Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Örfá sæti eru laus í nám í flugumferðarstjórn. Skráningu lýkur þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12. Nánari upplýsingar á www.keilir.net. Nám í flugumferðarstjórn – örfá sæti laus Minnihluta- stjórnin sem nú er í fæðingu er á margan hátt ósambærileg við fyrri minni- hlutastjórnir lýð- veldisins, að mati Helga Skúla Kjartanssonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Stjórnir Emils Jónssonar (des- ember 1958 til nóvember 1959) og Benedikts Gröndals (október 1979 til febrúar 1980) voru eins flokks stjórnir Alþýðuflokks með stuðn- ingi Sjálfstæðisflokks og þess vegna var enginn samningur milli stjórnarflokkanna eins og núna. Það bar a.m.k. ekki á því út á við að Sjálfstæðisflokkurinn setti þessum stjórnum nein nákvæm skilyrði.“ Sú þriðja lifði í þrjá mánuði Helgi Skúli segir Ólaf Thors hafa leitt þriðju minnihlutastjórnina, stjórn Sjálfstæðisflokksins frá des- ember 1949 til mars 1950, stjórn sem hafi staðið ein síns liðs. Inntur eftir því hverju þessar þrjár stjórnir komu í verk segir Helgi Skúli að stjórn Emils hafi haf- ið veigamiklar efnahagsaðgerðir sem hafi verið undanfari viðreisn- arinnar, auk þess sem hún hafi komið á kjördæmabreytingu. Stjórn Ólafs Thors hafi á sínum stutta valdatíma undirbúið ger- breytingu í hagstjórn landsins, sem hafi ekki orðið að veruleika fyrr en eftir stjórnarskipti. Þá hafi það meðal annars komið í hlut stjórnar Benedikts að framkvæma mynt- breytinguna. baldura@mbl.is Ólík fyrri stjórnum Fyrri minnihluta- stjórnir eins flokks Helgi Skúli Kjartansson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is OF hægt gengur að ljúka endur- skipulagningu bankakerfisins. Fari þessi vinna ekki að ganga hraðar mun það tefja nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífsins. Þessar raddir komu fram hjá nokkrum fundarmönnum á fundi sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt í gær. Yfirskrift fundarins var „Snúum vörn í sókn“. Geir H. Haarde forsætisráðherra viðurkenndi að þessi vinna tæki of langan tíma. Einn fundarmanna tal- aði um að viðskiptabankanir væru „hræ“ og sagðist Geir geta tekið und- ir að bankarnir væru ekki öflugar stofnanir í dag. Fyrirhugað væri að ríkissjóður styrkti eiginfjárstöðu bankanna með því að leggja þeim til fjármuni, en áður þyrfti að ljúka vinnu innan bankanna. Það þyrfti hins vegar að hafa í huga að gömlu bankarnir væru ekki í eigu ríkisins heldur í eigu lánardrottna bankanna og þeirra hagsmunir færu ekki endi- lega saman við hagsmuni skattgreið- enda. Geir sagði á fundinum að nú væru örlaga- og óvissutímar í sögu þjóðar- innar. Ríkisstjórnin hefði verið búin að vinna vel að mörgum málum þegar Samfylkingin fór á taugum og gekk úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Ákvörð- un um að slíta samstarfinu hefði verið tekin fyrir nokkru og viðræður sem fulltrúar flokkanna áttu um helgina hefðu verið sýndarviðræður. Geir ræddi á fundinum um stöðu efnahagsmála. Í stað vöruskiptahalla upp á 127 milljarða árið 2007 væri hallinn í fyrra um fimm milljarðar. Vísbendingar væru um að verðbólga væri að minnka og allt benti til þess að stýrivextir gætu fljótlega farið að lækka. Dugar ekki að vera með for- dóma gagnvart skurðgröfum Geir sagði að það þyrfti að gera allt sem hægt væri til að sporna gegn at- vinnuleysi. Ákvarðanir um að auka þorskveiðar og hefja hvalveiðar væru til þess fallnar að fjölga störfum. Einnig þyrfti að halda áfram upp- byggingu í orkugeiranum og fólk þyrfti að losa sig við fordóma gegn nýtingu orkuauðlinda. Við yrðum að spila úr öllu sem við hefðum á hend- inni. Það þýddi ekki að vera á móti skurðgröfum og jarðýtum af pólitísk- um ástæðum, eins og hann komst að orði. „Það er fjarri því að ástandið sé eins ömurlegt og sumir hafa haldið fram. Ef við höldum okkar striki munu hlutirnir snúast á betri veg áð- ur en um langt um líður. Það er ég sannfærður um. Hvað sem öðru líður vonar maður að ný ríkisstjórn setji ekki allt á annan endann þegar kem- ur að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Kristinn Fögnuður Sjálfstæðismenn fögnuðu Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, vel og innilega við upphaf fundarins í gær. Áhyggjur af bönkunum  Sjálfstæðismenn ræddu breytta stöðu í stjórnmálum á fundi í Reykjavík  Geir telur að staðan eigi eftir að batna ef við höldum okkar striki varðandi IMF Í HNOTSKURN »„Því miður. Samfylkinginhefur, og kannski ein- hverjir fleiri, með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni. Það virðist hafa úrslitaáhrif í af- stöðu þeirra til skipulags- breytinga á stjórnkerfinu. Það er ekki góð ástæða til að end- urskipuleggja í stjórnkerf- inu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann ræddi um samstarfsslit stjórn- arflokkanna. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf á næsta landsfundi að leggja fram tillögur um uppbyggingu íslensks atvinnulífs til næstu 18 mán- aða. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á fundinum og uppskar mikið klapp fundarmanna. Þetta væri brýnna verkefni en að ræða um aðild að ESB eða breyta stjórnarskrá. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, hefur verið falið að stýra starfs- hópi sem mun leggja fram tillögur í efnahagsmálum fyrir landsfund. „Við þurfum á landsfundi að horfa um öxl og spyrja okkur hvað fór úrskeiðis? Hvað var það sem brást?“ sagði Geir H. Haarde á fundinum. Flokkurinn þyrfti líka að horfa til framtíðar og hvernig ætti að komast út úr þessum vanda. Plan um 18 mán- aða uppbyggingu Björn Bjarnason SAMNINGAR um yfirtöku ríkis og borgar á tónlistar- og ráðstefnu- húsinu við Reykjavíkurborg voru langt komnir um síðustu helgi en endanlegur frágangur þeirra frest- aðist vegna óvissunnar í stjórnmál- unum. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að málið verði kynnt nýjum stjórnvöldum. Vinna við byggingu tónlistar- hússins hefur legið niðri frá því í byrjun mánaðarins. Samningar Austurhafnar-TR við Landsbank- ann fela í sér yfirtöku á Portus ehf. sem staðið hefur í byggingunni í einkaframkvæmd og ætlaði að reka tónlistarhúsið. helgi@mbl.is Frágangur samn- inga frestaðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.