Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 15

Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Örfá sæti eru laus í nám í flugumferðarstjórn. Skráningu lýkur þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12. Nánari upplýsingar á www.keilir.net. Nám í flugumferðarstjórn – örfá sæti laus Minnihluta- stjórnin sem nú er í fæðingu er á margan hátt ósambærileg við fyrri minni- hlutastjórnir lýð- veldisins, að mati Helga Skúla Kjartanssonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Stjórnir Emils Jónssonar (des- ember 1958 til nóvember 1959) og Benedikts Gröndals (október 1979 til febrúar 1980) voru eins flokks stjórnir Alþýðuflokks með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokks og þess vegna var enginn samningur milli stjórnarflokkanna eins og núna. Það bar a.m.k. ekki á því út á við að Sjálfstæðisflokkurinn setti þessum stjórnum nein nákvæm skilyrði.“ Sú þriðja lifði í þrjá mánuði Helgi Skúli segir Ólaf Thors hafa leitt þriðju minnihlutastjórnina, stjórn Sjálfstæðisflokksins frá des- ember 1949 til mars 1950, stjórn sem hafi staðið ein síns liðs. Inntur eftir því hverju þessar þrjár stjórnir komu í verk segir Helgi Skúli að stjórn Emils hafi haf- ið veigamiklar efnahagsaðgerðir sem hafi verið undanfari viðreisn- arinnar, auk þess sem hún hafi komið á kjördæmabreytingu. Stjórn Ólafs Thors hafi á sínum stutta valdatíma undirbúið ger- breytingu í hagstjórn landsins, sem hafi ekki orðið að veruleika fyrr en eftir stjórnarskipti. Þá hafi það meðal annars komið í hlut stjórnar Benedikts að framkvæma mynt- breytinguna. baldura@mbl.is Ólík fyrri stjórnum Fyrri minnihluta- stjórnir eins flokks Helgi Skúli Kjartansson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is OF hægt gengur að ljúka endur- skipulagningu bankakerfisins. Fari þessi vinna ekki að ganga hraðar mun það tefja nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífsins. Þessar raddir komu fram hjá nokkrum fundarmönnum á fundi sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt í gær. Yfirskrift fundarins var „Snúum vörn í sókn“. Geir H. Haarde forsætisráðherra viðurkenndi að þessi vinna tæki of langan tíma. Einn fundarmanna tal- aði um að viðskiptabankanir væru „hræ“ og sagðist Geir geta tekið und- ir að bankarnir væru ekki öflugar stofnanir í dag. Fyrirhugað væri að ríkissjóður styrkti eiginfjárstöðu bankanna með því að leggja þeim til fjármuni, en áður þyrfti að ljúka vinnu innan bankanna. Það þyrfti hins vegar að hafa í huga að gömlu bankarnir væru ekki í eigu ríkisins heldur í eigu lánardrottna bankanna og þeirra hagsmunir færu ekki endi- lega saman við hagsmuni skattgreið- enda. Geir sagði á fundinum að nú væru örlaga- og óvissutímar í sögu þjóðar- innar. Ríkisstjórnin hefði verið búin að vinna vel að mörgum málum þegar Samfylkingin fór á taugum og gekk úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Ákvörð- un um að slíta samstarfinu hefði verið tekin fyrir nokkru og viðræður sem fulltrúar flokkanna áttu um helgina hefðu verið sýndarviðræður. Geir ræddi á fundinum um stöðu efnahagsmála. Í stað vöruskiptahalla upp á 127 milljarða árið 2007 væri hallinn í fyrra um fimm milljarðar. Vísbendingar væru um að verðbólga væri að minnka og allt benti til þess að stýrivextir gætu fljótlega farið að lækka. Dugar ekki að vera með for- dóma gagnvart skurðgröfum Geir sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að sporna gegn at- vinnuleysi. Ákvarðanir um að auka þorskveiðar og hefja hvalveiðar væru til þess fallnar að fjölga störfum. Einnig þyrfti að halda áfram upp- byggingu í orkugeiranum og fólk þyrfti að losa sig við fordóma gegn nýtingu orkuauðlinda. Við yrðum að spila úr öllu sem við hefðum á hend- inni. Það þýddi ekki að vera á móti skurðgröfum og jarðýtum af pólitísk- um ástæðum, eins og hann komst að orði. „Það er fjarri því að ástandið sé eins ömurlegt og sumir hafa haldið fram. Ef við höldum okkar striki munu hlutirnir snúast á betri veg áð- ur en um langt um líður. Það er ég sannfærður um. Hvað sem öðru líður vonar maður að ný ríkisstjórn setji ekki allt á annan endann þegar kem- ur að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Kristinn Fögnuður Sjálfstæðismenn fögnuðu Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, vel og innilega við upphaf fundarins í gær. Áhyggjur af bönkunum  Sjálfstæðismenn ræddu breytta stöðu í stjórnmálum á fundi í Reykjavík  Geir telur að staðan eigi eftir að batna ef við höldum okkar striki varðandi IMF Í HNOTSKURN »„Því miður. Samfylkinginhefur, og kannski ein- hverjir fleiri, með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni. Það virðist hafa úrslitaáhrif í af- stöðu þeirra til skipulags- breytinga á stjórnkerfinu. Það er ekki góð ástæða til að end- urskipuleggja í stjórnkerf- inu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann ræddi um samstarfsslit stjórn- arflokkanna. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf á næsta landsfundi að leggja fram tillögur um uppbyggingu íslensks atvinnulífs til næstu 18 mán- aða. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á fundinum og uppskar mikið klapp fundarmanna. Þetta væri brýnna verkefni en að ræða um aðild að ESB eða breyta stjórnarskrá. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, hefur verið falið að stýra starfs- hópi sem mun leggja fram tillögur í efnahagsmálum fyrir landsfund. „Við þurfum á landsfundi að horfa um öxl og spyrja okkur hvað fór úrskeiðis? Hvað var það sem brást?“ sagði Geir H. Haarde á fundinum. Flokkurinn þyrfti líka að horfa til framtíðar og hvernig ætti að komast út úr þessum vanda. Plan um 18 mán- aða uppbyggingu Björn Bjarnason SAMNINGAR um yfirtöku ríkis og borgar á tónlistar- og ráðstefnu- húsinu við Reykjavíkurborg voru langt komnir um síðustu helgi en endanlegur frágangur þeirra frest- aðist vegna óvissunnar í stjórnmál- unum. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að málið verði kynnt nýjum stjórnvöldum. Vinna við byggingu tónlistar- hússins hefur legið niðri frá því í byrjun mánaðarins. Samningar Austurhafnar-TR við Landsbank- ann fela í sér yfirtöku á Portus ehf. sem staðið hefur í byggingunni í einkaframkvæmd og ætlaði að reka tónlistarhúsið. helgi@mbl.is Frágangur samn- inga frestaðist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.