Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 Hann var einn af fyrstu Íslendingum sem urðu á vegi mín- um í heimabæ mínum Boston, fyrir réttum tuttugu árum, og hann vakti strax athygli mína. Myndarlegur maður með skörp blá augu sem virtist gefa lítið færi á sér. Við fyrstu kynni myndi maður ef til vill telja að hljóð- látt fasið væri merki um feimni eða jafnvel áhugaleysi, en ekkert gæti verið jafn fjarri sannleikanum. Eftir því sem leið á kvöldið varð mér ljóst að hér fór maður sem bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu, fróð- leik og áhuga á jafnt bókmenntum og sögu sem alþjóðlegum fréttum. Sam- ræður okkar þetta fyrsta kvöld spönnuðu allt frá hvalveiðum, seinni heimsstyrjöldinni og rússneskum rithöfundum til átaka Palestínu- og Íslraelsmanna í Miðausturlöndum. Böddi var nefnilega einstaklega vel lesinn og bjó yfir hafsjó af þekkingu á vel flestum málefnum líðandi stundar. Ólíkt mörgum íslensku náms- mönnunum sem ég kynntist í Bost- on, talaði Böddi ensku með þykkum íslenskum hreim, rúllaði errunum eins og Íslendingum er einum lagið. „Þetta er ég,“ hefði hann sagt. „Hví skyldi ég breyta því?“ Og sú afstaða hans var að mörgu leyti táknræn fyr- ir það hvernig hann lifði lífinu. Þessi 33 ára fyrrverandi matsveinn á bát, var enginn venjulegur erlendur há- skólanemi. Orðaforði hans var á pari við innfædda nemendur, en aldrei barst hann á í þeim efnum né reyndi hann að sýna fram á vitsmunalega yfirburði með því að „vinna“ rökræð- ur eða deilumál. Þvert á móti. Það var sama hvaða hitamál voru til um- ræðu; hve beitt var tekist á í rökræð- um – alltaf hélt Böddi ró sinni. Þol- inmæði hans var með ólíkindum. Ég hreifst af æðruleysi hans og dáðist að hreinskilni hans, ekki hvað síst eftir að hann veiktist. Við fjölskyldan eyddum ófáum stundum með Bödda, Sibbu og Helgu við matarborðið, þar sem ekk- ert var til sparað í dýrindis máltíð- um. Grillaðar marineraðar lambalund- ir, stökkar bakaðar kartöflur og grænmeti; og sósur, sem aðeins Böddi gat töfrað fram. Öllu svolgrað niður með eðalvíni. Hann kunni svo Björn Eyjólfur Auðunsson ✝ Björn EyjólfurAuðunsson fædd- ist í Reykjavík 4. mars 1955. Hann lést á líknardeild Land- spítala 21. janúar síð- astliðinn og var jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík 30. janúar. sannarlega á leyndar- dóma matreiðslunnar. Mínar bestu minning- ar tengdar matseld og sælkeramáltíðum tengjast Bödda og Sibbu. Ég mun sjálf- sagt aldrei gleyma saltfiskréttinum hans Bödda í tómatragú. Eða þá grillaða laxin- um sem við nutum ásamt stórum vina- hópi í Province. Það er þvílíkur fjöldi ævin- týra og góðra minn- inga sem við höfum tekið þátt í að skapa í gegnum árin og það verður óhjákvæmilega erfitt að ímynda sér framtíðar frí og ferðalög án fé- lagsskapar Bödda. Fyrir mig sem „útlending“ sem búið hefur á Íslandi í tæp fimmtán ár, var alltaf hressandi að hitta Bödda. Sama hvert tilefni funda okk- ar var, þá gátum við setið saman og spjallað um allt milli himins og jarð- ar og alltaf gat maður treyst því að Böddi kæmi til dyranna eins og hann var klæddur og tæki þátt í samræð- unum af hreinskilni og heiðarleika. Þrátt fyrir veikindi Bödda undan- farin ár, þá höfðu þau í raun furðu- lítil áhrif á samband okkar og vin- skap. Auðvitað var ljóst að veikindin tóku smám saman sinn toll og heilsa og útlit Bödda bar merki þeirrar baráttu sem hann stóð í og hann hafði stundum á orði að hann myndi ekki vilja hitta sjálfan sig í dimmu húsasundi. Það er hinsvegar sjálf- sagt lýsandi fyrir þann mann sem Böddi hafði að geyma, að Heba, þriggja ára dóttir mín, setti aldrei spurningarmerki við útlit hans. Hún sá ekki sólina fyrir Bödda og hann var klárlega hennar uppáhaldsgest- ur. „Böddi,“ hrópaði hún þegar hann kom í heimsókn og hljóp beinustu leið í fangið á honum og sat þar ánægð og sneri honum um hvern sinn fingur og fékk hann til að leika og lesa fyrir sig út í hið óendanlega. Þegar ég nú skoða myndir og minningar tengdar Bödda, þá fer því ekki fjarri að minningin um Bödda með Hebu í fanginu sé mér hvað kærust, því það má e.t.v. segja að þær stundir hafi einnig hjálpað hon- um að gleyma um stund sjúkdómn- um og þeirri baráttu sem hann stóð í. Og hvílíkur léttir hlýtur það ekki að hafa verið. Og kannski má líka segja að þessi bönd sem tengdu Bödda og Hebu hafi á sinn hátt hjálpað okkur hinum að horfa framhjá þessu meini og dauðleika og í stað þess bera kennsl á þann einfalda sannleika sem oft virðist hverfa okkur í amstri hversdagsins. Að það eru vinir okkar og vandamenn sem fylla líf okkar til- gangi og það eru stundirnar sem við eigum með þeim sem eru undirstað- an og kjarni tilveru okkar. Frank Sands. Vinur minn og frændi, Björn Eyj- ólfur Auðunsson er fallinn í valinn. Hans er sárt saknað. „Böddi“ eins og hann oftast var kallaður meðal fjöl- skyldu og vina hafði allt til að bera sem prýða má einn mann. Fallegur, góður og greindur, hreinn og beinn og vildi hverjum manni vel. Hafði í sér „mennskuna“, eins og stundum er sagt um þá menn sem búa yfir þeim mætti að sjá hið góða í lífinu og tilverunni og kjósa ljós í stað myrk- urs og hafa skilning á því að við erum ekki öll eins. Böddi, félagi okkar til 20 ára, er fallinn frá. Vinaböndin voru tryggð í borginni Boston þar sem góður hópur íslenskra náms- manna kom saman í lok níunda ára- tugarins við leik og störf. Sibba og Böddi voru órjúfanleg heild í þessum hópi enda bundust þau traustari böndum en flestir aðrir. Félagar, sálufélagar, ástvinir og vinir. Eining sem eftir var tekið. Vinatengslin voru treyst enn frek- ar eftir komuna til Íslands. Boston- hópurinn stækkaði því börnin bætt- ust í hópinn og virtust taka vináttu foreldranna að erfðum. Helga var framlag Sibbu og Bödda, fædd 1992, og sannarlega dóttir foreldra sinna hvað vinsældir og vináttu snerti í hópi annarrar kynslóðar Boston- fara. Hún var líka félagi foreldranna og fjölskyldan fullkomnaðist í þess- ari þrenningu. Fyrir rúmum tíu árum komst á sú hefð að Boston-fararnir og börnin þeirra söfnuðust saman í þakkar- gjörðarhátíð í lok nóvember. Ekki dugði minna en að leigja veiðihús og eyða saman heilli helgi. Samstaðan, samheldnin og vináttan gerði það að verkum að hvert skipti var betur heppnað en það næsta á undan og ekki fyrr búið en tilhlökkunin yfir næstu samkomu tók við. Böddi átti drjúgan þátt í að gera þessar samverustundir eftirminni- legar. Hann var skemmtilegur, orð- heppinn og gat verið ómótstæðilega kaldhæðinn þegar þjóðmálin og ekki síður heimsmálin voru krufin. Hann var með fjölbreyttari bakgrunn en flest okkar – sjómaður, menntamað- ur og heimsmaður – og talaði tæpi- tungulaust. Það var hlustað þegar hann lagði til málanna út frá eigin reynslu. Umfram allt var Böddi þó öðlings- drengur sem var staðráðinn í að berjast til þrautar fyrir fjölskyldu sína. Þegar hugsað er til Bödda koma hetjur Íslendingasagna upp í hugann. Traustur og dyggðum prýddur í alla staði og myndbirting hetjuskapar í baráttu sinni við manninn með ljáinn. Einnig ljúf- menni hið mesta sem lýsti sér ekki síst í því hve mannfælnustu smábörn sópuðust að honum. Í veikindum Bödda kom berlega í ljós hve heilsteyptur og traustur maður hann var og æðrulaus. Það var ekki annað hægt en fyllast að- dáun á því hvernig hann stóð sig af stakri reisn með Sibbu sér við hlið sem hefur ætíð verið hans stoð og stytta. Sambandið var frá upphafi byggt á bjargi, þar voru samofin ást og virðing, traust og samhygð. Erfitt var fyrir okkur vinahópinn að gera okkur grein fyrir þeim veik- indum sem hann gekk í gegnum. Böddi var aldrei sjúklingur, ekki einu sinni síðustu helgina sem við áttum með honum í nóvember. Þar stóð hann upp og flutti sína þakk- argjörð til Sibbu og Helgu og til hópsins. Fastur fyrir og hugrakkur þó að hann vissi hvert stefndi. Við erum óendanlega þakklát fyrir þessa síðustu helgi með honum, hún er dýrmæt og verður hlý minning í framtíðinni. Um leið og við kveðjum kæran vin með miklum söknuði vott- um við Sibbu sem misst hefur heitt- elskaðan eiginmann, vin og sálu- félaga, Helgu sem misst hefur sinn góða föður, móður Bödda og systk- inum okkar dýpstu samúð. Megi æðri máttur styrkja þau í sorginni. Boston-hópurinn, Sólveig og Jóhann, Ólöf, Ásdís og Ludvig, Ásdís og Gylfi, Auðbjörg og Frank, Karl og Stefanía, Jóhanna, Anna Margrét, Sigrún og Þór, Jónína og Gunnar, Arndís og Helgi. Frá er fallinn góður vinur og starfsfélagi, Björn Eyjólfur Auðuns- son. Björn hóf störf á Rf., síðar Matís, í maí 1998. Hjá Rf./Matís starfaði Björn að upplýsingamálum, útgáfu- málum, heimasíðu, ársskýrslum, þýðingum og öðru sem krafðist mik- illa samskipta við aðra starfsmenn. Hann var vel liðinn og í miklum tengslum við starfsmenn og var sam- skiptahæfni og félagslyndi eitt af því sem einkenndi Björn. Oft var haft á orði að hann missti ekki af uppákom- um sem staðið var fyrir á vinnu- staðnum. Það var ávallt létt yfir Birni og var hann mikill húmoristi, alveg fram til síðasta dags. Björn lét ekki aðra finna fyrir veikindum sínum heldur hélt áfram líkt og ekkert hefði í skor- ist, ákveðinn í að standa sig þrátt fyrir erfiðleika sem að steðjuðu. Björn var traustur starfsmaður og einstaklega liðlegur við alla þá sem hann starfaði með. Hann var mikils metinn enda reynsla hans og þekk- ing á sjávarútvegi einn af hans mörgu kostum og muna þeir vel sem störfuðu hvað lengst með honum þegar rýnt var út um gluggann í Sjávarútvegshúsinu á skipin og bátana sem sigldu um Faxaflóasund- in og fróðleiknum sem fylgdi í kjöl- farið. Ósjaldan barst talið að enska bolt- anum og þar hafði Björn sínar skoð- anir og var ávallt með nýjustu frétt- irnar úr boltanum á hreinu. Ekki fór á milli mála að Arsenal var liðið sem var honum kærast. Metingur á milli hans og annarra starfsmanna um hvaða lið væri best í deildinni bar oft á góma og oftar en ekki gekk hann um sigurreifur eftir leiki síns liðs. Mikil eftirsjá er að Birni og verður hans sárt saknað úr leik og starfi. Við sendum fjölskyldu Björns og vinum innilegar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. F.h. starfsfólks Matís, Sjöfn Sigurgísladóttir. Það voru þungbærar fréttir að heyra fyrst af veikindum Björns fyr- ir nokkrum árum. Við dáðumst að hugrekki hans, æðruleysi, kjarki og húmor sem voru eiginleikar sem ein- kenndu baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Það reyndist auðvelt að ræða við Björn um þessa baráttu og hann var ætíð einlægur í svörum. Hann hafði mikið að gefa okkur og í raun var það oft á tíðum hann sem hughreysti okkur. Honum var ávallt umhugað um okkur vinnufélagana og vinnuna sem hann stundaði eins lengi og kostur var. Vart er hægt að hugsa sér betri samstarfsmann en Björn. Hann var hæglátur en kíminn og þægilegur í viðkynningu. Það var auðvelt að verða vinur hans og öll samskipti voru eðlileg og áreynslulaus. Hann var maður orðsins, óspar á góð ráð þar að lútandi og með eindæmum bóngóður. Þannig átti Björn auðvelt með að snúa okkar þurra vísinda- texta yfir á skemmtilegt og áhuga- vert mál. Fátt eitt var skemmtilegra á samkomum okkar vinnufélaganna en góð saga frá Birni. Áhugi Björns og lífsgildi endur- spegluðust í ást til fjölskyldunnar og eftir bestu getu hlúði hann að henni. Ljómandi af stolti sagði Björn okkur sögur af Sibbu og Helgu sem áttu hug hans allan. Með sorg í hjarta kveðjum við Björn í dag en varðveitum minning- ar um góðan vin og samstarfsmann sem sárt er syrgður. Elsku Sibba og Helga, aðrir ætt- ingjar og vinir. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rósa, Margrét og Guðlaug Þóra. Hann vildi gera heiminn að betri stað og orðræða hans var iðulega sú að bæta í stað þess að rífa niður. Hann vildi réttlæti í stað óréttlætis, sættir í stað ósættis. Eins og stundum vill verða í lífinu kynntist ég þessum frænda mínum og vini alltof seint og missti hann alltof snemma en meðan hans naut við var allt eins og það átti að vera, aðeins gott. Um meira er ekki hægt að biðja. Það er einnig gott að vita af því að til eru menn eins og sá sem við kveðjum. Kveðja er reyndar ekki rétta orðið því sá sem kvaddur er mun alltaf verða hjá okkur. Jón Ársæll Þórðarson. Elsku Ninna mín. Mikið á ég eftir að sakna þín og þeirra stunda sem við syst- urnar höfum átt sam- an. Allt frá því að við vorum litlar stelpur hefur mér fundist ég þurfa að gæta þín og undir það síðasta gat ég ekki vikið frá þér. Þær stundir sem við höfum átt saman hvort sem það var heima eða á Laugarvatni þar sem að þið Skapti áttuð ykkar sælureit eru mér afar dýrmætar nú á þessu tímum, það var alltaf mikið hlegið og gert gam- an, einnig fórum við í ófáar veiði- Einarína Einarsdóttir ✝ Einarína Ein-arsdóttir fæddist í Keflavík 29. ágúst 1941. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Kefla- vík 23. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 30. janúar. ferðirnar hérna á ár- um áður og seinna voru ferðir til Spánar þar sem Ninna var hrókur alls fagnaðar eins og svo oft. Ninna var mikil fjölskyldumanneskja og voru börnin henn- ar og ömmubörn henni allt. Hún og Skapti voru ávallt mætt fyrst í boðið okkar á jóladag því stundvísi var henni mikilvæg og ekki mátti missa af neinu. Það er mikill missir að þér úr systkinahópnum, elsku Ninna mín. Mig langar að þakka þér og fjöl- skyldu þinni allan þann stuðning sem þið sýnduð mér og minni fjöl- skyldu á erfiðum tímum. Elsku Skapti og fjölskylda, miss- ir ykkar er mikill og hugur minn er hjá ykkur og bið ég algóðan Guð um að styrkja ykkur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þín systir, Ásta. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar Ninnu frænku minnar. Það eru margar minningar sem hafa komið upp í huga mér und- anfarna daga og af nógu af taka. Ég hef verið svo lánsöm að fá að vera samferða ykkur systrum í gegnum lífið. Það eru ófá skiptin sem þið komuð til mín í snyrtingu allar sam- an og það var oft fjör, en nú er stórt skarð komið í hópinn þar sem þú ert farin og systrahópurinn verður aldr- ei eins. Það hefur verið mikil gæfa fyrir hana Erlu Ósk að kynnast ömmu- systrum sínum og mun hún sárt sakna þín. Elsku Ninna, mig langar að þakka þér fyrir samfylgdina og það sem þú hefur gefið mér. Elsku Skapti, Jónína, Einar, Margrét og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur á þessum tímum og hugur okkar er hjá ykkur. Guð blessi ykkur. Guðbjörg Magnúsdóttir og fjölskylda. Klukkan var hálfníu föstudags- kvöldið 23. janúar. Ég var að fara með bæn með Sunnu Líf áður en hún færi að sofa. Í bæninni báðum við guð um að taka vel á móti Ninnu frænku því við vissum að það væri mjög stutt í það að hún myndi kveðja þennan heim. Rétt fyrir klukkan níu hringdi síminn, amma Ásta var í sím- anum og tilkynnti okkur það að Ninna systir hennar væri dáin. Þetta var skrýtin tilfinning að vera nýbúin að biðja bæn fyrir manneskju sem var á meðal vor, en svo stuttu síðar að biðja aðra bæn fyrir sömu mann- eskju og þá er hún látin. Við mæðgurnar ræddum saman um hvað yrði um Ninnu núna. Ég sagði henni frá því að núna breyttist Ninna í engil og færi upp til Guðs, þar sem afi Maggi og fleiri góðir tækju vel á móti henni. Þetta voru góðar umræður, nema hvað að Sunna Líf var ekki alveg sannfærð um það að Ninna myndi breytast í engil, því henni fannst það hálfskrýt- ið og ótrúlegt að það skyldu vaxa vængir út úr bakinu á manni. Ég sagði við hana að ég tryði því að við myndum breytast í engla þegar við værum dáin, hún lá hugsi en sagði ekki neitt. Ninna var skemmtileg og hress kona sem gaman var að vera í kring- um. Það var gaman að koma við hjá Ninnu og Skafta í hjólhýsinu á Laug- arvatni, þetta var svo fallegur og hlý- legur staður hjá þeim. Síðast þegar ég hitti Ninnu var hún stödd á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún óskaði sér að hún hefði eitthvað af þeim krafti sem ég byggi yfir. Ég sagði henni að hún myndi finna hann, hún þyrfti bara að vera þolinmóð, hún yrði farin að hlaupa um áður en hún vissi af. Ég er sannfærð um það að Ninna fann kraftinn sinn, hún ætlar bara að hlaupa um á öðrum stað en hér á jörðu. Elsku Skafti, Jónína, Kalli, Einar, Sjöfn, börn og barnabörn, missir ykkar er mikill. Hugur okkar er hjá ykkur. Kristjana, Bergþór og Sunna Líf Zan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.