Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 46
GAMANLEIKARINN Ricky Gervais, stjarn- an í Office-þáttunum, lætur fólk sem er vel yfir meðalþyngd heyra það í nýrri hljóðbók sinni. Hann segir þar að þeir sem fara í fitu- sog séu „löt og feit svín“. Gervais hefur líka rætt um fitu, sem er honum sýnilega hugleikin, í viðtölum. Hann er sjálfur þéttvaxinn og segist hlæja að því að vera feitur þegar hann ætti að skammast sín. „Þegar ég geng niður götu ætti fólk að öskra og kalla mig fitubollu! Það er það sem ég vil, til að hjálpa mér að taka á þessu. Ég vakna á morgnana, lít í spegilinn og segi við sjálfan mig: Þú ert feitur aumingi.“ Hann bætti við: „Í stórmörkuðum ætti mest fitandi maturinn að vera bakvið mjög þröng- ar dyr. Búðir ættu að vera fullar af salati, en ef þú vildir komast að kökunum, ættirðu að þurfa að skríða gegnum þröngt rör.“ Í hljóðbókinni segist Gervais ekki skilja hvers vegna læknir, sem hafi svarið Hippó- kratesareiðinn, skuli taka áhættuna við að svæfa fólk og skera upp til að minnka fitu, þegar fólkið ætti að drattast út að hlaupa. „Það lætur skera af sér sneiðar. Ég vil segja við þetta fólk: Þið eruð löt svín. Farið að hlaupa og hættið að éta hamborgara. Þetta gæti drep- ið ykkur.“ Gervais segir fólk hafa meiri áhyggjur af flatskjám en að lifa heilsu- samlegu lífi. Ricky Gervais skammar feita Reuters Garvais Ein- hver kynni að segja að hann hefði fordóma gagnvart þungu fólki. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Australia kl. 6:30 - 10 B.i. 12 ára The day the earth... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Zack and Miri ... kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára Saw 5 kl. 10:20 B.i. 16 ára Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 HEIMSFRUMSÝNG Á MAGNAÐRI STÓRMYND Í ANDA INDEPENDENCE DAY BYGGÐ Á EINUM BESTA VÍSINDATRYLLI ALLRA TÍMA! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ Inkheart kl. 5:40 - 8 -10:20 B.i. 10 ára 650k r. Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL Australia kl. 8 B.i.12 ára Inkheart kl. 6 - 8 B.i. 10 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 6 LEYFÐ The Day the Earth stood still kl. 10 B.i.12 ára „HÖRKU HASAR MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI“ -S.V. - MBL Fyrir sum verkefni þarftu einfaldlega atvinnumann 650k r. Stærsta BOND-mynd allra tíma! 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 650k r. 650k r. LEIKURINN HELDUR ÁFRAM... ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Four Christmases kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára 650k r. - H.E. DV - S.V. Mbl ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú „ÞETTA er í fyrsta sinn sem Egó kemur saman í stúdíói í 24 ár,“ sagði Bubbi Morthens í gær. Þeir félagar Bubbi, Bergþór Morthens, Jakob Magnússon og Arnar Ómarsson voru þá saman komnir við mixerinn í hljóðverinu að hlusta á af- rakstur morgunsins, upptöku á nýju lagi og texta Bubba. Hann samdi lagið um liðna helgi, flutti það fyrst í útvarpsþætti sínum, Færiband- inu, á Rás 2 á mánudagskvöldið og nú var búið að taka það upp; rokkaður reggítaktur undir beittum texta um efnahagsástandið hér á landi. „Þetta verður að fara í spilun eins fljótt og unnt er, á meðan ástandið er svona í þjóðfélag- inu,“ sagði Bubbi og bætti við að tónlistin væri listform sem hægt væri að nota til að bregðast hratt við því sem kemur uppá. Lagið nefnist „Kannski var bylting vorið 2009.“ Eftir að hafa hlýtt á lagið og fylgst síðan með Arnari bæta hristu inn í mixið, var sest á rök- stóla. Egó ætlaði að telja strax í næsta grunn. efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Í stúdíóinu Ególiðar hlýða á nýjasta lagið. Bergþór Morthens, Jakob Magnússon, Arnar Ómarsson og Bubbi við mixerinn. Egó í stúdíói að nýju  Nær aldarfjórðungur liðinn síðan hljómsveitin tók síðast upp nýtt efni  Nýtt lag Bubba um þjóðfélagsástandið væntanlegt á útvarpsstöðvarnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.