Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.01.2009, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2009  Nýi tónleikastaðurinn á horni Tryggvagötu og Veltusunds hefur hlotið nafnið Reykjavík Rokk bar. Staðurinn verður á efri hæð hússins er hýsti áður skemmtistaðina Tunglið og Gauk á Stöng og opnar föstudaginn 6. mars. Nú standa yfir framkvæmdir á húsnæðinu er mun aðeins hýsa tón- leika á fimmtudags- til sunnudags- kvöldum til að byrja með. Búið er að fullbóka fyrsta mánuðinn og munu Langi Seli & Nýju Skugg- arnir ríða á vaðið. Athygli vekur að þrátt fyrir frjálslyndi staðareig- anda er einn íslenskur tónlist- armaður á bannlista. Samkvæmt heimildum blaðsins er það á stefnu- skrá staðarins að tónlistarmaður- inn BMV fái aldrei að troða þar upp. Dyravörðum hefur meira að segja verið sagt að hleypa honum ekki inn sem gesti. Ástæðan mun vera andstyggð eigandans á tónlist BMV. Ja hérna, hér. BMV fær ekki að koma á Reykjavík Rokk bar Fólk Máli Eldars lauk þó ekki fyrr en á fimmtudag þegar stefna hans um að fá ógreidd laun átti að fara fyrir Hér- aðsdóm. „Þetta fór í þann farveg að ég lét stéttarfélagið rukka þetta fyrir mig,“ segir Eldar. „Ég reyndi að leysa úr þessu áður en þetta færi í eitthvert lögmál sem felur í sér aukinn kostnað og leiðindi en það var enginn vilji þeim megin til þess að leysa þetta mál. Á síðustu metrunum áttuðu þeir sig greinilega á því að það væri kominn tími til þess að standa við sinn hlut og því náðist dómsátt. Ég vona bara að þeir standi við sitt.“ Eldar, sem starfar nú fyrir Gogoyoko og tónlistarsjóðinn Kraum, er feginn að málið er búið enda þungt að hafa svona mál á baki sér. „Mér finnst alveg óþarfi að láta hluti ganga svona langt en ég hef bara ekkert efni á því að gefa uppá bátinn vangreidd laun.“  Anna Hildur Hildibrandsdóttir og samstarfsfólk hennar í ÚTÓN hafa á undanförnum mánuðum haldið kynningarfundi fyrir ís- lenska tónlistarmenn þar sem inn- viðir „bransans“ svokallaðs eru út- skýrðir. Anna Hildur og ÚTÓN eiga lof skilið fyrir þetta framtak en alltof lengi hafa tónlistarmenn flotið sofandi að feigðarósi tónlist- ariðnaðarins og mýmörg dæmi eru um að tónlistarmenn hafi farið illa út úr sínum viðskiptum einfaldlega vegna þess að þeir vissu ekki betur. Á Íslandi hefur umboðsmannastétt- in aldrei verið fjölmenn og þess vegna hefur sú viðskiptareynsla sem til verður hverju sinni, nýst óskaplega fáum og í stuttan tíma. Það er ekki síst af þessum sökum sem kynningarfundir ÚTÓNS eru mikilvægir. Einnig mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri ráð að ÚTÓN stuðlaði að útgáfu rits eða vefsíðu þar sem þessar upplýsingar væru aðgengilegar öllum. Framtak ÚTÓNS gríðarlega mikilvægt Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is „ÉG verð Geri Halliwell,“ segir Skjöldur Eyfjörð er býr sig nú ásamt fjórum öðrum þekktum dragdrottningum bæjarins undir að fara með hlutverk Kryddstúlknanna á sérstakri sýningu á Q-bar í kvöld. Auk Skjaldar manna hópinn þeir Georg Erlingsson í hlutverki Mel B (Scary Spice), Díana Ómel Svavars sem Victoria Beck- ham (Posh Spice), Atli Freyr Arnarson sem Emma Bunton (Baby Spice) og Óli Hjörtur Ólafs- son sem Mel C (Sporty Spice). „Þessi sami hópur gerði þetta fyrir tíu árum. Þannig að þetta er tíu ára „reunion“ hinna íslensku kryddstúlkna.“ Síðast fór landslið íslenskra dragdrottninga í hlutverk Spice Girls fyrir sjónvarpsþáttinn Euro- trash sem var þá í umsjón Jean-Paul Gaultier. „Hann var að gera eitthvert atriði hér sem við tókum þátt í. Það var t.d. að éta hrútspunga og annað. Við komum fram í þessum þætti en á sama tíma komum við reglulega fram á Ingólfs- kaffi.“ Eins og Buffalo-skór Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerði hópurinn með sér samkomulag fyrir nokkrum ár- um um að ef hinar raunverulegu Spice Girls myndu einhvern tímann snúa aftur, yrðu hinar ís- lensku að fylgja í kjölfarið. Þónokkuð er liðið síð- an Spice Girls fóru saman í tónleikaferðalag um heiminn en eitthvað virðist hafa aftrað því að hin- ar íslensku stæðu við gefið loforð. „Þetta er al- gjörlega dautt en þetta er bara svo ógeðslega fyndið og hallærislegur tími. Þær eru eiginlega eins og Buffalo-skór, þóttu flottar á sínum tíma en myndu aldrei ganga í dag. Þess vegna ákváðum við núna að fara með brandarann lengra.“ Á sýningunni taka íslensku Kryddstúlkurnar þrjú lög úr lagasafni Spice Girls en auk þess verða sýnd myndbönd er hópurinn hefur gert í gegnum tíðina. Sýningin er því um klukkutíma löng í heildina. Æfingar hafa gengið mjög vel. „Það var furðu- lega auðvelt að rifja þetta allt upp. Þetta hefur verið límt inn í innra minni okkar. Við mundum öll danssporin og allt. Þetta verður alvöru Spice Girls sjó þó svo að við séum ekki beint að reyna að vera þær nákvæmlega. Við setjum kannski ör- lítið meiri húmor í þetta.“ Kryddpíurnar snúa aftur  Landslið íslenskra dragdrottninga kemur fram í gervi Spice Girls í kvöld  Efna 10 ára gamalt loforð um að koma saman aftur í kjölfar Kryddpíanna Kryddpíurnar Landslið íslenskra dragdrottninga fór fyrst í gervi Spice Girls fyrir Eurotrash-þátt Jean-Paul Gautier og snýr nú aftur í kvöld á Q-bar. Sýning þeirra verður um klukkutíma löng. „SAGT hefur það verið um Suð- urnesjamenn …,“ segir í laginu og sagt hefur það verið um Umboðs- mann Íslands, Einar Bárðarson, að hann sitji ekki lengi með hendur í skauti. Einar, sem hefur ávallt alið manninn suður með sjó, ýmist í Ár- nes- eða Gullbringusýslu, ætlar að auka á flóru tónleikahalds Reykja- nesbæjarbúa með tónleikaröð sem fram fer í Duus-húsum. Þar munu margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram og leika sín kunnustu lög. Þá munu þeir auk þess dvelja við milli lagana, segja sögur af tilurð þeirra auk þess sem þeir reifa hnyttin augnablik af ferli sínum. Formið er ekki ósvipað þáttunum Storytellers og Un- plugged sem voru á VH1 og MTV. „Hugmyndin er að hafa þetta lágstemmda og þægilega stund,“ segir Einar. „Það er við hæfi að halda svona tónleika í þessum söguríka bæ hvað dægurtónlist viðkemur, en Keflavík er mikill tónlistarbær eins og fólk þekkir og heimabær þungavigtarmanna í ís- lenskri tónlistarsögu, manna eins og Rúnars Júlíussonar, Gunnars Þórðarsonar, Magnúsar Kjart- anssonar, Magnúsar Sigmunds- sonar og Jóhanns Helgasonar.“ Tónleikaröðin kallast Sögustund suður með sjó og verður sett í gang í mars. Þeir listamenn sem þegar hafa verið staðfestir eru synir Rúnars Júlíussonar, þeir Baldur og Júlíus, Magnús Kjart- ansson, KK og Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson sem hafa verið að spila saman tveir að undanförnu við góðan orðstír. Aðrir þáttak- endur verða tilkynntir þegar nær dregur. Tónlistarmenn segja sögur suður með sjó Morgunblaðið/Kristinn Sagnamenn Egill og Valgeir eru sögumenn af Guðs náð. Einar Bárðarson hleypir nýrri tónleikaröð af stokkunum KRYDDSTÚLKURNAR fimm eru þekktar um allan heim en það sem færri vita er að Mel C og Emma Bunton voru ekki í fyrstu birtingarmynd sveitarinnar. Þær tóku við af öðrum stúlkum nokkru eftir að feðgarnir Lee Bewick og Jonny Leather púsluðu sveitinni saman. Spice Girls hét fyrst Touch og liðsmenn voru Victoria Adams, Geri Halliwell, Melanie Brown, Michelle Stephenson og Lianne Morgan. Mel Chisholm tók við af Lianne mánuði eftir stofnun sveitarinnar. Í uppsagnarbréfinu er Lee Bewick skrifaði til Lianne kom fram að hún væri of göm- ul til þess að vera kryddpía, hún var þá 23 ára. Eftir prufuupptökur var ákveðið að Michelle Stephenson hefði ekki sama metnað og hinar stúlkurnar og var hún því rekin. Henni var þá skipt út fyrir hina 18 ára gömlu Emmu Bunton er var í námi hjá sama raddþjálfara og stúlk- urnar. Hvorki Michelle eða Lianne hefur vegnað vel í tónlistinni síðan, svo vitað sé. Kryddstúlkurnar sjö? Eldar Ástþórsson Eldar ekki lengur grátt silfur við fyrrverandi vinnuveitanda sinn. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is NOKKRUM mánuðum fyrir síðustu Iceland Airwaves- hátíð hætti Eldar Ástþórsson sem framkvæmdastjóri og sagði opinberlega að hann óttaðist um framtíð hátíð- arinnar vegna fjárhagsörðugleika Hr. Örlygs. Út frá þeim ummælum Eldars hófst mikið fjöl- miðlamál og virtist framtíð Iceland Airwaves í óvissu þar til Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, greiddi úr flækjunni við styrktarað- ila sína (Reykjavíkurborg og Icelandair) og bjargaði hátíðinni frá glötun. Hr. Örlygur sættist á kröfur Eldars 48 MenningFÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.