Morgunblaðið - 05.02.2009, Side 16

Morgunblaðið - 05.02.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið/Frikki Sjúkrastofnanir Óvissa ríkir um hvaða breytingar nýr ráðherra gerir. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VINNA við breytingar á heilbrigð- iskerfinu var vel á veg komin þegar upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar slitn- aði. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði í árs- byrjun kynnt viðamiklar breytingar á rekstri og skipulagi heilbrigðisstofn- ana sem hrinda átti í framkvæmd 1. mars nk. Nú hefur nýr heilbrigð- isráðherra, Ögmundur Jónasson, gef- ið út að þessar breytingar verði end- urskoðaðar. Á þessari stundu er óljóst hvað verður afturkallað og hvað ekki. Á meðan bíða stjórnendur heil- brigðisstofnana þess sem verða vill. Þeir þurfa eftir sem áður að sinna rekstri sinna stofnana og bregðast við minni fjárframlögum frá ríkinu en áð- ur. Hjá stærri stofnunum skiptir nið- urskurðurinn tugum og hundruðum milljóna króna frá því sem var á síð- asta ári. Verið er að draga úr vakta- og yfirvinnu og skera niður sem flesta rekstrarþætti, án þess að það komi illa niður á þjónustu. Af samtölum við stjórnendur sjúkrastofnana má ráða að þeir reyna að forðast það í lengstu lög að segja upp fólki. Yfirleitt er ekki ráðið í störf þeirra sem hætta og víðast er dregið úr afleysingum. Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segir vinnu við fjárhags- og rekstraráætlun halda áfram þótt boðuðum breytingum ráðherra hafi verið slegið á frest. Þarf stofnunin að lækka útgjöld um 100-150 milljónir króna í ár. „Það hefur aðeins komið los á starfsemi skurðstofanna hjá okkur og við skoðum það betur í framhaldinu. Þetta var í raun ekki komið lengra en hugmyndir á teikniborði og engar stórar ákvarðanir hafa verið teknar,“ segir Sigríður en meðal helstu breyt- inga fyrrverandi ráðherra var að flytja átti hluta af skurðstofurekstri á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði suður með sjó til Keflavíkur. „Höfum nóg að gera“ Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segist bíða þolinmóður eftir því hvað nýr heil- brigðisráðherra tekur til bragðs. „Þetta ræðst af vilja og stefnu nýs ráðherra, við höfum nóg að gera ann- að. Við þurfum að verða við kröfu um aðhald og hagræðingu á öllum sviðum en viljum halda í sem flest okkar fólk, hvernig sem það tekst,“ segir Guðjón en sjúkrahúsinu er gert að spara um 130 milljónir króna frá síðasta ári, samkvæmt fjárlögum. Óvissa er um fjölda aðgerða sem gerðar hafa verið á Akranesi, eins og liðskiptaaðgerðir. Sjúkrastofnanir bíða nýrra skipana  Vinna við breytingar á starfsemi heilbrigðisstofnana var vel á veg komin þegar upp úr ríkisstjórnar- samstarfi slitnaði  Stjórnendur stofnana halda áfram að finna leiðir til niðurskurðar eftir fjárlögum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Veiðar Fáir voru á sjó frá Ísafirði í gær. Ekki var brælu um að kenna heldur miklu frekar lágu fiskverði. Á meðan var Guðbjartur Jónsson að beita á fullu. FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VERÐ á fiskmörkuðum hér á landi hefur lækkað töluvert síðustu vik- urnar. Nú er svo komið að verðið er orðið mjög sambærilegt og leigu- kvótinn fæst á, ef mið er tekið af þorskinum. Það kom því ekki á óvart í vikunni að úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skyldi lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 10%. Á sama tíma var verð á ýsu lækkað um 5%. Á vef Landssambands smábáta- sjómanna segir að það sé mikið áhyggjuefni hvað fiskverðið hafi lækkað mikið að undanförnu. Sam- kvæmt tölum þaðan var meðalverð á slægðum þorski 225 kr/kg á þriðjudag og 185 kr/kg á óslægðum. Óslægð ýsa seldist á 125 krónur og slægð á 123 krónur kílóið. Á rúmri viku lækkaði meðalverðið á slægð- um þorski um 25%. Lítil viðskipti hafa verið með leigukvóta að undanförnu og við- skipti með varanlegar aflaheimildir hafa varla farið fram síðan í haust. Verð á leigukvóta hefur ekki að fullu fylgt fiskverðinu eftir. Þorsk- kvóta í aflamarki mátti í upphafi ársins fá á 220 kr. kílóið og heyrst hefur um tilboð vel niður fyrir 200 krónurnar. Miðað við fiskverð á markaði er því ekki freistandi fyrir smábátasjómenn að eiga viðskipti með kvóta. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátasjómanna, segir hljóð þungt í mörgum sinna félagsmanna víða um land. Góð afla- brögð nái vart að kæta mannskap- inn við þessar aðstæður, hvað þá umræða um skertar heimildir. „Eins og hundar á roði“ „Þeim fjölgar símtölunum til okk- ar þar sem menn lýsa óánægju sinni. Verðlækkunin á fiski í Evr- ópu, allt að 20 til 30%, er heldur ekki til að auka mönnum bjartsýni. Menn héldu í þá von að gengishrun á krónunni myndi halda uppi verði á markaðnum hér heima en það er ekki að gerast. Heldur hefur versn- að hljóðið í körlunum eftir því sem liðið hefur á vertíðina,“ segir Arthur og telur að margir smábátasjómenn muni íhuga að hætta útgerð og fara í land ef ástandið batnar ekki á næstunni. Lítil viðskipti með kvóta muni þó hindra það og ekki sé mikið um aðra atvinnu að hafa hér á landi. „Menn munu hanga á þessu eins og hundar á roði, á meðan það er stætt,“ segir Arthur. Þungt hljóð í trillukörlunum  Verð á fiskmarkaði er komið niður undir verð á leigukvóta  Meðalverð á slægð- um þorski lækkaði um 25% á viku  Margir smábátasjómenn gætu lagt árar í bát      !  !  "    $  % #        &  !  " !  '(( )*( )(( +*(         !  ! " #! $! % )+ )) )' ), )- ). )/ '( '+ )0 ) ' ÞEGAR samband náðist við Arthur Bogason, for- mann Lands- sambands smábátasjó- manna, í gær var hann staddur á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna- höfn og á leið til Malaga á Spáni til að sitja al- þjóðlegt þing grásleppukarla. Um árlegan viðburð er að ræða sem landssambandið hafði frumkvæði að fyrir allnokkrum árum. Ekki að- eins talsmenn grásleppukarla koma saman heldur einnig út- og innflytj- endur á grásleppuhrognum og -kavíar, framleiðendur og einnig fulltrúi neytenda. Helstu þjóðir sem veiða grá- sleppu, auk Íslendinga, eru Norð- menn, Grænlendingar og Ný- fundnalendingar. Arthur segir aðrar þjóðir teljist varla með. Framan af voru Íslendingar mesta grásleppuveiðiþjóð heims en fyrir nokkrum árum fór Nýfundnaland framúr. „Grásleppan finnst úti um allt, í sjálfu sér eru fá kvikindi útbreidd- ari en í veiðanlegu magni er hún aðallega á norðurslóðum; við Ís- land, Grænland og Noreg, en er til dæmis ekki við Færeyjar,“ segir Arthur. Haldist innan marka Hann segir að samtök þessara veiðiþjóða við N-Atlantshaf hafi náð að halda sér innan þeirra veiði- takmarkana sem þær hafa sjálfar sett sér undanfarin ár. Fá fordæmi séu fyrir því meðal strand- veiðiþjóða að tekist hafi að tak- marka veiðar á ákveðinni tegund á stóru svæði. Yfirleitt sé hlaupið í fang stjórnvalda með að auka veið- ar með lagasetningu eða reglugerð- um. „Við vildum sýna skynsemi með því að moka ekki vörunni á markað nema að eftirspurn sé fyrir hendi, enda er markaður með grá- sleppuhrogn og kavíar mjög við- kvæmur. Með þessum höfum við haldið okkur innan þeirra marka sem við settum okkur,“ segir Arth- ur Bogason. bjb@mbl.is Alþjóðlegt þing grá- sleppukarla Arthur Bogason Hvað átti að sameina margar heilbrigðisstofnanir? Fyrrverandi heilbrigðisráðherra kynnti tillögur í janúar sl. sem gerðu ráð fyrir fækkun heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni úr 22 í 6. Hvað hyggst nýr heilbrigðisráðherra gera? Ögmundur Jónasson er að fara yf- ir stöðu mála en hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að skoða fyrst þau mál sem mest ósætti er um. S&S „Menn eru farnir að borga með sér í þessu,“ segir Sævar Gests- son á Ísafirði um lækkandi fisk- verð „Það er ótti í sjómönnum út af aukinni birgðasöfnun á fiski hér heima og erlendis. Frysti- geymslur eru að fyllast. Á sama tíma er fiskiríið gott og tíðin hef- ur verið frábær. Verðlækkunin kemur verst niður á þeim sem eru á leigumarkaðnum. Það er líka ótti í brjósti þeirra sem starfa kringum útgerðirnar,“ segir Sævar um ástandið. Borga með sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.