Morgunblaðið - 05.02.2009, Page 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2009
✝ Guðríður Sveins-dóttir fæddist í
Landakoti á Vatns-
leysuströnd 15. sept-
ember 1922. Hún lést
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund
27. janúar sl.
Foreldrar Guðríðar
voru Sveinn Pálsson,
bóndi og kaupmaður,
f. 11.10. 1885, d. 28.7.
1970 og Anna Guð-
mundsdóttir Kerúlf
húsmóðir, f. 26.2.
1894, d. 5.5. 1983.
Systkini Guðríðar eru: 1) Þuríður,
f. 22.2. 1915, maki 1 Einar Halldór
Pálsson, f. 7.1.1911, d. 28 febrúar
1992, maki 2 (sambýlismaður) Geir
Jónsson, f. 8.4. 1906, d. 12.7. 1979,
maki 3 Árni Björnsson, f. 1.7. 1923,
d. 20.8. 1984. 2) Sólborg, f. 19.7.
1919, maki Viðar Þorláksson, f. 8.7.
1926 3) Nikulás, f. 11.8. 1928, maki
Stella Jóhanna Magn-
úsdóttir, f. 11.11.
1934.
Eiginmaður Guð-
ríðar var Stefán Ingi-
mundarson frá
Litlabæ á Vatnsleysu-
strönd, f. 17.12. 1913,
d. 26.1. 1976. Þau
ráku saman versl-
unina Hábæ í Vogum
þar sem Guðríður
starfaði til margra
ára. Eftir lát Stefáns
seldi Guðríður versl-
unarreksturinn og flutti ásamt móð-
ur sinni til Reykjavíkur. Hún bjó í
Sæviðarsundi 31 og síðar Klepps-
vegi 120. Eftir komuna til Reykja-
víkur starfaði hún aðallega við
heimilisþjónustu til eftirlaunaaldurs.
Útför Guðríðar verður gerð frá
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í dag og hefst athöfnin kl. 14.
Nú hefur dauðinn bundið enda á
samskipti mín og systur minnar. En á
þessum tímamótum leita minningar á
hugann sem eru mér dýrmætar. Við
systkinin töluðum oft um gömlu dagana
og var það okkur uppspretta ánægju-
legra samverustunda og af nógu var að
taka. Oft bar á góma minningar frá
uppvaxtarárum okkur. Eins og þegar
við syntum saman í sjónum á sumrin,
eða lékum okkur á skautum með góð-
um félögum í Vogunum. Þetta hlýjar
manni um hjartaræturnar.
Og öllu öðru framar minnumst við
okkar indæla bernskuheimilis. Þar nut-
um við góðs heimilislífs og umhyggju
ástríkra foreldra en þau veittu okkur
skynsamlegan og ástúðlegan aga sem
er nauðsynlegur hverju barni. Um leið
nutum við þess frjálsræðis sem er
hverju barni nauðsynlegt til þroska
þegar út í lífið kemur. Árangurinn af
þessu ásamt góðum eiginleikum Guggu
gerði það að verkum að hún naut
trausts og vinsælda þeirra sem kynnt-
ust henni síðar á ævinni. Ekki má held-
ur gleyma því hversu góð mágkona hún
reyndist og því góða vinasambandi sem
ríkti á milli hennar og mannsins míns
alveg fram til síðasta dags.
Nú þegar Gugga er horfin úr okkar
aldraða systkinahópi ríkir ákveðinn
tómleiki sem ég mun reyna að fylla upp
í með því að hugsa til þess nána sam-
bands sem var alltaf á milli okkar og
hversu góð frænka hún reyndist börn-
unum mínum og fjölskyldum þeirra síð-
ar meir. Allt þetta mun auðga þann
tíma sem ég á eftir ólifaðan. Blessuð sé
minning hennar.
Sólborg.
Gugga frænka er látin. Hún átti eng-
in börn, ég var samt eitt þeirra sem hún
þó átti. Hún var föðursystir mín og ann-
aðhvort fékk hún mig lánaðan eða þá að
ég bað sérstaklega um að fá að vera hjá
henni í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Hún bjó þar lengst af með Stefáni Ingi-
mundarsyni, manni sínum, og foreldr-
um sínum, Sveini Pálssyni kaupmanni í
Hábæ og Önnu Kjerúlf. Gugga og
Stebbi tóku svo við rekstri búðarinnar
eftir þeirra dag. Eftir lát Stefáns hætti
Gugga verslunarrekstrinum í Vogun-
um og bjó í Sundahverfinu í Reykjavík
hin síðari ár.
Gugga var oft með pjakkinn, mig, í
eftirdragi allan daginn þegar hann var
á staðnum. Fór með henni í kartöflu- og
matjurtagarðana við húsið, var að
þvælast með henni í fjölskyldubúðinni
sem rekin var á staðnum. Ég fór líka
með henni í vöruútkeyrslurnar á
ströndina og þá stækkaði heimurinn.
Mér leið alltaf vel á þessum stað. Þarna
veiddi maður hornsíli í tjörninni, fór út
á höfn að veiða ufsa og marhnút, uppi í
harðfiskhjöllum að naga harðfisk eða
var bara niðri í sandfjörunni neðan við
rústir Stóru-Voga að sigla skeljum,
sem fengu bátsnöfnin úr höfninni lán-
uð. Vogarnir voru afbragðs leiksvæði
og þarna kynntist maður öðrum krökk-
um og naut mjög góðs atlætis. Það var
Gugga sem sá um mig fremur en amma
og afi á staðnum.
Gugga var mjög rösk að eðlisfari
bæði andlega og líkamlega. Hún var
frekar smávaxin og grönn en gallhörð
og dugleg til allra verka. Hún kynntist
mörgu fólki vegna starfa sinna í búðinni
og fannst mér hún ávallt njóta þess að
vera í miklum samskiptum. Henni var
þjónustulundin vel gefin og varð maður
aldrei var við annað en að henni þætti
mjög gaman í vinnunni sinni. Mín til-
finning var sú að hún nyti almennrar
virðingar á staðnum og líka þess vegna
þóttist ég vera í svo góðum félagsskap!
Ég hefði viljað eyða meiri tíma í ná-
vist hennar á seinni árum því okkur
kom mjög vel saman þegar við hittumst
og tókum spjall. Gugga var sérstaklega
viðræðugóð og mér fannst hún alltaf
upplífgandi og skemmtileg. Hún hafði
fullkomlega hraustan húmor og gott
lífsviðhorf.
Gugga lifði fyrirmyndarlífi. Aldrei
vissi ég til að hún gerði neitt annað en
það sem var rétt, sanngjarnt og gott. Ef
til er framhaldslíf þá fær hún þar áreið-
anlega góða vist. Þá hefði ég ekkert á
móti því að hún fylgdist áfram með mér
og öðrum sem henni þótti svo vænt um.
Mér þótti líka svo vænt um hana.
Megi kærleikurinn fylgja Guggu
hvert sem hún fer. Góðar minningar um
hana munu lifa með okkur áfram Öðr-
um ættingjum og vinum hennar votta
ég samúð mína.
Haukur Nikulásson.
Þegar ég sat á tali við Guggu móð-
ursystur mína, leitaði hugur hennar
gjarna suður í Voga og á Vatnsleysu-
ströndina. Hún fluttist í Vogana fimm
ára að aldri árið 1928 með foreldrum
sínum, tveimur eldri systrum og ný-
fæddum bróður. Í Vogunum átti hún
því æskuár sín og meginhluta starfs-
ævinnar. Þar og á Ströndinni voru
æskuvinir og kunningjar, tengdafólk,
samstarfsfólk í hinu daglega lífi og
áhugamálum, svo sem í kirkjukór
Kálfatjarnarkirkju.
Þegar Gugga var að alast upp, voru
Vogarnir lítið þorp, þar var stundaður
nokkur landbúnaður, sjósókn var tals-
verð, og þangað komu til dæmis vertíð-
armenn annars staðar af landinu. Síðar
var sett á stofn myndarlegt frystihús í
Vogum, sem rekið var undir forystu
framtakssamra athafnamanna á staðn-
um. Meira að segja ég man eftir törnum
í síldarsöltun í Vogunum, þó að ekki
væru Vogarnir í hópi hinna þekktari
síldarstaða á Íslandi.
Á árunum, sem ég var mest í Vog-
unum, hjá Sveini afa mínum og Önnu
ömmu í Hábæ, á fimmta áratug síðustu
aldar og framan af þeim sjötta, voru
Vogarnir sveit í mínum huga. Þó að
vegalengdin milli Reykjavíkur og Voga
væri ekki svo miklu lengri en nú er,
voru samgönguhættir allt aðrir. Farið
var á milli með mjólkurbílnum, sem
Stefán, síðar eiginmaður Guggu, ók.
Víða var komið við á leiðinni suður úr,
því að Stefán gegndi ótal erindum fyrir
sveitunga sína meðan hann dvaldist yf-
ir daginn í höfuðborginni, og eitthvað
þurfti að gera grein fyrir erindrekstr-
inum og koma af sér varningi á hinum
ýmsu viðkomustöðum á Ströndinni.
Vegurinn var holóttur og krókóttur
malarvegur, svo að oft voru sérstaklega
börn orðin vel græn í framan af bílveiki,
þegar komið var á endastöð í Hábæ.
Ekki man ég lengur, hvort ferðalagið
milli Reykjavíkur og Voga tók tvo, þrjá
eða fjóra klukkutíma, en svo langt þótti
mér það, að fyrir mig tók því ekki að
leggja upp í það nema til þess að dvelj-
ast sumarlangt hjá fólkinu mínu í
Hábæ.
Á heimilinu í Hábæ lék Gugga lyk-
ilhlutverk, hún var afa og ömmu til að-
stoðar í öllu, í búðinni, í heyskap og
kartöflurækt á sumrin, umönnun
kúnna og svo í rekstri símstöðvarinnar,
sem hún hafði sérstaklega á sínum
herðum.
Verzlun afa míns og símstöðin drógu
marga heim í Hábæ. Ekki var þá alltaf
verið að hugsa um það, hvort á venju-
legum afgreiðslutíma væri, og oft var
fólk hvatt til ganga í bæinn að erindum
loknum. Sjálfsagt hefur verið af þessu
nokkur kvöð, en einnig mikil ánægja.
Það var því venjulega mikið um að vera
á heimilinu í Hábæ á þessum árum og
oftast glatt á hjalla. Þangað sóttu góðir
grannar af næstu bæjum og af Strönd-
inni, skyldfólk afa míns og ömmu og svo
auðvitað börn þeirra með sínar fjöl-
skyldur, sem stækkuðu smám saman.
Öll afa- og ömmubörnin áttu þar skjól
um lengri eða skemmri tíma og eiga
þaðan dýrmætar minningar um gott at-
læti og glaða æsku. Í þessu öllu átti
Gugga sinn ómetanlega hlut, sem við
ástvinir hennar minnumst nú með
þakklæti og biðjum henni blessunar á
Guðs vegum.
Hörður Einarsson.
Ástkær frænka mín er látin. Það
hafa verið forréttindi að fá að njóta fé-
lagsskapar hennar og fá að kynnast
öllu því sem prýddi hana. Gugga hafði
hlýtt hjarta, hún bar líka umhyggju
fyrir náunganum og sýndi það í verki.
Hún var alltaf hreinskilin bæði við
sjálfa sig og aðra. Hún var líka
skemmtileg og hafði góða kímnigáfu.
Oft bar á góma lífið í Hábæ og margt
sem okkur báðum var minnisstætt um
löngu horfið fólk og liðna atburði og
brosleg atvik sem við gátum rifjað upp
aftur og aftur.
Ekkert gaf mér jafn mikla ánægju
og að fara með Guggu út í náttúruna,
skoða fuglalífið, fylgjast með kríunni
sem minnti okkur á Hábæ eða skoða
gróður og dást að blómaskrúði. Já, hún
Gugga hafði marga yndislega eigin-
leika til að bera. Ég votta systkinum
Guðríðar samúð mína og kveð þessa
elskulegu frænku mína með söknuði í
hjarta.
Steinunn.
Guðríður Sveinsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Nýjabæ,
Flatey á Skjálfanda,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
27. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn
5. febrúar kl. 13.00.
Sigrún Sigurðardóttir, Birgir Benediktsson,
Sigtryggur Sigurðsson,
Óskar Stanley Sigurðsson,
Kristján Rafn Sigurðsson, Dagný Hjálmarsdóttir,
Sigurður Heiðar Sigurðsson,
Guðrún S. Kristjánsdóttir,
María Kristjánsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Eiginkona mín, móðir og amma,
MARIE I. GASPER WRIGHT,
lést í Little Rock, Arkansas, Bandaríkjunum
laugardaginn 31. janúar.
Útför hennar fer fram fimmtudaginn 5. febrúar frá
Cabot Funeral Home Chapel (501 843 5816).
Robert W. Wright,
Anita Björk Gasper,
Amy Björg Gasper,
Robert Gasper,
David Wright,
Eric Wright,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGURJÓNU JÓHÖNNU JÚLÍUSDÓTTUR,
áður til heimilis
Steinholtsvegi 8,
dvalarheimili aldraðra Hulduhlíð,
Eskifirði,
og heiðrað hafa minningu hennar.
Sérstakar kveðjur og þakkir sendum við starfsfólki Hulduhlíðar sem
hefur annast hana af alúð og nærgætni á umliðnum árum.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Rafn Ingvarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
STEFÁN GUNNLAUGUR EÐVALDSSON
skipasmiður,
Sóltúni 18,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
3. febrúar.
Guðrún V. Ragnarsdóttir,
Þuríður Ragna Stefánsdóttir, Brynjólfur Sigurjónsson,
Sigrún Björk Stefánsdóttir,
Eðvald Einar Stefánsson, Hildur Guðrún Hauksdóttir,
Katrín Rósa Stefánsdóttir, Stephen D. Smith,
Stefán Stefánsson,
Magnús Halldórsson, Laufey Pétursdóttir
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
DAGBJARTUR JÓNSSON,
Álakvísl 106,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi, mánudaginn
2. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Auður Ingvarsdóttir,
Dagrún Dagbjartsdóttir, Halldór Jónsson,
Viktoría Dagbjartsdóttir, Júlíus Þór Júlíusson,
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, Jónas J. Hallsson,
Þóra Jóna Dagbjartsdóttir, Hlynur Hjörleifsson,
Dagbjartur Vigfús Dagbjartsson,
Ellen Arný Barnes, Jeffrey Barnes,
barnabörn og barnabarnabörn.