Morgunblaðið - 31.01.2009, Page 35

Morgunblaðið - 31.01.2009, Page 35
með honum er sá ættliður genginn. Ég sendi Einari, Heiðu, Mæju, Balda, Sigga, Eyþóri og Elínu og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Mar Halldórsson. Á kveðjustund hvarflar hugurinn ósjálfrátt aftur um ríflega hálfa öld, eða til sumarsins 1957, þegar kynni okkar Ólafs hófust – hann þrítugur að aldri og ég sex ára snáði. Sögu- sviðið er Egilsstaðaþorp sem þá var óðum að taka á sig mynd sem strjál- ingur nýbyggðra húsa á lyngvöxnum Gálgaásnum. Í þessari landnámsbyggð mættust leiðir okkar Ólafs þetta sumar. Ég og systir mín flutum þá með í far- angri föður okkar, sem skömmu áður hafði misst móður okkar og því ákveðið að flytja í þorpið. Ólafur gekk þá kvölds og morgna ofan frá Miðhúsum til að sinna kúabúskap sínum á býlinu Búbót í útjaðri þorps- ins. Þessi spölur var þó aðeins brot af þeirri löngu leið sem Ólafur átti þá að baki. Hann ólst upp á Snæfjalla- strönd vestur við Djúp, en fluttist 18 ára austur á land í fylgd heitkonu sinnar, Hólmfríðar Einarsdóttur, sem ráðist hafði þangað í kaupa- vinnu. Eftir ársdvöl á Seyðisfirði hófu þau búskap á Klyppsstað í félagi við foreldra Hólmfríðar, en fluttust síð- an upp á Hérað í von um að þar gæf- ist kostur á góðri bújörð. Þau fengu leigða jörðina Miðhús, en vorið 1956 ákváðu þau að festa kaup á Búbót, þar sem þorpsbúar höfðu haft sam- vinnufélag um kúabúskap í nokkur ár. Rekstur slíks stórbús var ögrandi verkefni fyrir ungan og áræðinn mann, sem víðkunnur var fyrir dugnað og verklagni. Þótt stutt væri í þorpið ákváðu hjónin brátt að flytja sig niður í þorpið. Það varð því mikil gæfa að þá hóf faðir minn smíði á íbúðarhúsi (Þórsmörk), sem rúmaði svo prýðilega þær tvær fjölskyldur er inn í það fluttu nokkru fyrir jólin 1957. Með því var leyst úr vanda Miðhúsafólksins og búin aðhlynning ekkjumanni með tvö ung börn. Þar komu saman til borðs 10 manns á tæplega 90 fm gólfi. Þótt þröngt væri og gestagangur jafnan mikill, minn- ist ég ekki plássleysis þau sjö ár sem sambýlið stóð. Fyrir okkur systkinin skipti meira máli að eignast fjögur uppeldissystkin og fá að deila með þeim hlýju og mannkostum foreldra þeirra. Fyrir þessi ár og öll þau önnur, sem á eftir fylgdu, vil ég nú þakka. Ég mæli þar einnig fyrir munn syst- ur minnar. Góðu heilli átti ég þess kost að kveðja Ólaf á liðnu sumri. Hann sat úti á dyrapallinum í Varmahlíð, þegar mig bar að garði, og kófreykti kamel eins og forðum. Við kyntum saman góða dagstund og létum hugann reika. Siluðumst hægt af stað en náðum drjúgum hraða er Elín kom með þriðja púrtvínsglasið. Að því búnu kvöddumst við og viss- um báðir að samferð okkar væri senn á enda um þetta jarðneska þorp. Fyrir þá samfylgd er nú þakk- að. Megi góður vinur ná heill til nýrr- ar hafnar. Gunnlaugur Haraldsson Meira: mbl.is/minningar Ólafur Sigurðsson eða Óli í Búbót hefur lagst til hvílu eftir ærið ævi- starf. Við andlátsfregn manns hvers mynd er skýr í minningaheimi bernsku- og æskuára raskast hvers- dagshugur. Þá daga er við Einar brölluðum það sem strákahugur vor stóð helst til á stór- Búbótarsvæðinu sinnti Óli bjargráðum sínum til heilla. Amaðist ekki við uppátækjum pilta og var hluti af „innréttingunni“. Hjá Hólmfríði var hvenær sem var hægt að fá hressingu og sól skein stöðugt í heiði. Síðar er upp var vaxinn var oft leitað til Óla með ýmsa hluti sem leystir voru af hans högu hendi og af- hentir með bros á vör. Óli og Hólmfríður voru hluti af því umhverfi sem hlúði að vorum upp- vexti og er þeirra minnst með hlý- hug. Elínu, Ólabörnum og öðrum að- standendum sýni ég hluttekningu á kveðjustundu. Björn Sveinsson. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009 ✝ GuðmundínaKristín Vilhjálms- dóttir fæddist á Hálsi á Ingjaldssandi 21. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 23. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. á Botni í Súgandafirði 11.2. 1893, d. á Ísa- firði 10.12. 1950 og Vilhjálmur Jónsson, f. á Höfða í Grunnavík 25.5. 1888, d. á Hrafnistu í Reykja- vík 24.11. 1972. Systkini Guðmund- ínu eru Guðfinna, f. 1917, d. 1998; Jón, f. 1918, d. 1994; Guðmundur Friðjón, f. 1919, d. 1920; Guð- mundur Friðrik, f. 1921, d. 2006; Jóhanna, f. 1922, d. 2001; Ásgeir Þór, f. 1924, d. 2008; Hansína Guð- rún Elísabet, f. 1926; Ólafur Svein- björn, f. 1927; Finnur, f. 1929, d. 1930; Sumarliði Páll, f. 1930; Jason Jóhann, f. 1932, d. 2009; Matthías Sveinn, f. 1933, d. 1999. Eiginmaður Guðmundínu var Anton Halldór Ingibjartsson, f. á Ísafirði 20.5. 1907, d. 15.2. 1992. Þau giftu sig 15. desember 1934. Foreldrar hans voru Ingibjartur Elías Ingimundarson, f. í Haukadal í Dýrafirði 17.6. 1880, d. 12.4. 1963, og Bjarnfríður Jónsdóttir, f. á Grasi, Þingeyri, 10.2. 1888, d. 18.8. 1953. Börn þeirra eru: 1) Guðný Debóra, f. 7.8. 1934, maki Jón Gunnar Guðmundur Guðmundsson, f. 1923, d. 1986. Börn þeirra eru Sesselja Bjarnfríður f. 1953, maki Páll Eyþór Jóhannsson f. 1950 og eiga þau 3 syni og 3 barnabörn; Guðmundur f. 1954, maki Margrét Birna Kristbjörnsdóttir f. 1952 og eiga þau 3 börn, fyrir átti Margrét 1 son; Anton Halldór, f. 1960; Jóhann Ólafur f. 1965, maki Hildur Ástþórsdóttir f. 1959 og eiga þau 2 börn, fyrir átti Hildur 2 dætur; Guðjón f. 1966, maki Pia Sö- derlund f. 1966 og eiga þau 3 börn. 2) Gerður, f. 15.3. 1936. 3) Ingvar Anton, f. 5.8. 1940, maki Erla Gerður Pálsdóttir, f. 1941. Börn þeirra eru Ragnheiður Ása f. 1960, maki Ketill Elíasson f. 1956. Ása á 4 börn og 3 barnabörn, Ketill á 2 börn og 6 barnabörn; Ingibjartur Anton f. 1961, maki Auður Bjarnadóttir f. 1963 og eiga þau 3 börn; Hrönn f. 1963; Sædís f. 1965, maki Þorbergur Guðmundur Jóhannesson f. 1946 og eiga þau 3 börn; Páll f. 1969 á 1 dóttur; Gerð- ur Sif f. 1976, maki Eyvindur Gauti Vilmundarson f. 1977 og eiga þau 2 dætur. 4) Andvana fæddur drengur 1942. 5) Ingibjartur f. 4.6. 1945, d. 25.10. 2005. 6) Vilhjálmur Gísli f. 1.10. 1949, maki Guðrún Elísabet Pálsdóttir f. 1950. Börn þeirra eru Pálfríður Ása f. 1973, maki Jón Svanberg Hjartarson f. 1970 og eiga þau 1 son, fyrir átti Jón 1 son; Rafn f. 1976, maki Ólöf Hafdís Ein- arsdóttir f. 1975 og eiga þau 1 son, fyrir átti Ólöf 1 son. Guðmundína vann í nokkur ár í efnalaug og í þvottahúsi Sjúkra- hússins, en lengst af vann hún við fiskverkun og eftirlit hjá Hrað- frystihúsinu Norðurtanga. Guðmundína verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég veit þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best, til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. (Hannes Hafstein.) Að morgni föstudagsins 23. jan- úar fengum við þær fregnir að Munda amma væri látin og langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru úr Fjarðarstræti 9 en þar bjuggu amma og afi lengst af. Stóra eldhúsið þar sem alltaf var nóg pláss og alltaf nægur matur. Amma og afi höfðu gaman af að fá gesti og alltaf var vel tekið á móti fólki og boðið upp á glæsilegar veitingar. Amma var kona síns tíma sem sást best á því að þegar veislur voru haldnar var amma í eldhúsinu en afi hélt uppi fjörinu í stofunni. Ekki hefur nú lífið alltaf verið dans á rósum hjá ömmu, afi oft langtímum saman úti á sjó, svo uppeldið á börnunum var að mestu leyti á hennar herðum. Það hefur sjálfsagt átt sinn þátt í að amma virkaði stundum dálítið ströng, en við komumst fljótt að því, að það var bara á yfirborðinu, undir var stórt hjarta. Gott dæmi um það er þegar mamma okkar gekk með yngstu systurina. Hún fékk of há- an blóðþrýsting og þurfti því að vera undir lækniseftirliti. Amma sagði að þessar mæðraskoðanir væru bara til að gera konur móð- ursjúkar, en kom samt við heima á hverjum degi til að vita hvernig mamma hefði það. Amma var hrein og bein og sagði sína meiningu. Hún var myndarleg kona og mikil reisn yfir henni, alltaf snyrtileg og var um- hugað um að líta vel út. Hún var mikil hannyrðakona og var aldrei aðgerðarlaus, ef hún settist niður var hún alltaf með eitthvað milli handanna, ef hún var ekki að prjóna eða sauma var hún að hnýta á. Það eru til eftir hana hálsmen og kertahringir sem hún var að gera komin hátt á níræðisaldurinn og ófá eru þau orðin sokkapörin sem við höfum fengið gegnum árin. Ekki er nú hægt að minnast ömmu nema að rifja upp sönginn hennar. Hún var syngjandi við öll tækifæri og engan vitum við um sem kunni meira af vísum, þulum og lögum en hún. Flest unnum við systkinin með henni í Norðurtang- anum og ófáar voru pásurnar þar sem amma byrjaði að fara með vís- ur. Seinna fluttu amma og afi í Smiðjugötuna, þar sem amma átti ófáar stundirnar úti í garði, innan um blómin sín. Seinustu árin sín saman voru þau komin upp á Hlíf. Þegar amma fann svo fyrir nokkrum árum að minnið væri að byrja að svíkja fór hún upp á þjón- ustudeild og að lokum inn á öldr- unardeild, en á báðum þessum stöðum naut hún umönnunar frá- bærs starfsfólks og viljum við færa því bestu þakkir fyrir. Þó að minn- ið væri smám saman að fara gleymdi hún aldrei vísunum og oft var það að hún byrjaði að syngja eitthvað, svo kom, kanntu þetta ekki? Sorgin léttist, sárið grær, sólin gegnum skýin hlær, hreinni útsýn hugur fær, himinninn nær í dag en gær. (Örn Arnarson.) Elsku amma, við söknum þín. Söknum söngsins, hlátursins, hlý- legu brosanna og allra góðu stund- anna. Börn Ingvars og Erlu. Guðmundína Kristín Vilhjálmsdóttir         ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ST. MAGNÚSSON pípulagningameistari, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún E. Guðmundsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Einar Gylfason, Guðmundur Magnússon, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓSKAR G. GUÐJÓNSSON, Háaleitisbraut 14, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir, Ragnar Óskarsson, Jóhanna Njálsdóttir, Guðjón Grétar Óskarsson, Inga Grímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning Sambýlisins Skagaseli 9, heimili Birgis Braga, 1135-26-000708, kt. 701002-2610. Kristján S. Baldursson, Elsa Baldursdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðjón Baldursson, Bryndís Guðjónsdóttir, Birgir Bragi Baldursson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og afa, BIRGIS AXELSSONAR, Hraunbæ 194, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Bjartmarsdóttir, Einar Gunnar Birgisson, Bjartmar Birgisson, Ásta Björk Sveinsdóttir, Axel Valur Birgisson, Berglind Kristinsdóttir, Áslaug Guðlaugsdóttir, Kristín Axelsdóttir, Árni Ísleifsson, Edda Axelsdóttir, Ómar Friðriksson, Sveinn Andri, Álfheiður Edda, Birgir Þór, Anna Vala og Bergþór. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Raftahlíð 4, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki laugar- daginn 17. janúar. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug í okkar garð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 1, Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Einar Sigtryggsson, Svanhildur Einarsdóttir, Gísli Kristjánsson, Gunnar Einarsson, Elisabeth Stella Grétarsdóttir, Ásgeir Einarsson, Sigríður Elín Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.