Morgunblaðið - 05.02.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.2009, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Í Grundarfirði eins og á svo mörgum stöðum á Íslandi þar sem há fjöll skyggja á sólina þann tíma sem hún er lægst á lofti, er það jafnan gleðiefni þegar sólin sést á ný eftir rúm- lega tveggja mánaða hlé. Til að fagna þessum viðburði er gjarna til siðs að baka pönnukökur. Þeg- ar sólin fór að láta sjá sig hafa væntanlega verið pönnukökur víða á borðum Grundfirðinga. Sól- in lætur fyrst á sér kræla í Arn- ardalsskarði sunnan við Grund- arfjörð og varpaði geislum yfir bæinn. Grundfirðingar í sólskinsskapi Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson FÉLAG háskólakvenna og Kven- stúdentafélag Íslands hafa ákveðið að styrkja erlendar konur á Íslandi til háskólanáms. Verkefnið er unnið í samvinnu við Alþjóðahús sem mun aðstoða við að velja konurnar, en þær verða styrktar um ákvæðna upphæð til eins árs í senn. Verkefnið „Fé- lagsvinur – Mentor er málið“ útveg- ar þeim svo mentor eða félagsvin úr röðum Félags háskólakvenna eða Kvenstúdentafélagsins. Íslenskar og erlendar konur verða paraðar sam- an eftir áhuga og þörfum. Tilgangurinn er að veita félagsskap, tækifæri til að tala íslensku, gefa ráð varðandi íslenskt samfélag og aðstoða við nám eða annað. Styrkja erlendar konur til háskólanáms Morgunblaðið/Ómar SAMTÖK verslunar og þjónustu mótmæla gjaldskrárhækkun Faxaflóahafna. Ekki verði séð á ársreikningi Faxaflóahafna síð- ustu ár að hækkunin sé nauðsyn- leg. „Faxaflóahafnir skiluðu hagn- aði upp á 725 milljónir árið 2007 og gert er ráð fyrir 200 milljóna hagnaði 2008. Óráðstafað eigið fé fyrirtækisins var rúmlega 10 milljarðar 2007. Rekstraráætlun fyrir árið 2009 gerir ráð fyrir sömu tekjum og á árinu 2008, áætlun sem gerði ráð fyrir hag- ræðingu, lækkun tekna og hækk- un kostnaðar á móti sýndi mun meiri vilja og skilning á að- stæðum nú.“ Mótmæla gjald- skrárhækkunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gjald Samtök verslunar gagnrýna gjaldskrárhækkun Faxaflóahafna. ÍSLENSK getspá leitar að heppn- um manni sem keypti sér 10 raða sjálfvalsmiða í Lottó með Jóker í Fjarðarkaupum sl. föstudag. Kaup- andinn sem vann tæpar 16 skatt- frjálsar milljónir er beðinn að hafa samband til að vitja vinningsins. Vann 16 milljónir SAMTÖK iðnaðarins segja í álykt- un að löngu tímabært sé að horfa fram á veginn og lækka vexti. „Háir vextir eiga alls ekki við í efnahagskreppu eins og þeirri sem Íslendingar ganga í gegnum um þessar mundir. Þeir auka enn á rekstrarvanda fyrirtækja og stuðla að auknu atvinnuleysi. Veruleg vaxtalækkun nú myndi ekki valda því að raunvextir yrðu neikvæðir á næstu mánuðum og því ekki eftir neinu að bíða. Verð- bólgan síðustu 12 mánuði var 18,6% og allt bendir til þess að hún hafi náð hámarki og fari lækkandi á næstu mánuðum. Verð- bólga fær hvorki fóður í formi launahækkana né mikillar eft- irspurnar. Stýrivextir Seðlabank- ans standa nú í 18% og eru því svipaðir og verðlagshækkun síð- ustu 12 mánaða.“ Vaxtalækkun verði byggð á framsýniSTJÓRN Kvenréttindafélags Ís- lands fagnar því að í nýrri rík- isstjórn skuli hlutfall kynjanna vera jafnt auk þess sem kona gegnir nú stöðu forsætisráðherra í fyrsta sinn. „Með þessu hefur mikilvægt skref til jafnréttis kynjanna verið stigið og það skapar um leið gott fordæmi fyrir komandi rík- isstjórnir.“ Stjórn Kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar lýsir einnig ánægju sinni með að kona sé orðin forsætis- ráðherra í fyrsta skipti. Fagna Jóhönnu HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir von- brigðum með nýja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Félagið hefur miklar áhyggjur af því að ný stjórn freistist til þess að auka útgjöld og hækka skatta. Félagið gerir þær kröfur að ekki verði vikið frá aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að fjárútlátum verði stillt í hóf, að skattar verði ekki hækkaðir umfram það sem fjárlög gera ráð fyrir, ekki verði settur hátekjuskattur og að fjármagnstekjuskattur verði ekki hækkaður, að ekki verði vikið frá framfaraskrefum sem stigin hafa verið í heilbrigðismálum og að varlega verði farið í breytingar á stjórnarskrá. Heimdallur varar við skattahækkunum STUTT RÁÐSTEFNA OG VERÐLAUNAAFHENDING í Salnum, Kópavogi föstudaginn 13. febrúar 2009, kl. 13:30-16:30 ÍSLENSKI ÞEKKINGARDAGURINN NÝSKÖPUN TÆKIFÆRI Á NÝJUM TÍMUM RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN! DAGSKRÁ Skráning fer fram á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› 7.950 fyrir félaga FVH og 14.900 fyrir a›ra. Innifali›: Rá›stefnugögn og léttar veitingar. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar Íslenska þekkingardagsins föstudaginn 13. febrúar 2009 í Salnum, Kópavogi. Þemað að þessu sinni er „Tækifæri á nýjum tímum – Nýsköpun!“ Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku Þekkingar- verðlaunanna 2009: ÖSSUR, MAREL OG CCP Ö ss ur Sk ar ph éð in ss o n K ri st ín In gó lf sd ó tt ir Þo rs te in n Si gf ú ss o n G u ð jó n M ár G u ð jó n ss o n Be rg lin d Á sg ei rs d ó tt ir H ö rð ur A rn ar so n A ð al st ei nn Le if ss o n Styrktara›ilar Íslenska Þekkingardagsins: 13:00 Afhending ráðstefnugagna 13:30 Setning ráðstefnu Auður Björk Guðmundsdóttir, formaður FVH 13:40 Ávarp utanríkis- og iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson 13:50 FRÆ TIL FRAMTÍÐAR – MENNTUN, VÍSINDI, NÝSKÖPUN Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands 14:10 SJÁLFBÆRNI, ORKA OG FRAMTÍÐARSÝN Þorsteinn Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 14:30 THINK-INNOVATE-EXECUTE Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Industria 14:50 Kaffihlé 15:20 TÆKIFÆRI TIL SAMSTARFS VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR Á SVIÐI HEILBRIGÐIS- OG LYFJAMÁLA Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins 15:40 RETURN ON INNOVATION Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems 16:00 Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir þekkingar- verðlaun FVH og kynnir val á viðskiptafræðingi/hagfræðingi ársins 2008 16:30 Ráðstefnuslit Léttar veitingar í lok ráðstefnu ásamt léttri jazzblússveiflu Friends forever. Rá›stefna FVH gefur 2 einingar hjá Endurmenntunarnefnd FLE. Rá›stefnustjóri er Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík. SKRÁÐU ÞIG STRAX! Mynd: Viðskiptablaðið/Birgir Ísleifur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.