Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 23

Morgunblaðið - 31.01.2009, Side 23
Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Þriggja daga ferð fyrir tvo til Búdapest 23. apríl til 26. apríl. Gisting með morgunverði á Hotel Mercure Korona, sem er ákaflega glæsilegt 4 stjörnu hótel með góðum veitingastað og kaffihúsi. Hótelið er staðsett við Kalvin-torgið í miðborg Búdapest og þar er einnig sundlaug, gufubað og sólbaðsstofa. Öll herbergin eru fallega innréttuð með sjónvarpi, síma, minibar, hárþurrku og loftkælingu. Febrúarvinningur: 3ja daga ferð fyrir tvo til Búdapest að verðmæti 180.000 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug og flugvallaskattar til Búdapest og aftur til Keflavíkur • Gisting í tvíbýli með morgunmat á Hotel Mercure Korona • Akstur til og frá flugvelli erlendis Ekki innifalið: • Skoðunarferðir Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 mbl.is/moggaklubburinn 1.vinningurregið . ebrúar Með Moggaklúbbnum til Búdapest í lagi mín vegna en mér finnst heldur langt seilst þegar reynt var að tengja mig við S- hópinn svokallaða vegna þess að faðir minn hefði verið í þeim hópi í Framsóknarflokknum – sem var þveröfugt því hann var alltaf flokk- aður í svokölluðum Steingrímsarmi.“ Er ekki kappsmál fyrir þig að má allan spillingarstimpil af Framsóknarflokknum? „Það er grundvallaratriði. Ég held að allir íslenskir stjórnmálaflokkar hafi verið spilltir án þess að gera sér grein fyrir því, menn héldu að svona ætti pólitík að vera, þannig væri bara menningin í pólitíkinni. Þetta er auðvitað bara ómenning sem þarf að upp- ræta.“ Framsóknarflokkurinn tók kipp í skoð- anakönnunum eftir að þú varst kjörinn for- maður flokksins þannig að fylgisaukningin virðist byggjast mjög á tiltrú fólks á þér. Þyrmir aldrei yfir þig vegna þessarar ábyrgðar? „Ég hugsaði mig mikið um áður en ég tók ákvörðun um að bjóða mig fram til formanns. Ég mat þetta þannig að ég væri hvort eð er svo pirraður á hverjum degi yfir ástandinu og því hversu illa væri tekið á málum að það væri gott að vera í sterkri stöðu til að hafa áhrif á gang mála. Ég vildi láta reyna á það hvort ég gæti látið gott af mér leiða. Ég vissi að ef ég gerði það ekki þá myndi ég alltaf hugsa með mér hversu rangt það hefði verið af mér að grípa ekki tækifærið þegar það gafst.“ Útilokar þú að Framsóknarflokkurinn starfi með Sjálfstæðisflokknum eftir kosn- ingar? „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsókn- arflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokk- urinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.