólfsson.
Elín Þórðardóttir beið lengi eftir
kveðjustundinni og kvaddi því sátt
við sig og sína. Slíkt er ávallt hugg-
un harmi gegn.
Fyrir nokkrum árum tók ég
blaðaviðtal við gáfaðan listamann
sem fékk það hlutverk að túlka
aldraða konu á „elliheimili“, eins og
það var kallað. Hann sagði: „Ég ber
ótakmarkaða virðingu fyrir þessari
gömlu kynslóð, þessum reynslu-
skúlptúrum. Í mínum augum er
þetta heilagt fólk. Það hefur verið
lengi að og er nú að fara og veit
það.“
Hann hefði getað verið að tala um
Elínu Þórðardóttur.
Hún og hennar kynslóð lagði
meira af mörkum fyrir aðra en
sjálfa sig. Hún hafði sína réttlæt-
iskennd, dugnað, háttvísi, reisn og
sjálfstæði, gerði ekki háar kröfur en
stóð við allt sitt.
Helst vill hún sjálfsagt að ástvinir
hennar hafi sem minnstar áhyggjur
og sorgir af henni, nú eftir að hún
hefur kvatt, ekki síður en áður.
Meðal annars þess vegna getum við
kvatt hana með gleði, þakklæti og,
eins og að ofan stendur, ótakmark-
aðri virðingu. Guð blessi minningu
hennar og gefi okkur vit til að læra
af henni.
Árni Þórarinsson.
Elín Jónía Þórðardóttir
✝
Okkar ástkæra
MATTHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR
lést aðfaranótt 6. janúar á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
9. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ragnar Þórarinsson,
Sólveig Ólafsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRN KRISTÓFERSSON,
áður til heimilis í Furugerði 1,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
22. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Lilja Þorgeirsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir, Arnór Þórhallsson,
Þorgeir Björnsson, Vilhelmína Sigurðardóttir,
Þórdís Björnsdóttir, Eðvald Möller,
Lilja Guðrún Björnsdóttir, Páll Helgi Möller,
Gylfi Björnsson, Anna Þóra Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar bestu þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar,
bróður, mágs og frænda,
ODDS JÓNSSONAR,
Sunnuhlíð 19b,
Akureyri.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki
Mjólkursamsölunnar á Akureyri fyrir ómetanlega vinsemd
og aðstoð.
Megi þetta nýbyrjaða ár verða öllum gott og gæfuríkt.
Ólöf Oddsdóttir, Jón Laxdal Jónsson,
Stefán M. Jónsson, Halla Sif Svavarsdóttir,
Elín J. Jónsdóttir, Anton Helgason,
Kolbrún Ósk Jónsdóttir,
Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir,
Elma Berglind Stefánsdóttir,
Lóa Júlía Antonsdóttir,
Daníel Örn Antonsson,
Sigurður Vilmundur Jónsson,
Halldóra Auður Jónsdóttir.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KLARA FRIÐRIKSDÓTTIR,
til heimilis á Hraunbúðum,
áður Látrum í Vestmannaeyjum,
andaðist á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra,
þriðjudaginn 30. desember.
Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 10. janúar kl. 14.00.
Friðrik Jónsson, Jakobína Guðmundsdóttir,
Svava Jónsdóttir, Þráinn Einarsson,
Guðjón Jónsson, Anna Svala Johnsen,
Ragnar Jónsson, Sigrún Hjaltalín,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
HANNES BJÖRGVINSSON,
Krummahólum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi
föstudagsins 26. desember.
Útförin verður frá Fossvogskirkju föstudaginn
9. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Katrín R. Magnúsdóttir,
Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir,
Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir,
Inga Hanna Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Philip Cartledge,
Páll Björgvinsson, Ástrós Guðmundsdóttir,
Magnús Björgvinsson, Edda Pálsdóttir,
Björgvin Björgvinsson, Marólína Erlendsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
ÁRNI VEIGAR STEINGRÍMSSON
bóndi,
Ingvörum,
Svarfaðardal,
er lést fimmtudaginn 1. janúar, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13.30.
Edda Björk Valgeirsdóttir, Júlíus Valbjörn Sigurðsson,
Jón Víkingur Árnason, Heiðdís Sigursteinsdóttir,
Saga Árnadóttir,
Börkur Árnason,
Birkir Árnason,
Sigrún Árnadóttir,
Linda Geirdal,
barnabörn og barnabarnabörn.